Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 44
»VEÐUR mbl.is MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 30. DAGUR ÁRSINS 2008 Sundagöng fá grænt ljós  Jarðfræðirannsókn sérfræðinga ÍSOR á gangaleið Sundaganga leiðir í ljós að aðstæður til jarðgangagerð- ar teljast sæmilegar, bergið er víð- ast allþétt og engin umtalsverð leka- eða sprungusvæði komu í ljós. »2 Segja of margt óljóst  Í umsögn Félags framhaldsskóla- kennara er að finna gagnrýni á frumvarp til framhaldsskólalaga. Formaður félagsins segir margt í frumvarpinu óljóst og eiga eftir að útfæra betur. Hann segir þó margt gott í nýja frumvarpinu. »4 Lögreglumenn ósáttir  Lögreglumenn á höfuðborg- arsvæðinu eru ósáttir við hagræð- ingu sem embættið hefur gripið til. Formaður Landssambands lög- reglumanna segir væntingar manna við sameiningu embætta um breyt- ingar, nýjungar og þróun í starfi lögreglunnar ekki hafa náð fram að ganga sökum fjárhagsvanda. »6 Viðræður í Kenýa  Viðræður hófust í gær milli Mwai Kibakis, forseta Kenýa, og stjórn- arandstæðingsins Raila Odinga um friðsamlega lausn á deilum þeirra sem hafa valdið óöld í landinu. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmda- stjóri SÞ, hefur milligöngu um við- ræðurnar. »14  '<%  < <' %<% $'< %< $< ;  &=( / #, #& > #"  ##" ! # %%' <$ '< <$% <'% <' %<%' $ %<%$ $< $< . ? 2 (  '<  <' < %$ %< $ %< %<%% $< :@AA56B (C86ABD>(EFD: ?5D5:5:@AA56B :GD(??6HD5 D@6(??6HD5 (ID(??6HD5 (3B((D!J65D?B K5E5D(?CK8D (:6 8365 >8D>B(3,(BC5A5 »MEST LESIÐ Á mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» SKOÐANIR» Stakst.: Akureyringar á réttri leið Forystugreinar: … öldruðum skuld að gjalda | Umgengnin við söguna Ljósvakinn: Er ekkert heilagt? UMRÆÐAN» Olíuvæn setlög við Ísland … Pólitík í staðinn fyrir „plottitík“ Vinaleiðin fær góða dóma Hvenær er fyndið að vera veikur? Heitast 0 °C | Kaldast -10 °C  Hæg A-átt og dálítil él. NA 10-18 m/s vest- anlands síðdegis. Snjó- koma og stormur nv-til með kvöldinu. » 10 „Hjálmar Hjálm- arsson fer á kostum í hlutverki Sjónvarps- ins,“ segir gagnrýn- andi m.a. um Höllu og Kára. »41 LEIKLIST» Stemning í Hafnarfirði FÓLK» Eyddi milljón pundum í kókaín og kampavín. »37 Lífslistakonan og ljósmyndarinn Mari- anne Greenwood í heimildarmynd Helga Felixsonar og Titti Johnson. »43 AF LISTUM» Hin merka list að lifa TÓNLIST» Milljónir laga í boði án endurgjalds. »39 FÓLK» Sveppi leikur í Ástin er diskó – lífið er pönk. »36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Jónsi kom út úr skápnum 2. Örtröð í Bónus á Seltjarnarnesi 3. Ég sé eyrað á honum 4. Clinton og Obama þóttust ekki …  Íslenska krónan veiktist um 0,3% ÍSLENDINGAR eiga leikmann í Evrópumeist- araliði Dana í handknattleik. Hans Óttar Lind- berg er 26 ára gamall, hann er fæddur í Dan- mörku en for- eldrar hans eru íslenskir. Að afstöðnu Evrópumeist- aramóti í handbolta hafa Danir áhyggjur af því hve margir hafa hætt að æfa handbolta á undan- förnum misserum. | Íþróttir Íslenskur meistari Hans Lindberg AF HVERJU er nauðsynlegt að rífa húsið sem barinn og skemmtistaðurinn Sirkus hefur verið í til margra ára? Arnar Eggert Thoroddsen veltir þeirri spurningu fyrir sér og minn- ist gleðistunda í litla húsinu með stóra hjartað, en hundruð tónlistarmanna komu þar fram liðna helgi. | 41 Dagar Sirk- uss taldir Rifið Sirkus við Klapparstíg. „ÓBORGANLEGT var að upplifa gleðina þegar þau tóku við íslensku gjöfunum,“ segir Áslaug Björgvins- dóttir sem fylgdi eftir verkefninu „Jól í skókassa“ nú í janúar ásamt fimm öðrum Íslendingum alla leið til Úkraínu þar sem fimm þúsund íslenskum jólagjöfum var útdeilt meðal barna á fjórum munaðarleysingja- heimilum og einu sjúkrahúsi. Hugmyndin að verkefninu, sem er unnið af ungu fólki fyrir hönd KFUM og K, kviknaði fyrst fyrir fimm árum og hafa Íslendingar æ síðan eða í fjögur ár tekið vel við sér og búið um jólagjafir í skókössum fyrir mun- aðarlaus börn í Úkraínu. „Börn þurfa ekki endilega að vera foreldralaus til að lenda á munaðarleysingjaheimili því fátækt foreldra, drykkja og eiturlyfjaneysla eru helstu orsakir þess að börnin enda á slíkum heimilum,“ segir Áslaug. | 18 Íslensku jólagjafirnar vöktu mikla gleði Fimm þúsund jólagjafir í skókössum til Úkraínu Ljósmynd/Björgvin Þórðarson ÞÓRA B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landslið Íslands að sinni. Í samtali við Morgunblaðið vildi Þóra ekki tilgreina ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun að öðru leyti en því að þær væru persónulegar. Þóra leikur með Anderlecht í Belgíu og er hún í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu konur Íslands með 56 landsleiki. | Íþróttir Þóra er hætt í landsliðinu Árvakur/Árni Sæberg ♦♦♦ „FULLT af fólki er ofvirkt eða með athyglisbrest og hefur ekki hugmynd um það!“ segir Sóley Dröfn Davíðs- dóttir sálfræðingur sem fjallaði með- al annarra um AMO-röskun (ADHD á ensku) hjá fullorðnum á nýafstöðn- um læknadögum 2008. 3-5% barna og unglinga eru með AMO en færri vita að 1-4% fullorðinna eru haldin þess- ari röskun. Áður var talið að röskunin eltist af börnum en nú er vitað að í 30- 70% tilvika halda einkennin áfram er barnæsku sleppir. H. Magnús Haraldsson geðlæknir segir mikla eftirspurn eftir greiningu og meðferð á AMO hjá fólki sem telji sig hafa farið á mis við greiningu sem börn. Einkenni AMO eru sögð almenn, eins og að týna og gleyma hlutum. „Fullorðið fólk er kannski ekki klifr- andi upp um alla veggi en það er meira eirðarleysi, ofvirkni í hugsun og skipulagserfiðleikar, það tekur út fyrir að bíða í biðröð í banka, eins get- ur verið mjög erfitt fyrir það að sitja í athöfn í kirkju eða langa fundi,“ segir Sóley og bætir við að oft endist ein- staklingar með AMO stutt í starfi, eigi í fjárhagserfiðleikum og fari í fleiri sambönd en aðrir. Margir ættu að kannast við eitthvert einkennanna en til að fólk greinist með AMO þarf vandinn að há því verulega í daglegu lífi. Fjölmiðlamenn og þjónar Að sögn Sóleyjar velur fólk með umrædda röskun sér starfsvettvang þar sem er mikill atgangur. Einkenn- in megi stundum sjá hjá fólki sem er alltaf á ferð og flugi, áberandi í fjöl- miðlum og tali mikið og hratt. Þannig megi finna marga ofvirka í fjölmiðla- og þjónastörfum. „Þetta eru hálf- gerðir spennufíklar.“ | 20 Ofvirkni vangreind hjá fullorðnum Endast stutt í starfi og sambandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.