Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJÖLDI fólks lagði leið sína í Lista- safn Íslands í gærkvöldi þar sem haldið var upp á að 80 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Ís- lands sem markaði upphaf skipu- lagðs björgunar- og slysavarna- starfs á Íslandi. Hátíðin var öll hin glæsilegasta og voru m.a. rifjuð upp brot úr sögu félagsins sem geymir ófá atvik þar sem öflugur hópur sjálfboðaliða kom í veg fyrir slys og bjargaði mannslífum og verðmætum. Jafn- framt voru til sýnis björgunartæki og búnaður og skemmti karlakór- inn Þrestir gestum og gangandi með íðilfögrum söng. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt þá erindi, einnig Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, en sá síðarnefndi tilkynnti m.a. að ríkisstjórn Íslands hefði samþykkt að taka þátt í uppbygg- ingu sögusafns félagsins og verja til þess tveimur milljónum króna. Ljósmynd/Jón Svavarsson Fórnfýsi, dugnaður og ósérhlífni Haldið var upp á að 80 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands „ÞETTA var jafnvel jákvæðari fund- ur en oft hefur verið undanfarið en það er áframhaldandi vinna fram- undan,“ segir Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóa- félaganna, um kjaraviðræðurnar sem héldu áfram í gærmorgun. Fyrst og fremst er rætt um for- senduákvæði, þ.e. framlengingar- ákvæði samninganna, og virðist sem mál séu að skýrast í þeim efnum. „Menn eru að senda tillögur sín á milli en það skýrist betur [í dag] hvort þeim hluta sé hægt að koma í eitthvert framhald en þá er hægt að snúa sér að öðru. En þetta gengur svo sem hægt og er hálfgert tos,“ segir Sigurður. Undir orð hans tekur Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sem einnig fundaði með fulltrúum atvinnurek- enda. „Þetta er eitthvað að nuddast áfram en of snemmt er að segja hvað verður úr. Það er þó einhver hreyf- ing á málinu.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að miðað hafi ágætlega í viðræðum gærdagsins þó að ekki hafi náðst að klára að fara yfir for- senduákvæði samninganna. „En það er ákveðin von um að við höfum náð utan um það mál. Það er gott mál ef svo er en það reynir á það [í dag]. Við erum þó enn þá í skaflinum og heil- mikil vinna eftir. Það er bara þol- inmæðin sem gildir.“ Viðræðum miðaði ágætlega Búið að ná utan um forsenduákvæði? Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR Íslenskra orku- rannsókna (ÍSOR) unnu í sumar að skipulögðum jarðfræðirannsóknum á því svæði þar sem Sundagöng kunna að verða boruð. Að sögn Árna Hjartarsonar jarðfræðings, sem hafði yfirumsjón með rannsóknunum af hálfu ÍSOR, eru niðurstöður þess- arar ítarlegu forkönnunar þær að að- stæður til jarðgangagerðar teljast sæmilegar, bergið er víðast allþétt og engin umtalsverð leka- eða sprungu- svæði komu í ljós. „Leiðin er þokka- lega vel fær. Það var ekkert sem kom upp sem segir að þetta sé ekki hægt og að fara þurfi öðruvísi að verkefn- inu. Niðurstöðurnar gefa þannig grænt ljós á það að menn geti farið þessa leið,“ segir Árni. Á heimasíðu ÍSOR er tekið fram að aðstæðurnar séu taldar heldur lakari en í Hvalfjarðargöngum, þar sem ÍSOR annaðist einnig jarðfræði- rannsóknir. Spurður nánar um þetta segir Árni að styrkur bergsins sé heldur lakari. „Við áttum alveg von á því. Þegar miðað er við Hvalfjarðar- göngin þá er verið að miða við ein bestu og þægilegustu göng á land- inu,“ segir Árni og ítrekar að bergið í prófunum fyrir Sundagöng hafi reynst vel þétt. Frá Laugarnesi í Gufunes Að sögn Árna er jarðfræði Reykja- víkur nokkuð þekkt, hins vegar hafi fyrrgreind jarðgangaleið ekki verið könnuð sérstaklega fyrr. Aðspurður segir hann sl. sumar alls 13 kjarna- holur hafa verið boraðar með um 400 metra millibili, þar af var ein borhol- an úti í sjó. Að sögn Árna voru gerðar hita- og vatnsborðsmælingar, lektar- prófanir, kjarnagreining, hljóð- hraðamælingar, bylgjubrotsmæling- ar og berggæðamat. Jarðganga- leiðin, sem rannsökuð var, liggur frá Laugarnestanga og inn undir Laug- arnes og Laugarás upp af Sunda- höfn, sveigir svo að ströndinni við Klepp, þverar Elliðavog og endar í Gufunesi. Hönnunarferlið taki árið Á heimasíðu ÍSOR kemur fram að verði af framkvæmdunum megi gera ráð fyrir heilmiklu gangakerfi neð- anjarðar. Gert er ráð fyrir að tvenn hliðargöng komi til yfirborðs í grennd við Holtagarða og við Kletta- garða. Þau munu liggja á 60-70 metra dýpi undir voginum. Þetta verði tveggja akreina göng með ein- stefnu í hvorum hluta fyrir sig. Sam- tals verði allt ganganetið yfir 10 km. Spurður um næstu skref segir Árni menn nú bíða niðurstöðu um- hverfismats sem væntanleg sé í næsta mánuði, en eins og kunnugt er samþykkti borgarráð á dögunum að Sundabraut verði lögð í göngum frá Laugarnesi í Gufunes, með eðlileg- um fyrirvara um niðurstöður um- hverfismats. Ákvörðun ríkisstjórnar- innar um fyrirkomulag brautarinnar liggur hins vegar ekki enn fyrir. Að sögn Árna má búast við því að hönn- unarferli ganganna taki árið, enda að mörgu að huga, eins og gerð for- skála, hönnun lagna í göngunum, lýs- ingu, loftræstingu, dælingu og um- ferðarstýringu, svo fátt eitt sé nefnt. Segir niðurstöður jarðfræði- rannsókna gefa grænt ljós Bergið allþétt og engin umtalsverð sprungusvæði                                                    Í HNOTSKURN »Alls voru boraðar 13kjarnaholur á um 400 metra millibili á þeirri leið þar sem ætlunin er að leggja Sundagöng. »Ráðgert er að göngin muniliggja á 60-70 metra dýpi undir Ellliðavoginum. »Borgarráð hefur samþykktað Sundabraut verði lögð í göngum frá Laugarnesi að Gufunesi með eðlilegum fyr- irvara um niðurstöður um- hverfismats. EIGENDUR HydroKraft Invest, fjárfestingarfélags á vegum Landsbankans Vatnsafls og Landsvirkj- unar Power, hafa sam- þykkt að leggja félaginu til allt að 10 milljarða króna eigið fé eftir því sem fjárfestingarverkefni á næstu árum gefa tilefni til. Að sögn Stefáns Péturssonar, sem ráðinn hefur verið fram- kvæmdastjóri HydroKraft Invest, hefur félagið frá stofnun þess fyrir tæpu ári verið að leita tækifæra á al- þjóðavettvangi. Aðallega hefur verkefna verið leitað í Suðaustur-Evrópu og eru nokkur mál þar til skoð- unar nú. Segir Stefán helst hafa verið leitað fanga í Búlgaríu, Rúmeníu og Tyrklandi. Í þeim löndum sé mikið af ónýttu vatnsafli og eft- irspurn gríðarleg eftir endurnýj- anlegri orku. Aðalfundur HydroKraft fór fram í byrjun vikunnar þar sem kjörin var ný stjórn. Formaður er Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, en aðrir fulltrúar bankans eru Ívar Guðjónsson og Pétur Örn Sverrisson. Frá Landsvirkjun koma Bjarni Bjarnason, sem er varaformaður stjórnar, Friðrik Sophusson og Björn Stefánsson. Félagið var stofnað um miðjan febrúar á síðasta ári með það að markmiði að fjárfesta í verkefnum á erlendri grundu sem tengdust endurnýjanlegri orkuvinnslu með áherslu á vatnsafl. Hvor aðili um sig, Landsbankinn og Lands- virkjun, lögðu þá til tvo milljarða króna í hlutafé. Fram kom á blaða- mannafundi að ráðgert væri að skrá félagið á erlendan hlutabréfa- markað. Stefán Pétursson hefur sem kunnugt er verið fjármálastjóri Landsvirkjunar undanfarin ár. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA- gráðu frá Babson College í Boston. Leggja 10 milljarða í HydroKraft Stefán Pétursson ♦♦♦ ÓLAFUR F. Magnússon, ný- kjörinn borgar- stjóri, hefur tekið þá ákvörðun að sækja ekki höfuð- borgaráðstefnu í Stokkhólmi dag- ana 30. janúar til. 1. febrúar nk. Í til- kynningu frá skrifstofu borgar- stjóra segir að Ólafur vilji frekar ein- beita sér að mikilvægum verkefnum sem bíða á vettvangi borgarinnar og kynna sér mál þar sem hann er nýtek- inn til starfa. Þýðingarmikið sé að skapa festu og góðan vinnufrið hjá Reykjavíkurborg eftir atburðina und- anfarna daga. Borgarfulltrúarnir Hanna Birna Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Gunnar Eydal, fyrrver- andi skrifstofustjóri borgarstjórnar, sækja ráðstefnuna í Stokkhólmi. Sækir ekki höfuðborga- ráðstefnu Ólafur F. Magnússon HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur úrskurðað erlendan karlmann í gæsluvarðhald til 1. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu. Maðurinn var staðinn að verki við innbrot í ljósmynda- vöruverslun í Hafnarfirði en annar maður, sem var með honum, komst undan og er hans leitað. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns hefur sá fyrrnefndi að mati lögreglu ekki gert næga grein fyrir ferðum sín- um hér á landi að undanförnu en hann hefur ekki stundað hér vinnu. Gæsluvarðhald vegna þjófnaðar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.