Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 43 Kvikmyndahátíðin í Gauta-borg hófst föstudaginn 25.janúar og meðal annarra gersema fyrstu helgina var frum- sýning laugardagsins á heimildar- mynd eftir Helga Felixson og Titti Johnson. Catch the Moment er al- þjóðlegi titillinn en á frummálinu Motståndare till längtan sem gæti orðið Andstæðingur dagdrauma á íslensku. Myndin verður væntan- lega á dagskrá norrænna sjón- varpsstöðva áður en langt um líður að sögn Helga og Titti sem voru viðstödd frumsýninguna.    Myndin fjallar um lífslistakon-una og ljósmyndarann Mari- anne Greenwood frá Samalandi sem flakkaði um heiminn í nærri þrjá áratugi án þess öryggis sem fast heimilisfang getur gefið. Hún fæddist árið 1916 í Gällivara og ólst upp m.a. í Kiruna. Eftir listnám og dótturmissi hófst „flóttinn“ eins og hún kallaði það, lengst af með myndavél og ferðaritvél sem föru- nauta. En ævikvöldinu eyddi hún við Frakklandsströnd, í Antibes með útsýni til hafs. „Stærst allra listgreina er listin að lifa,“ hefur verið haft eftir Mari- anne Greenwood og það er líka sú tilfinning sem fylgir mér eftir að hafa séð mynd þeirra Helga og Titti. Þeim auðnaðist að fylgja henni seinasta spölinn og taka við- töl áður en hún kvaddi 3. febrúar 2006. Hún eignaðist víða vini, í frumskógum sem og heimsborgum og hún ljósmyndaði útfrá tilfinn- ingum, hvort sem það var á fjar- lægum menningarsvæðum, eða meðal evrópsk listafólks, á hvítum hestum með Evert Taube eða sem fastráðinn ljósmyndari í höll Picas- sos í Antibes. Ameríski rithöfund- urinn Anais Nin, sem á sjöunda ára- tugnum dvaldi í París, hrósaði henni fyrir tvær sérstakar gáfur; frásagnargáfu og vináttugáfu.    Það mætti auðvitað halda að éghafi áhyggjulaust valsað um heiminn, siglt um höfin, hitt fjað- urskreytta indjána, nautabana og ljóðskáld, búið í höllum og hreys- um, setið við eldana með fjarlægu náttúrufólki. En áhyggjulaust hef- ur það sannarlega ekki verið,“ sagði Greenwood í viðtali fyrir nokkrum árum. Eftir uppleyst hjónaband og módelvinnu hjá vini sínum í Suður-Frakklandi, hóf hún brauðstritið með myndavélinni. „Ég áttaði mig á að einu verðmætin sem ég átti var hringur með risa- stórum demanti og honum kom ég í verð til að kaupa fyrstu myndavél- ina mína. Þar byrjaði braut mín sem ljósmyndari og síðan sem rit- höfundur.“ Ljósmyndir hennar, um 30.000,eru varðveittar á Etnogra- fiska safninu í Stokkhólmi og meðal bóka hennar á sænsku eru Det Ta- tuerade Hjärtat i Livingston (1974), Indianerna kallar det sött salt (1975), Varför gråter puman (1984), Evert Taube – personligt porträtt (1984) og Resa i min adressbok (1989). Kveikjan að myndinni var einkum bókin um púmuna að sögn Titti og eftir það varð ekki aftur snúið, ferðalag inn í líf ævintýra- konunnar var hafið, þar sem mottó- ið var að lifa sína drauma í það þess að dagdreyma.    Tær frásögn þeirra Helga ogTitti er ofin úr myndum og textum eftir Marianne Greenwood, viðtölum við hennar nánustu og hana sjálfa, hispurslausa og ægi- fagra nærri níræða listakonu með augu sem Picasso líkti við augu ránfugls. Ljósmyndir hennar breiða úr sér á bíódúknum við und- irleik frásagnarradda og sér- samdrar tónlistar og læt ég heillast af söguhetjunni. Það hlýtur líka að vera meiningin. Það hlýtur að vera vegna sérlegrar virðingar og vænt- umþykju kvikmyndagerðarfólks- ins, í bland við öll listræn ránfugls- augu. Andstæðingur dagdrauma AF LISTUM Kristín Bjarnadóttir Sami Marianne Greenwood flakkaði um heiminn í nær þrjá áratugi án þess að vera með fast heimilisfang. » „Stærst allra list-greina er listin að lifa,“ hefur verið haft eftir Marianne Greenwood kb.lyng@gmail.com Hagaskóli og Laugalækjarskóli tók- ust á í gærkvöldi í spurningakeppni ÍTR fyrir grunnskólana í Reykjavík, Nema hvað?. Stemningin var gríð- arleg í útvarpssal, nemendur hvöttu lið sín áfram af gríðarlegum krafti. Nema hvað? var varpað beint á Rás 2. Leikar fóru þannig að Hagaskóli bar sigurorð af Laugalækjarskóla, 18-15. Hagskælingar mæta því liði Árbæjarskóla í úrslitum í kvöld og má búast við æsispennandi keppni og öflugum klappliðum að vanda. Lið Hagaskóla sagðist vera í skýj- unum þegar úrslit lágu fyrir og hét því að mæta prúðbúið til leiks í kvöld. Víða var komið við í spurn- ingum gærkvöldsins, m.a. spurt um eyrnasuð og kött Einars Áskels. Hagaskóli sigraði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.