Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT WEN Jiabao, forsætisráðherra Kína, stjórnaði í gær umfangs- miklum björgunaraðgerðum sem hafnar hafa verið vegna harðasta vetrar í landinu í hálfa öld. Yfir 50 manns hafa látið lífið af völdum vetrarkulda og fannfergis. Vetrar- hörkurnar hafa einnig leitt til orku- skorts og mikilla tafa í samgöngum nú þegar milljónir Kínverja reyna að komast til átthaga sinna til að halda upp á kínverska nýárið sem gengur í garð í byrjun febrúar. Áætlað er að vetrarhörkurnar hafi raskað lífi um 78 milljóna lands- manna. Reuters Samgöngur raskast Öngþveiti á lestastöð í Peking vegna tafa. Hörkur í Kína GITTE Seeberg, sem stofnaði Nýja bandalagið í Danmörku ásamt Nas- er Khader í fyrra, hefur gengið úr flokknum. Segir hún að Khader hafi að undanförnu farið með flokk- inn of langt í átt til borgaralegu flokkanna. Vísar hún m.a. til þess að flokkurinn hafi ákveðið að styðja stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda og fleiri málaflokkum. Khader sagði hins vegar við danska fjölmiðla í gær að þing- flokkurinn væri sammála um þá stefnu sem tekin hefði verið. Anders Fogh Rasmussen for- sætisráðherra sagði að ákvörðun Seeberg hefði ekki áhrif á stjórn- ina. Gekk úr Nýja bandalaginu ÖRYGGIS- og samvinnustofnun Evrópu gagnrýndi í gær takmark- anir sem stjórnvöld í Moskvu hafa sett á starfsemi eftirlitsmanna stofnunarinnar vegna forsetakosn- inganna í Rússlandi 2. mars. Tals- maður ÖSE sagði að takmark- anirnar myndu ekki gera stofnuninni kleift að annast mark- tækt kosningaeftirlit. Hann hvatti því rússnesk stjórnvöld til að falla frá þessum takmörkunum, sem fel- ast m.a. í því að eftirlitsmennirnir fá aðeins að koma til landsins þrem- ur dögum fyrir kosningarnar. Rúss- ar hafa boðið 70 eftirlitsmönnum til landsins, jafnmörgum og í þing- kosningunum í desember. ÖSE gagnrýnir rússnesk yfirvöld GEORGE W. Bush Banda- ríkjaforseti flutti síðustu stefnu- ræðu sína á Bandaríkjaþingi í fyrrinótt og hvatti þingið til að samþykkja skattaafslætti fyrir fjölskyldur og fleiri aðgerðir til að stemma stigu við samdrætti í efnahagnum. Hann hótaði að beita neitunarvaldi sínu gegn skattahækkunum. Forsetinn hvatti einnig þingið til að sýna þolinmæði í málefnum Íraks og sagði að sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að fjölga í her- liðinu í Írak hefði skilað meiri ár- angri en búist var við fyrir ári. Flutti síðustu stefnuræðuna George W. Bush STUTT RÚMENSKAR sígaunastúlkur fagna eftir að hafa verið valdar í úrslit fegurðar- og danskeppni í Búkarest. Keppendurnir voru metnir eftir færni í hefðbundnum dönsum sígauna ekki síður en útliti. AP Fagnandi sígaunameyjar MIKLAR líkur eru nú taldar á því að mynduð verði ný stjórn í Færeyjum með þátttöku jafnaðarmanna, Þjóð- veldisflokksins og Miðflokksins. Við- ræður héldu áfram í gær milli flokk- anna og er talið líklegt að þeir muni ná samkomulagi um stjórnarsátt- mála annaðhvort í dag eða á morgun. Joannes Eidesgaard, leiðtogi jafn- aðarmanna, hefur síðustu árin verið forsætisráðherra í stjórn með Sam- bandsflokknum og Þjóðarflokknum en ekki tókst að halda því samstarfi áfram þótt stjórnin héldi meirihlut- anum í kosningunum nýverið. Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldisflokksins, sem vill fullt sjálfstæði Færeyja, segir að enn sé ekki búið að finna lausn á ágreiningi um stöðu Færeyja í danska ríkinu. Ekki hafi legið eins mikið á því og öðru og því hafi málið verið látið mæta afgangi. Fær Hoy- dal sæti í stjórn? Sagt vera stutt í sam- komulag í Færeyjum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is VIÐRÆÐUR stjórnar og stjórnarandstöðu í Ken- ýa hófust í Nairobí, höfuðstað landsins, í gær und- ir stjórn Kofi Annans, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Lögreglan skýrði frá því að 22 hefðu fallið í gær í átökum í landinu. Beitti hún m.a. vopnuðum þyrlum til að stöðva átök í Naivasha í vestanverðum Sigdalnum svo- nefnda sem nær yfir mikinn hluta Kenýa. „Við gerum okkar góðar vonir um að hægt verði að leysa deilurnar innan árs … og brýnasti ágrein- ingurinn á stjórnmálasviðinu verði leystur innan fjögurra vikna, ef ekki fyrr,“ sagði Annan. Hann mun hafa kynnt deiluaðilum áætlun sem hann hef- ur gert um frið. Fundurinn í gær hófst með mín- útu þögn til að heiðra minningu stjórnarandstöðu- þingmannsins Mugabe Were sem var skotinn til bana við heimili sitt í gærmorgun. Varð morðið kveikjan að nýjum átökum og sjö manns féllu í Nairobí. Bæði Mwai Kibaki forseti og Raila Od- inga, leiðtogi stjórnarandstæðinga, hvöttu í gær liðsmenn sína til að slíðra sverðin. „Ef við tökum ekki ákvörðun hér um að bregðast skjótt við og bjarga þjóð okkar mun hér ekki verða nein þjóð til að bjarga,“ sagði Odinga sem áður hafði sakað stjórnarliða um aðild að morðinu á Were. Deilurnar hafa ýtt undir hatur milli þjóðflokka í Kenýa. Talið er að hátt í þúsund manns hafi nú fallið í kjölfar forseta- og þingkosninganna í lok desember en stjórnarandstaðan segir Kibaki hafa með svindli rænt sigrinum frá Odinga. Lögreglan í Naivasha er sögð hafa látið afskiptalausa vígahópa Kikuyu-manna en Kibaki forseti er úr þeirra röð- um. Odinga er hins vegar Luo-maður. Fyrst eftir að átökin hófust réðust Luo-menn víða á Kikuyu- menn og myrtu marga þeirra. Samningaviðræður með milli- göngu Annans hafnar í Nairobí Þingmaður sem var að skipuleggja friðargöngu myrtur við heimili sitt Í HNOTSKURN »Tveir óþekktir menn skutu þingmanninnMugabe Were til bana í Nairobí í gær. Hann var 39 ára stjórnarandstæðingur sem beitti sér fyrir viðræðum milli leiðtoga ýmissa þjóðflokka og vann að því daginn fyrir dauða sinn að skipuleggja friðargöngu. Port-au-Prince. AP. | Það var mat- artími í einu af hrörlegustu fátækra- hverfum Haítí og Charlene Dumas var að borða mold. Hækkun matvælaverðs í heim- inum hefur orðið til þess að fátæk- asta fólkið á Haítí hefur ekki lengur efni á því að kaupa hrísgrjón á hverjum degi og sumir þurfa að grípa til örþrifaráða til að fylla mag- ann. Charlene, sextán ára stúlka sem á mánaðargamalt barn, er meðal margra Haítíbúa sem beita nú gömlu ráði við hungurverkjunum: borða kökur úr þurrkaðri gulri mold af miðhálendi landsins. Moldin hefur lengi þótt góð fyrir barnshafandi konur og börn á Haítí þar sem hún er kalkrík og getur haft svipuð áhrif og magasýrulyf. En moldarkökur, blandaðar salti og grænmetisfeiti, eru nú orðnar dag- leg fæða margra fátækra Haítíbúa. „Þegar mamma eldar ekkert þarf ég að borða þær þrisvar sinnum á dag,“ sagði Charlene sem býr í tveggja herbergja íbúð ásamt barni sínu, foreldrum og fimm systkinum. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur miklar áhyggjur af hækkun mat- vælaverðs í heiminum, en það hefur hækkað um allt að 40% á nokkrum Karíbahafseyjum. Stofnunin þurfti að lýsa yfir neyðarástandi á Haítí og fleiri löndum í fyrra vegna flóða og uppskerubrests. Leiðtogar land- anna komu saman í desember til að ræða lækkanir á matvælasköttum og stofnun stórra búa til að draga úr þörfinni á matvælainnflutningi. Hækkaði um 50% Tveir bollar af hrísgrjónum kosta sem svarar tæpum 40 krónum á Haítí. Verðið hefur hækkað um sex krónur frá því í desember og um 50% á einu ári. Svipuð hækkun hefur orðið á verði á baunum, niðursoðinni mjólk og ávöxtum. Jafnvel verðið á ætri mold hefur hækkað. Mold í u.þ.b. 100 kökur kostar nú sem svarar 325 krónum. Kaupmenn flytja moldina á úti- markaðina. Konur kaupa moldina, blanda vatni, salti og grænmetisfeiti út í og láta kökurnar þorna í brenn- andi sólskininu. Moldarkökur eru síðan seldar á útimörkuðunum eða á götunum. Moldin getur innihaldið banvæn sníkjudýr eða eiturefni en getur líka stuðlað að ónæmi fósturs fyrir ákveðnum sjúkdómum, að sögn Ger- alds Callahans, prófessors í ónæm- isfræði við ríkisháskóla Colorado. Læknar á Haítí segja að hætta sé á vannæringu meðal þeirra sem þurfi að lifa á moldarkökum. Þurfa að lifa á moldarkökum AP Moldarát Cajeunes, ellefu ára piltur, sýnir tunguna eftir að hafa borðað moldarköku. Þeir sem borða slíka fæðu daglega kvarta yfir magaverkjum. Hærra matvæla- verð farið að segja til sín á Haítí AP Kökusali Kona selur moldarkökur á útimarkaði í Port-au-Prince.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.