Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLENSKT SAMFÉLAG Á ÖLDRUÐUM SKULD AÐ GJALDA Hvernig stendur á því að áreftir ár birtast fréttir umþað að rými á hjúkrunar- heimilum fyrir aldraða standi auð, vegna þess að starfsfólk fáist ekki til umönnunarstarfa á þessi heimili? Hér í Morgunblaðinu birtust frétt- ir í gær og fyrradag um ástandið á nokkrum hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og talsmenn allra heimil- anna höfðu sömu sögu að segja: Nokkur rými voru auð og höfðu staðið auð um skeið vegna þess að mannekla hrjáir heimilin. Bæði vant- ar fagmenntað starfsfólk eins og hjúkrunarfræðinga og ófaglært starfsfólk í umönnunarstörfin. Það er með ólíkindum að ekki sé fyrir löngu búið að leysa þennan vanda. Það segir sig sjálft að það er glórulaust að byggja upp fjölda hjúkrunarheimila fyrir aldraða með miklum tilkostnaði, ef ekki tekst að nýta fjárfestinguna með því að leyfa þeim sem á þurfa að halda að nýta hjúkrunarrýmin. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde segir m.a. að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunar- rýma fyrir aldraða og í málefna- samningi vikugamals borgarstjórn- armeirihluta er áhersla lögð á fjölgun hjúkrunarrýma og þjónustu- íbúða aldraðra. Allt er þetta gott og blessað og góðra gjalda vert en engan veginn nóg. Það verður að gera heildstæðar áætlanir fyrir slíka uppbyggingu þar sem gert er ráð fyrir fullri mönnun slíkra heimila, bæði hvað varðar heimilismenn og starfsfólk. Auð rými eru vannýtt fjárfesting og það að þau standa auð kemur niður á þeim sem síst skyldi, því aldraða fólki sem þarf á hjúkrun að halda. Aldraðir eiga það inni hjá þessu sterkefnaða samfélagi að þeir fái að njóta ævikvöldsins áhyggjulaust og með reisn. Það voru þeir sem lögðu grundvöllinn að velmegun okkar í dag. Vissulega er Öldubrjótur, til- raunaverkefni sem Hrafnista í Hafn- arfirði ætlar að hrinda í framkvæmd, spor í rétta átt en Sveinn H. Skúla- son, forstjóri Hrafnistu, sagði hér í Morgunblaðinu í fyrradag að þar væri um nokkurs konar verkmennt- unarskóla Hrafnistu að ræða, þar sem 15 starfsmönnum af erlendum uppruna yrði boðið upp á íslensku- og starfsnám á hverju misseri og Sunnuhlíð mun sömuleiðis hefja ís- lenskukennslu fyrir starfsfólk sitt af erlendum uppruna innan tíðar. En miklu meira þarf til að koma. Það þarf að tryggja hjúkrunarheim- ilum nægt starfsfólk til framtíðar, bæði fagmenntað og ófaglært. Það verður annars vegar gert með því að auka námsframboð þannig að nægi- legur fjöldi mennti sig í hjúkrunar- fræðum og hins vegar með því að tryggja umönnunarstéttum mann- sæmandi laun. Það á við um hjúkr- unarfræðinga, sjúkraliða og ófag- lært starfsfólk í umönnunarstörfum heilbrigðisgeirans. UMGENGNIN VIÐ SÖGUNA Í Þýskalandi er þess víða minnst umþessar mundir að í dag eru 75 ár liðin frá því að fyrrverandi auðnu- leysingi frá Austurríki, Adolf Hitler, komst til valda. Valdataka hans boð- aði endalok Weimar-lýðveldisins og við tók svartasti kaflinn í sögu Þýska- lands. Segja má að frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafi staðið yfir upp- gjör við valdatíma nasista í Þýska- landi. Í Berlín er að finna minnis- varða um ódæðisverk nasista um alla borg. Þetta uppgjör hefur verið erfitt og viðkvæmt mál og ugglaust má gagnrýna ýmislegt í því hvernig Þjóðverjar hafa umgengist sögu sína, en þegar á heildina er litið er það sennilega einsdæmi. Avi Primor, sendiherra Ísraels í Þýskalandi, fjallaði um uppgjör Þjóð- verja við fortíðina í ræðu, sem hann hélt við athöfn til minningar um hel- för gyðinga og frelsun Auschwitz í Erfurt fyrir helgi: „Hvar í heiminum hefur komið fram þjóð, sem reisir minnisvarða til að gera skömm sína ódauðlega? Aðeins Þjóðverjar hafa búið yfir slíku hugrekki og auðmýkt.“ Sagan er ætíð skammt undan í þýskri umræðu, hvort sem um er að ræða eftirlitsþjóðfélagið eða hlutverk hersins, svo dæmi séu tekin. Þótt rúmlega 60 ár séu liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar er fortíðin enn undir smásjánni. Uppgjörið við sög- una hefur einnig verið uppgjör milli kynslóða, milli þeirrar kynslóðar, sem bar þriðja ríkið uppi með einum eða öðrum hætti, og barna hennar, sem spurðu foreldra sína hvaða hlut- verki þau hefðu gegnt í ríki Hitlers. En Þjóðverjar eru ekki eina þjóðin, sem þarf að gera upp sögu sína, og það væri heiminum holt ef slíkt upp- gjör færi fram víðar. Rússar hafa ekki gert upp glæpi sovéttímans nema að takmörkuðu leyti. Í Kína þora stjórnvöld ekki að horfa í eigin barm. Í ferðamannahandbókum er vitaskuld ekki minnst á atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989, hvað þá að vilji sé fyrir hendi til að gera upp menningarbyltinguna eða stökkið stóra fram á við. Mannkynið hefur ekki látið sér harmleik heimsstyrjaldarinnar síðari að kenningu verða. Milljónir hafa fallið í ofsóknum, þjóðarmorðum og styrjöldum. Nægir að nefna Kongó, Víetnam, Kambódíu, Rúanda og gömlu Júgóslavíu til að minna á hryll- inginn og nú gætu nýjar blóðsúthell- ingar verið í aðsigi í Kenía. Þjóðir heims gætu lært af Þjóðverjum. Þær gætu lært af þeirri þjáningu, sem misvitrir ráðamenn hafa kallað yfir samferðamenn sína með ofsóknum og styrjöldum. Ráðamenn samtímans gætu lært af umgengni við söguna. Þeir gætu lært auðmýkt. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Ákvörðun stjórnar HBGranda hf. um aðdraga verulega úrbotnfisksvinnslu fé- lagsins á Akranesi hefur verið illa tekið þar í bæ. Öllum 59 starfs- mönnum fyrirtækisins í 44 stöðu- gildum á Akranesi verður sagt upp störfum 1. febrúar en 20 verða endurráðnir. Bæjarstjórn Akraness hefur nú skorað á stjórn Faxaflóahafna og stjórn HB Granda hf. að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í ágúst síð- astliðnum í viðræðum um flutning landvinnslu HB Granda til Akra- ness. Hugmyndir HB Granda Forsvarsmenn HB Granda leit- uðu til Faxaflóahafna sf. vorið 2007 og kynntu hugmyndir sínar um uppbyggingu á Norðurgarði við Reykjavíkurhöfn. Óskaði fyr- irtækið eftir því að sameina tvær nýjar lóðir á Norðurgarði við lóð fyrirtækisins sem fyrir er. Fól hafnarstjórn hafnarstjóra að vinna að breytingu á deiliskipulagi Norðurgarðs í samræmi við óskir HB Granda. Þegar ljóst var á liðnu sumri að veiðiheimildir yrðu skornar mikið niður á yfirstandandi fiskveiðiári skrifaði stjórn HB Granda stjórn Faxaflóahafna 10. ágúst sl. og ósk- aði eftir samstarfi við uppbygg- ingu fiskvinnslu á Akranesi. Í bréfinu kom m.a. fram ákvörðun HB Granda um að sameina alla landvinnslu á botnfiski í einu fisk- iðjuveri. Talið var ákjósanlegt að reisa til þess nýtt hús á Akranesi. Þá myndu frystitogarar félagsins landa á Akranesi og nálega allar frystar afurðir verða fluttar þaðan til útlanda. Óskaði stjórn HB Granda eftir því að Faxaflóahafnir flýttu gerð landfyllingar og hafn- argarðs á Akranesi, skv. fyrir- liggjandi skipulagi. Uppfyllingin yrði tilbúin um mitt ár 2008 og stefnt að því að hefja vinnslu í nýju húsi síðla árs 2009. Breytt umhverfi við höfnina Forystumenn Faxaflóahafna áttu fund með forystumönnum HB Granda þar sem stjórnarfor- maður HB Granda lagði fram minnisblað til frekari skýringar á erindinu frá 10. ágúst. Þar kemur m.a. fram að vegna „sífellt aukinnar nálægðar íbúða- byggðar og krafna um lausn frá umhverfislegum óþægindum“ verði í framtíðinni ekki hægt að stunda fiskvinnslu og útgerð í gömlu Reykjavíkurhöfn. Þegar að því kæmi yrði umrædd starfsemi öll flutt til Akraness. Þá benti hann á að með uppbyggingu fiski- hafnar á Akranesi gæfist tilefni fyrir Faxaflóahafnir til að falla frá hugmyndum um nýtingu landfyll- inga við Norðurgarð undir sjáv- arútvegsstarfsemi og eins kvöðum um nýtingu á lóðum sem HB Grandi hefur þar þegar til um- ráða. Hann skrifar m.a.: „Við brottflutning frá Reykjavík til Akraness mundum við vissulega leitast við að gera okkur sem mest verðmæti úr þeim lóðum og öðr- um fasteignum, sem við mundum þá hafa yfir að ráða, enda hefði þá verið aflétt kvöðum, eða væri fyr- irsjáanleg aflétting kvaða, um notkun lóðanna í þágu sjávarút- vegsstarfsemi.“ Fallið frá flutningi Hafnarstjóri svaraði erindi HB Granda 11. september sl. og gerði grein fyrir afstöðu stjórnar Faxa- flóahafna. Þar kemur m.a. fram að þar eð HB Grandi hyggist víkja með starfsemi sína af Norður- garði komi ekki til greina að út- hluta fyrirtækinu viðbótarlóð á því svæði. Ekki séu uppi hug- myndir um breytta landnotkun á athafnasvæði HB Granda í Vest- urhöfninni. Faxaflóahafnir lýsa sig reiðubúnar að hefjast handa við nauðsynlegar framkvæmdir vegna uppbyggingar HB Granda á Akranesi. Þá kemur fram að ný viðlega og brimvarnargarður verði tæpast tilbúin fyrr en árið 2012. Stjórn HB Granda ákvað síðan 13. september sl. að falla frá áformum um að reisa nýtt fisk- iðjuver á Akranesi, „enda hafa Faxaflóahafnir sf. ekki talið sér fært að uppfylla óskir félagsins, m.a. um gerð nýrrar fiskihafnar á Akranesi“, eins og segir í tilkynn- ingu félagsins til First North- verðbréfamarkaðarins. Aðstoða fólkið eftir mætti Eggert Benedikt Guðmunds- son, forstjóri HB Granda hf., sagði að hafnarstjórn Faxaflóa- hafna hefði kynnt nýjar hugmynd- ir um landfyllingu og aðra aðstöðu á Akranesi á fundi með bæj stjórn Akraness í fyrrakvöld. Þ þyrfti að skoða betur. „Auðvi munum við skoða þetta og athu hvort þetta getur þroskast í e hverjar skynsamlegar átti sagði Eggert. Hann sagði lóðina sem hús H Granda stendur á við Norðurga hafa verið teiknaða utan um hú sem er í laginu eins og tanginn v á sínum tíma. Lóðin sé því mj óhentug til ráðstöfunar nema m því að laga lóðamörkin og gera þeim rétthyrning. Í því skyni h verið sótt um viðbótarlóð. Þá h fyrirtækið óskað eftir að fá að nálæga lóð og að kvöðum um ha sækna starfsemi yrði létt af l unum, ákveði fyrirtækið að fly á Akranes. „Það væri mjög erfitt fyrir ok ur að gera einhver verðmæti þessum lóðum ef það er skilyrði þær séu notaðar til hafnsækinn starfsemi,“ sagði Eggert. „V gerðum því skóna að slík sta semi væri á undanhaldi vegna þenslu annars konar byggðar í Ö firisey. Þá töldum við rétt að þe tilslökun kæmi til okkar sem h um verið þarna um áratugaske ekki eftir fáein ár þegar einhv annar fengi tækifæri til að se Nýjar útfærslur Fiskihöfn við Faxaflóa Akraneshöfn hefur verið skilgreind sem fi þangað, en hætti við þau áform þegar ekki var orðið við óskum féla Í HNOTSKURN »HB Grandi varð til 2004við sameiningu Granda og Haraldar Böðvarssonar »Grandi hf. varð til 1985við samruna BÚR og Ís- bjarnarins hf. Hraðfrystistö Reykjavíkur og Faxamjöl sameinuðust síðar Granda. »Haraldur Böðvarsson hfvarð til 1991 við samrun fjögurra fyrirtækja á Akra- nesi. Krossvík hf. og Miðnes Sandgerði sameinuðust HB síðar. Einfaldari leið til landfyllingar fyr- ir HB Granda á Akranesi skoðuð MEIRIHLUTI þeirra 59 starfsmanna sem munu missa vinnuna hjá HB Granda á Akranesi er konur. Margar þeirra á miðjum aldri og sérhæfðar í fiskvinnslu. Gísli S. Einarsson, bæjar- stjóri á Akranesi, sagði almennt vera gott atvinnuástand í bænum en fremur lítið framboð hefði þó verið á svo- nefndum „kvennastörfum“. Því kvaðst hann hafa nokkrar áhyggjur af kon- unum sem nú væru að missa vinnuna. „Þetta fólk er sérhæft fiskvinnslu- fólk, sumt búið að vinna við fiskvinnslu frá fjórtán ára aldri og komið yfir sex- tugt. Það vill vinna við fisk,“ sagði menn ætla n vinnslu á A að Samband að skoða m Það er búið fiskvinnslu, ingum sem hærra hlutf þorskkvóta] mínum hug óunninn fisk ur. Ég held framtíðarsý úr landi og Gísli. Gísli. Norðurál hefur verið að auglýsa eftir starfsfólki í álverið en Gísli sagði ekki víst að þau störf hentuðu öllum sem nú ynnu hjá HB Granda á Akranesi. „Akranes er ekki að leggjast í auðn, þrátt fyrir þetta, en við eig- um útgerðarsögu sem nær til nokkurra hundraða ára og þetta fyrirtæki, HB Grandi, til hundrað ára. Það er ótrú- lega svart strik í útgerðarsöguna ef Bundu vonir við áform H Gísli S. Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.