Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN virðist óðum vera að rétta úr kútnum. Í gær hækkaði hún um 2,6% og er lækk- unin frá áramótum því orðin 12,1%. Verð bréfa í Spron hækkaði mest innan vísitölunnar, um 10%, bréf Eimskipa hækkuðu um 5,8% og bréf Exista um 5,5%. Utan vísitölu hækk- aði verð bréfa í Flögu um nær 57%. Lítið var um verðlækkun en sú mesta varð á bréfum HB Granda, um 1%, auk 0,7% lækkunar á bréfum Glitnis og Alfesca. Hlutabréfa- viðskipti námu alls 10 milljörðum. Flaga upp um 57% ● MIKIL fjölg- un, 75%, var á þeim veðsettu eignum sem ganga þurfti að til fullnustu húsnæð- isskulda í Bandaríkj- unum árið 2007. Í desember nam fjölgunin 97% í samanburði við sama mánuð 2006. Er þetta enn einn vísirinn að harðnandi ástandi á bandarískum húsnæðismarkaði. Og þrátt fyrir að þarlendur seðlabanki hafi í síðustu viku óvænt lækkað stýrivexti um 75 punkta bíða fjárfestar í Bandaríkj- unum með krosslagða fingur eftir stýrivaxtaákvörðun bankans í dag. Vonast menn eftir 50 punkta lækkun til viðbótar og hafði það víða áhrif til hækkunar á hlutabréf í gær. Harðnar enn á fast- eignamarkaði BNA ● HAGSTOFAN birti í gær seinni jan- úarmælingu sína á vísitölu neyslu- verðs, miðað við verðlag um miðjan mánuð. Vísitalan er nú 282,3 stig og lækkaði um 0,1% frá byrjun janúar en hefur hækkað um 0,18% síðan í desember. Framvegis verður vísital- an reiknuð um miðjan mánuð í stað fyrstu daga mánaðar. Ársverðbólga er nú 5,8% en 2,3% án húsnæð- isliðar. Helst voru það vetrarútsölur og húsnæði sem höfðu áhrif til lækk- unar vísitölunnar í janúar. Verðbólgan 5,8% eftir seinni janúarmælingu WILLIAM Fall, forstjóri Straums, segir fjórða ársfjórðung síðasta árs hafa verið erfiðan fyrir fyrirtækið en það hafi staðið hann af sér. „Við getum ekki annað en verið ánægð með frammistöðu bankans á síðasta ári í ljósi ástandsins á alþjóðamörk- uðum, breytinga á bankanum sjálf- um og aukinnar alþjóðavæðingar.“ Segir hann síðasta ár hafa verið ár mikilla breytinga hjá Straumi. Bankinn hafi þróast úr íslensku fyr- irtæki, sem hafi verið með nær alla sína starfsemi innanlands, í íslenskt fyrirtæki sem hafi haslað sér völl á alþjóðamarkaði með breiðara og dýpra þjónustuframboð og við- skiptamannagrunn en áður. Um næsta ár segir Fall að í upp- hafi árs verði ástandið líklega svip- að því sem það var á fjórða árs- fjórðungi 2007 að því undanskildu að mikilvæg vandamál hafi verið leyst hjá bankanum. „Bankinn stendur vel og hlutabréf hans góð- ur fjárfestingarkostur,“ segir Fall. Alþjóðlegra yfirbragð þó meira í augu. Rekstrargjöld bank- ans jukust um nærri 76% í saman- burði við fyrra ár. Það er 23 milljarða króna aukning frá fyrra ári, sem m.a. er rakin til aukins launakostnaðar vegna mikillar fjölgunar starfsfólks. Kostnaður sem aðeins fellur til í eitt skipti er sagður 3,5 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaður við breyt- ingar á yfirstjórnendum og starfs- lokasamningar séu fólgnir í þessum lið. Efnahagur Glitnis óx um 31% á árinu. Útlán til viðskiptavina Glitnis jukust sýnu mest eignanna á árinu, um nær 380 milljarða króna eða 24%. Útlán námu í árslok 1.975 milljörðum. Innlánin jukust einnig á árinu, um 290 milljarða eða 66% og námu 725 millj- örðum. Hlutfall innlána af útlánum er því 37% og fer batnandi. Glitnir hagnaðist um 28 milljarða króna 76% hækkun kostnaðar og stór- aukin vaxtagjöld Aukin innlán Lárus Welding vill styrkja innlánahlutfallið enn frekar. GLITNIR skilaði 27,7 milljarða króna hagnaði á árinu 2007 og þætti ýmsum ágætt. Hins vegar er um 28% samdrátt að ræða miðað við árið 2006 auk þess sem arðsemi eigin fjár dróst saman um 20 prósentustig á árinu, fór úr 39,4% í 19,3%. Afkoma bankans á fjórða ársfjórðungi var 2,5 milljarðar, langt undir væntingum greiningar- deilda og 73% minni en á sama árs- fjórðungi árið áður. Þess skal getið að Glitnir birti ein- ungis rekstrar- og efnahagsreikning í gær en fékk leyfi til að fresta birtingu sjóðstreymis og skýringa með reikn- ingunum. Ástæðan er sögð vera aukin upplýsingagjöf bankans sem ekki hafi náðst að klára á tilsettum tíma. Bankinn segir tekjur af kjarna- starfsemi sinni traustar og hafa auk- ist um 36% á milli ára. Hreinar vaxta- tekjur Glitnis jukust um 5,4% frá fyrra ári, en þrátt fyrir mikla aukn- ingu vaxtatekna þá var aukning vaxtagjalda hlutfallslega heldur meiri. Hreinar þóknunartekjur juk- ust um 42% og námu 37,6 milljörðum en lítil aukning var á fjórða ársfjórð- ungi. Þá drógust hreinar fjármuna- tekjur saman um rúman helming, langmest þó á fjórða ársfjórðungi en þá voru þær neikvæðar um 2,3 millj- arða. Kostnaðarhlið rekstrarins stingur         3 4  3 4 "+ &   /  ! 5          !  ! 6   "+ & 3  #! !" "#  01 (    ! '!$ '! 23 * !% + 3+ $! 7!$ 23 3. !$ " 3    ( & 8"  8"#    95: ; #&/*      CFG ! !%  !% $*4 /  ! '!% 25 . $!$ 5* - %!$ 7! .- *++ '!% #" CCGHDG !%! !$ +$4 /  C  !"#"  ! C DCJI D soffia@mbl.is Uppgjör Glitnir SEINNI hluti síðasta árs var Straumi-Burðarási fjárfestingar- banka erfitt eins og flestum öðrum fjármálafyrirtækjum. Tap á fjórða ársfjórðungi nam 0,6 milljónum evra og var það nokkuð undir spám grein- ingardeilda, sem höfðu gert ráð fyrir um 15 milljóna evra hagnaði á tíma- bilinu. Hagnaður yfir árið 2007 í heild sinni nam tæpum 163 milljón- um evra, eða um 15,6 milljörðum króna á núvirði, en árið 2006 nam hagnaður bankans 515 milljónum evra. Hagnaðurinn varð nær allur til á fyrri helmingi ársins, en á þriðja ársfjórðungi 2007 var hagnaður 0,2 milljónir evra. Aukning vaxtatekna Munur á hagnaðartölum milli ára skýrist að mestu af erfiðum mark- aðsaðstæðum og kemur það berlega í ljós í mun minni gengishagnaði bankans í fyrra en árið áður. Þó vann Straumur að því á árinu að minnka hlutdeild sína í hlutabréfum. Þá hef- ur stöðugur vöxtur verið í vaxta- og þóknunartekjum sem er í samræmi við áætlanir og væntingar stjórnar bankans um aukna tekjudreifingu bankans, bæði landfræðilega og hvað varðar tekjustofna. Þessari vinnu verður haldið áfram á þessu ári og er ætlunin að nýta til fulls þá möguleika sem felist í stærra starfssvæði og byggja á styrk eQ og Wood, tveggja félaga sem Straumur keypti í fyrra. Þá er ætlunin að auka umsvif eignastýringar Straums og þróa áfram nýja starfsemi á vegum Straumur Capital Management. Hreinar vaxtatekjur námu 68,8 milljónum evra eða 20,9% af rekstr- artekjum og jukust um 61,8% á milli ára. Hreinar þóknunartekjur námu 131,3 milljónum evra eða 39,8% af rekstrartekjum og jukust um 55,5% á milli ára. Gengishagnaður dróst saman um 71,6% og var 111,4 millj- ónir evra. Eignir bankans jukust um 63,7% á milli ára og voru í árslok 2007 rúmir 7,14 milljarðar evra. Eig- ið fé var 1,57 milljarðar og hafði auk- ist um tæp 5%. Arðsemi eigin fjár hjá Straumi var 11,3% í fyrra en var 42% árið áður. Straumur und- ir væntingum Vægi vaxta- og þóknanatekna eykst Árvakur/Golli Tekjudreifing William Fall segir tekjur Straums dreifðari en áður.  $   $ %& '   (       3 4  3 4 "+ &   /  ! 5          !  ! 6   "+ & 3  ## !" "#  01 (    !  < < -$  < 22$* < %< 3$ '<%   3    ( & 8"  8"#    95: ; #&/*      IDHKF $!$'< !$'<$ *2$54 < $<' < .*$+ '< +*3$5 $< <' .5*$5 < GDLIK !'< ! <% 25$-4 <  C  !"#"  ! C DCJI D Uppgjör Straumur-Burðarás bjarni@mbl.is LÁRUS Welding, forstjóri Glitnis, segir vöxt í hreinum vaxta- og þóknunartekjum á árinu 2007 ánægjulegan auk þess sem inn- lánasafn bankans sé traust og vel dreift. „Við viljum auka innlánin en erum jafnframt ánægð með að vera með nokkuð jafna fjármögnun á bankanum.“ Hann segir Glitni með sex milljarða evra í lausu fé. Þá sé tekjugrunnur bankans traustur. Um mikla aukningu launa og annars rekstrarkostnaðar segir Lárus fyrirtækið hafa gjörbreyst á milli ára með hinni stóru yfirtöku á FIM í Finnlandi auk fjárfestinga í mörgum verkefnum. Starfs- mönnum Glitnis hafi fjölgað um hátt í 600 manns, þar af rúmlega 300 með yfirtökunni á FIM. „Við trúum því að í þessu liggi viss fjár- festing,“ segir Lárus og bendir enn- fremur á að einskiptiskostnaður sé um 3,5 milljarðar á árinu. Þó verði að viðurkennast að stjórnendur séu ekki fullsáttir við nokkra kostnaðarliði sem hafi fallið til á fjórða ársfjórðungi. „Það er ekkert eitt sérstakt heldur nokkrir liðir sem detta þarna inn. Við verð- um að horfast í augu við það og taka fast á því. Fyrirtækið er stórt og við fórum í vissar skipulags- breytingar sem munu hafa skýr áhrif á reksturinn,“ segir hann. „Við höfum sterka lausafjárstöðu og þess vegna jafnan með mikið fé til skammtímaávöxtunar. Ávöxtun þessa lausafjár var neikvæð á tíma- bilinu um fimm milljarða vegna óhagstæðra markaðsaðstæðna. Þetta er þróun sem gæti gengið til baka að miklu eða öllu leyti þegar markaðir ná jafnvægi á ný.“ Ekki sáttur við aukinn kostnað : ;    ; 6 <=>  $?&@ @ - $234   3!                   !  " #$ % &'( %     ) * #   % $ % + ( ,-./0 , ! 1 2 3 3  (4! 5  5!  2&6.  678 ('   ' 9 4  '-( ( !-:     #    ; 4  &'( %'   0<(   4## # !22  =  2  $ 7- 8&9  >(  4 ! !>  % ! 2  .  ":  . & &&      && & &    & &  &   & & &   &    & &                                                            =2   % #  2? % #@ ) ,  7AB7BCD6 C7EE8DBE 666DDE AD8AB6E  7BD7E 8CD8D8 6BB88CABB7 7C68 68A78C6 D8AD8B6D 786DDBD7 CD6CEE A7A788D 1 C66BBB 68EAA AD886 1 C677CEDC 7BC 1 1 1 1 C8AABBB 1 1 F8 8CFBB C6FD7 CCFC BFCB 6BFAB DF6B D7CFBB 6CFDB EEF DF66 CAF 8F E8F CFEA 7F7 CDF8B C8BFBB ABFBB CFBD C67FBB 6FAD 6F 1 1 66A8FBB 1 1 F7B 8CF6B C6F CCFCE BF 6CF DF88 D7FBB 6CF EEFEB DF6D CAF68 8FEB E7FBB CFE7 7FD6 CEBF8B C8EDFBB A6AFBB CFB CACFBB 6F8 1 1 1 6688FBB CBFBB 7F8B  % 2   C AB 8A 8E EB CA D C E  8E D 7 1 6 8 E 1 AB  1 1 1 1 C 1 1 G #(  # 2 ( 2 ECBB ECBB ECBB ECBB ECBB ECBB ECBB ECBB ECBB ECBB ECBB ECBB ECBB ECBB 8CBB ECBB ECBB ECBB CBB ECBB ECBB 8CBB ECBB 7CBBD BBD ECBB 8CBB CACBB /+H /+H  & ( ( I I /+H =H   & ( ( I I G9J ( 0 % K    & ( ( I I , GH &  ( ( I I /+H C8 /+H7AB & &&   ( ( I I ● UPPGJÖR íslensku bankanna, Landsbankans, Glitnis og Straums, sýna fram á aukna landfræðilega dreifingu og breiðara vöruúrval auk þess sem fjármögnunarvandamál virðast engin, segir í frétt Financial Times í gær. Blaðið segir að íslensku bankarnir finni vissulega fyrir óróanum á al- þjóðamarkaði en fátt bendi til þess að þeir muni eiga í verulegum erf- iðleikum með að fjármagna sig þrátt fyrir að lánskjör þeirra hafi versnað til muna. Bankarnir standi því nokk- uð vel miðað við aðstæður. Bankar í góðum gír

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.