Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 -10:10 I AM LEGEND kl. 8 B.i.14 ára ENCHANTED m/ensk u tali kl. 5:50 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 10:20 Síðustu sýningar B.i.16.ára VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA TOM HANKS, JULIA ROBERTS OG PHILIP SEYMOR HOFFMAN FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI GAMANSÖMU MYND SEM BYGGÐ ER Á RAUNVERULEGUM ATBURÐUM. TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI -S.M.E., Mannlíf eeeee - S.S. , X-ið FM 9.77 eeee - G. H., FBL eeee eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐSÝND Í ÁLFABAKKA CLOVERFIELD kl. 6 - 8 - 10 B.i.14 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 8 - 10:20 B.i.12 ára MICHAEL CLAYTON kl. 5:40 - 8 B.i.7 ára THE GAME PLAN kl. 5:50 LEYFÐ NATIONAL TREASURE 2 kl.10:30 B.i. 12 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.12 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.12 ára LÚXUS VIP THE GAME PLAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ NATIONAL TREASURE 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á STÆRSTA JANÚAROPNUN SÖGUNNAR Í BANDARÍKJUNUM! eee - S.V, MBL eee - DÓRI DNA, DV „Myndin er meinfyndin“ „Philip Seymour Hoffman fer á kostum í frábærri mynd“ - T.S.K. 24 STUNDIR É g stend inni á Sirkus, gjörsamlega troðfullum Sirkus, en ég kannast ekki almennilega við mig. Það er líklega vegna þess að ég er algerlega alls- gáður, líklega í fyrsta skipti á Sirk- usferlinum og nú er orðið ljóst að það verður einnig í það síðasta. Ástæðan fyrir því að Bakkus bróðir var skilinn eftir heima var sú að ég var kominn í vinnuna, gerði sjálfan mig í samstarfi við aðra út af örkinni til að draga inn Sirkusandann í síðasta sinn og koma nokkrum hugleiðingum um þetta frægasta brynningarkar Íslandssög- unnar niður á blað. Við komum betur að því síðar hvort Sirkus hafi einfald- lega verið góður staður til að drekka sig fullan á eða þá til að fylla sig af andagift og hugmyndum (og síma- númerum). Blanda af þessu tvennu myndi ég ætla, og það góða jafnvægi sem var þar á milli var kannski lykill- inn að þeim vinsældum sem stað- urinn naut. Rífum helvítið Þetta kvöld, síðasta laugardags- kvöld, var ekki dæmigert Sirk- uskvöld. Helgin fór undir svokallaða Látíð, og tróðu tugir hljómsveita upp dag sem dimma nátt. Eiginlega allar þær samtímasveitir sem eitthvað hef- ur kveðið að í útrásarlegri, listrænni eða neðanjarðarlegri vigt komu þarna fram og sýndi það glöggt hversu öflugur og mikilvægur stað- urinn hefur verið sem einslags fé- lagsmiðstöð þessa hóps. Sirkus var á sínum tíma, rétt fyrir aldamót, opnaður sem rauðvínsbar að frönskum sið. Ætlaður sem slak- andi, spektarlegur staður þar sem hægt væri að sitja í ró og næði, dreypa á rauðvíni og skrafa og skeggræða. Ég mætti opnunardag- inn man ég, og drakk eitt stykki rauðvínsglas eins og mælst var til. Þótti það samt nokkuð kenjótt verð ég að viðurkenna. Mig langaði frekar í bjór. Svo var víst um fleiri því að á fremur skömmum tíma var stað- urinn, sem mátti eiga það skuldlaust að hann var ansi kósí og skemmti- legur, hertekinn af ölþyrstum lista- spírum og rokkurum en stór hluti hópsins var búinn að vera á hálf- gerðum vergangi eftir að Bíóbarnum hafði verið lokað, annar vinsæll bar sem var nokkra metra frá Sirkus (þar er Hótel Klöpp í dag). Ekki var nú mikið æmt eða skræmt þegar fyrir lá að það ætti að loka þeim ágæta sam- komustað, en líkt og með Sirkus gat maður gengið að góðum vinum og fé- lögum þar vísum. Slíkt myndar með tíð og tíma eitthvað sem hægt er að kalla stemningu þó að ekki sé hægt að líkja því við þann goðsögulega blæ sem Sirkus hefur á sér. Þegar Bíóbarnum var lokað man ég þó að ég fylltist áhyggjum. „Hvert förum við nú?“ hugsaði skemmt- anaglatt ungmennið. Ég gat hrein- lega ekki ímyndað mér að allt þetta fólk sem ég hafði unun af því að sletta úr klaufunum með myndi halda hóp- inn og færa sig í heilu lagi eitthvað annað. En viti menn … Á laugardaginn var ég mættur fyr- ir utan hurð kl. 00.30. Beið í röð í um tuttugu mínútur, nokkuð sem maður þrasar venjulega út af en svei mér þá, nú var þetta eiginlega bara doldil stemning (æ, ég lýg þessu nú). En inn fórum við og í Sirkustroðning í öðru veldi, og er þá nú mikið sagt. Þar sem ég nuddaðist samtímis utan í einar fimm manneskjur, og þrjár þeirra á kunningjastiginu, verður mér litið yf- ir til barsins og ég ræsi ósjálfrátt í gang nokkur minningabrot. Oftsinnis sat maður með þessum eða hinum slakur á barkantinum og lét vinnu- vikuna líða úr sér yfir ísköldu öli. Þegar leikar æstust var maður sokk- inn í hálftíma langt trúnó með ein- hverjum úti í dimmu horni, öskrandi upp í eyrað á honum að hann væri frábær, hann væri að gera góða hluti og jafnvel að manni þætti vænt um hann. Kannski er það einmitt þetta sem gerir minningar um bari svona ljúfa. Fólk þar inni er yfir höfuð glatt, opið og hresst og hvíslar styrkjandi og elskulegum orðum hvað að öðru, nokkuð sem maður heyrir ekki í grá- mósku vinnuvikunnar. Þegar horft er á staðinn, jafnt að utan sem innan, er harla ótrúverðugt að þar hafi þrifist þetta mikla líf. Að- alsvæðið, þar sem barinn sjálfur er, er á stærð við meðalstofu. Á efri hæð- inni er (á maður kannski að nota „var“) svona hálfgerð slökunarstofa, þar sem spjallið var stundað af meira kappi en niðri, enda hávaðinn minni þar. Og svo er það auðvitað garð- urinn góði, sem gerði Sirkus kleift að hleypa inn ógrynni manns, sér- staklega yfir sumartímann (og þeir sem nenntu ekki að bíða í biðröð gátu lagt út í smáævintýri og klifrað þang- að inn yfir veggi og girðingar). Þann- ig að … já … þegar allt er saman tek- ið, þá voru/eru kannski kjöraðstæður til að reka skemmtilegan bar einmitt í þessu húsi og á þessu svæði. Enginn efast a.m.k. um það að stemningin/ andinn þarna var einstakur en hvern- ig slíkt myndast og hvernig hann ná- kvæmlega hagar sér er erfitt að mæla út eða pinna niður. Þetta er bara eitthvað sem fólk finnur, en sannarlega þurftu fastagestirnir að koma úr ákveðinni átt. Norskir túr- istar í rauðum North Face-úlpum ráku nefið inn skelfingu lostnir og létu sig hverfa „med det samme“ á meðan aðrir, t.d. kunningjar mínir frá öðrum löndum, vildu hvergi ann- ars staðar vera. Algengt var að þeir vildu fara þarna hvert einasta kvöld og þannig var oft lítill munur á mánu- dögum og laugardögum hvað stemn- ingu varðaði. Er þá hægt að slá því föstu að það sé fyrst og síðast fólkið, fastagest- irnir, sem er stemningin? Eða hefur efnislegi hlutinn, steypuveggir, báru- járn og húsgögn, eitthvað að segja? Margir vilja einmitt meina að það spili inn í og fólk tengist dauðum hlutum sannanlega tilfinningabönd- um. Hús með sál Eftir að hafa troðist framhjá þess- um fimm sem ég nefndi áðan lá leiðin út í áðurnefndan garð, hreinlega til að ná andanum. Það hefur nú verið hist og her með opnun á honum, alltaf var rætt um að eitthvert leyfi vantaði og stundum var hann lokaður í nokkra mánuði, og svo opinn í nokkra, og svo … En nú var hann op- inn og ég var ósegjanlega glaður. Oft myndast fínasta stemning þar úti, auk þess sem auðvelt er að kasta af Röðin komin að Sirkus Staðurinn opnaði á sínum tíma, rétt fyrir aldamót, sem rauðvínsbar að frönskum sið. Árvakur/G.Rúnar Sigur Rós Hljómsveitin var ein þeirra sem kvaddi Sirkus með tónleikum um síðustu helgi. Skemmtistaðnum Sirkus verður lokað eftir nokkra daga. Menningarsögulegt sjálfsmorð seg- ir einn, skiptir engu segir annar. Arnar Eggert Thoroddsen, sem hefur marga Sirkusfjöruna sopið í gegnum tíðina, kíkti inn á Sirkus um síð- ustu helgi og leit hinn goðsögulega stað augum hinsta sinni. En var tár á hvörmum? Síðasta skálin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.