Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 17 LANDIÐ Ljósmynd/UMFÍ Flott án fíknar Hópur framhaldsskólanema skemmti sér vel án áfengis í helgarferð á Laugum í Sælingsdal. Byrjað er að undirbúa nýja ferð. Dalir | „Það mundi gera mig glaðan. Það væri minna um eiturlyf, þjófn- aði og nauðganir, mundi ég telja,“ sagði einn þátttakenda í helgarferð að Laugum í Sælingsdal, forvarn- arverkefni sem Ungmennafélag Ís- lands stýrir, „Flott án fíknar“, á dögunum. Í lok námskeiðsins voru krakkarnir spurðir að því hvað það myndi gera fyrir þá og samfélagið ef enginn undir tvítugu notaði áfengi. Öllum framhaldsskólanemum sem sniðganga tóbak og áfengi stóð til boða að koma í ferðina. Þátttak- endur voru tuttugu og voru þeir frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi, Framhaldsskólanum að Laugum og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en þar hafa nemendur stofnað með sér bindindisfélag. Ferðin gekk í alla staði vel og skemmtu ungmennin sér út í æsar. Guðrún Snorradóttir verkefn- isstjóri og Jörgen Nilsson, leiðbein- andi á Laugum, skipulögðu helgina þar sem farið var í leiki, hópefli, um- ræður og verkefnavinnu. Yrði minna vesen Í lok ferðarinnar svöruðu þátttak- endur nokkrum spurningum um helgina og álit þeirra á hvernig væri best að fá ungmenni til að sniðganga áfengi. Það kom fram í svörum þeirra að félagsstarfsemi eins og BFFG (Bindindisfélag Fjölbrauta- skólans í Garðabæ) og „Flott án fíknar“ væri góður vettvangur og eins ef hægt væri að fá einingu í framhaldsskólunum til að starfa í slíku félagi. Einnig var spurt: Hvað mundi það gera fyrir þig og samfélagið ef eng- inn yngri en 20 ára notaði áfengi. Hér eru dæmi um svör: „Ég held að það mundi verða allt miklu rólegra og fólk mundi geta skemmt sér á löglegan hátt, það mundi líka vera minna vesen.“ „Kannski yrði hægt að minnka það að ungt fólk sé að fara í með- ferðir í hrönnum og meiri peningur sem hægt væri að setja í aðra hluti á sviði heilbrigðisþjónustu, annað en SÁÁ sem er auðvitað að gera góða hluti.“ „Það yrði mun léttara að hittast og það mundi vera minna um ólæti um allt.“ Það er markmið UMFÍ að fá nem- endur í framhaldsskólum landsins til samstarfs við verkefnið en fram að þessu hafa nemendur í grunnskólum verið virkir í starfinu. Til stendur að fara í fleiri ferðir og hafa Þing- eyingar lýst yfir áhuga á að bjóða næst heim. Þau ungmenni sem hafa áhuga geta skráð sig á póstlista hjá Ungmennafélagi Íslands á netfangið flottanfiknar@flottanfiknar.is og fá þá send tilboð um næstu ferð og ann- að sem er á dagskrá. Léttara að hittast án áfengis Í HNOTSKURN »Helsta markmið verkefnisins„Flott án fíknar“ er að vinna að því að fólk virði áfengis- og tóbakslögin. »Tuttugu framhaldsskóla-nemar tóku þátt í helgarferð að Laugum í Sælingsdal. Flottir þátttakendur án fíknar í helgar- ferð á Laugum Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Nokkur frjáls félagasam- tök í Þingeyjarsýslum tóku höndum saman og söfnuðu fé fyrir nýjum húsgögnum á öldrunardeild Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga. Fyrir það og fleiri gjafir var þakkað á að- alfundi styrktarfélags stofnunarinn- ar. Á aðalfund Styrktarfélags Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga var boðið fulltrúum þeirra félaga og fyrirtækja sem og einstaklingum sem styrktu félagið með einum eða öðrum hætti á liðnu ári. Meðal verkefna á liðnu ári sem vert er að geta er að kvenfélög á svæði stofnunarinnar ásamt Lions- klúbbi Húsavíkur, Soroptimista- klúbbi Húsavíkur og nágrennis og Sparisjóði Þingeyinga tóku höndum saman með styrktarfélaginu og söfnuðu fyrir nýjum húsgögnum á öldrunardeild sjúkrahússins. Jón Helgi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem félagasamtök á starfssvæði heilbrigðisstofnunarinn- ar komi henni til aðstoðar. Segja mætti að saga heilbrigðisstofnunar- innar og saga frjálsra félagasam- taka í Þingeyjarsýslu sé samofin. Friðrika Baldvinsdóttir, formað- ur Krabbameinsfélags Suður-Þing- eyjarsýslu, afhenti fyrir hönd fé- lagsins Svölu Hermannsdóttur, formanni styrktarfélagsins, eina milljón króna sem ætluð er til kaupa á nýjum tækjum til maga- speglunar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Gjafir Fulltrúar félaga sem studdu kaup á húsgögnum fyrir öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga hittust á aðalfundi styrktarfélagsins. Saga stofnunar og félaga er samofin Sandgerði | Bátur sökk í Sand- gerðishöfn í fyrrakvöld. Möstrin ein standa upp úr auk þess sem báturinn skildi eftir sig olíubrák. Una SU, sem er 35 ára gamall eikarbátur og liðlega 20 brúttó- tonn að stærð, hefur legið bundin við bryggju í Sandgerðishöfn í nokkur ár. Báturinn er kvótalaus. Hann var gerður út frá Sandgerði frá árinu 1994 í tæpan áratug en hefur síðan legið óhreyfður við bryggju. Una er skráð í eigu út- gerðar í Neskaupstað. Báturinn er einn af mörgum svokölluðum óreiðubátum í höfninni og hafn- arsvæðinu. Ekki er vitað um ástæður þess að báturinn sökk. Hafnarvörður segir að hafnarstarfsmenn hafi þurft að dæla reglulega upp úr honum. Það hafi síðast verið gert síðastliðinn miðvikudag. Þegar þeir komu til vinnu í gærmorgun var báturinn sokkinn. Við athugun á eftirlitsmyndavélum kom í ljós að báturinn hefur sokkið um klukkan átta í fyrrakvöld og að það hefur tekið um það bil klukku- stund. Una verður væntanlega hífð upp úr höfninni í dag og komið fyrir til bráðabirgða á hafnarsvæðinu. Una hífð úr höfn- inni í dag Sokkinn Aðeins möstrin á Unu standa upp úr sjónum í höfninni. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Reykjanesbær | Bæjarráð Reykja- nesbæjar hefur samþykkt að lækka álagningarprósentu fasteigna- skatts á árinu. Tilgangurinn er að vega upp á móti hækkun fast- eignamats þannig að fasteigna- skattur húseigenda verði óbreyttur í krónutölu á milli ára. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkaði almennt um 12% um ára- mót, samkvæmt ákvörðun yfirfast- eignamatsnefndar. Áður höfðu sveitarfélögin gengið frá fjárhags- áætlun fyrir árið 2008. Nokkrar sveitarstjórnir hafa ákveðið að lækka álagningarprósentu fast- eignagjalda til að vega upp þessa hækkun matsins, þar á meðal Grindavík og Hafnarfjörður. Bæjarráð Reykjanesbæjar sam- þykkti samhljóða tillögu um lækk- un fasteignaskattsins á fundi í lok síðustu viku. Samþykkt var að lækka álagningarhlutfall fast- eignaskatts úr 0,30% í 0,268%. Breytingin á að hafa í för með sér að fasteignaskattur hjá íbúum Reykjanesbæjar verður óbreyttur í krónutölu á milli áranna 2007 og 2008. Fasteignaskattur íbúða lækkar í Reykjanesbæ SUÐURNES - gæði í gegn Kópavogur, Smið juveg i 68-70, s ími 544 5000 • Njarðv ík , Fit jabraut 12, sími 421 1399 • Sel foss, Gagnhe ið i 2 , s ími 482 2722 Continental eru ein öruggustu dekk sem þú færð, enda eru gæði og öryggi einkunnarorð Continental. • Ótrúlega gott grip á snjó og ís. • Frábærir eiginleikar við akstur í bleytu og krapa. • Ósamhverft mynstur sem vinnur vel saman með ABS bremsukerfi og ESP stöðugleikakerfi bílsins. • Sigurvegari dekkjaprófana á Norðurlöndum sl. ár. „Með tveggja sekúndna betri tíma en önnur dekk á brautinni er ContiVikingContact 3 í sérklassa. Hemlun og grip voru einnig framúr- skarandi.” Í fyrsta sæti í dekkjaprófunum MOTOR sl. 5 ár. „Í snjó er þetta dekk betra en flest nagladekk. Á ís eru eiginleikar þess einnig framúrskarandi.” ContiVikingContact 3 Í fyrsta sæti fi mm ár í röð.* og * Í árlegum dekkjaprófunum sem haldin eru af Test World í Norður Finnlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.