Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 35 Krossgáta Lárétt | 1 veiðarfærið, 8 súld, 9 álíta, 10 þreyta, 11 skrika til, 13 orða- senna, 15 hræfugla, 18 snauta, 21 lipur, 22 smá, 23 svipað, 24 ert- ing í húð. Lóðrétt | 2 gömul, 3 senna, 4 hljóðaðir, 5 vondum, 6 mynni, 7 álka, 12 viðkvæm, 14 fag, 15 málmur, 16 lengdareining, 17 fisk- ar, 18 lítinn, 19 kvenna- fns, 20 mjög. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bágur, 4 felds, 7 töflu, 8 ljótt, 9 sál, 11 röng, 13 sili, 14 ásett, 15 holt, 17 ólán, 20 ugg, 22 kæfir, 23 und- ið, 24 rúðan, 25 tjara. Lóðrétt: 1 bætur, 2 gufan, 3 raus, 4 full, 5 ljósi, 6 sætti, 10 ágeng, 12 gát, 13 stó, 15 hokur, 16 lofuð, 18 lydda, 19 naðra, 20 urin, 21 gust. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú leitar í spennu. Hún felst í litlu hlutunum, eins og forvitni og gleðinni við að leika nýjan leik. Einstæðir ættu að vera á verði: ástin mun auðveldlega koma þeim til að hlæja. (20. apríl - 20. maí)  Naut Allir leita til þín í dag. Fólk heldur að þú hafir réttu svörin – og það er rétt. Ef þú gætir bara klónað þig og sinnt fleir- um! Það má líka segja nei. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert í skrýtnu skapi og hagaðu þér þá bara skringilega. Þér finnst kannski betra að gera hlutina aftur á bak, eða á annan óvenjulegan máta. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vertu með skemmtilega fólkinu. Svo virðist sem vandamál hjartans séu ekki alvarlegri en það að á þeim megi sigrast með réttu tónlistinni, góðum mat og fjörugum félagsskap. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ef þú gagnrýnir sjálfan þig á upp- byggilegan hátt verður vinnan þúsund sinnum betri en þegar þú byrjaðir. Klapp- aðu sjálfum þér á bakið, eða leyfðu öðrum að gera það. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Áreiðanleiki er mjög aðlaðandi. Andstætt viðhorfinu hér-í-dag-farinn-á- morgun fer hann aldrei úr tísku. Einhver fellur kylliflatur fyrir þessum klassíska eiginleika þínum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Stjörnurnar senda þig aftur til skóla- áranna. Í skólastofu lífsins ertu stundum kallaður upp þegar þú réttir upp hönd en líka þegar þú gerir það ekki. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Réttu hjálparhönd þar sem hennar er þörf. Sérstaklega ef vandinn er ekki hluti af vinnu þinni. Þegar fólk þarfn- ast þín nýtur þú þín hvað best. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þótt þú sjáir engar framfarir, skaltu halda áfram með planið. Framtak þitt skilar árangri á mörgum sviðum en að því kemstu eftir á. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Vanalega heldurðu öllum per- sónulegum fréttum og smáatriðum fyrir sjálfan þig. En í dag vilja allir vita hvað gerir þig svona ofsalega glaðan. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Spánskt máltæki segir: „Þar sem ég beitti þig óréttlæti, hefur mér aldrei líkað við þig.“ Ekki gera alltaf ráð fyrir að þú ruggir bátnum í sambandinu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Góð sambönd koma til góða. Fjöl- skyldan, vinir og félagar mæla með þér við rétta fólkið. Gott orðspor er betra en peningar á bankabók. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 c6 5. e3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. e4 Rxe4 8. Rxe4 dxe4 9. Dxe4 e5 10. c5 Bc7 11. dxe5 Rxc5 12. Dc4 De7 13. Bg5 Ba5+ 14. Kd1 Dd7+ 15. Kc1 Bb6 16. Be2 0-017. Hd1 Dg4 18. Be3 Be6 19. Dxg4 Bxg4 20. h3 Be6 21. Rg5 Bd5 22. Bf3 Hac8 23. Bxd5 cxd5 24. Kb1 Hfd8 25. Rf3 Re4 26. Rd4 He8 27. a4 Hxe5 28. a5 Bc5 29. Ha4 Hee8 30. Hd3 g6 31. Hb3 b6 32. Rb5 a6 33. Ra7 Hb8 34. Rc6 Hb7 35. axb6 Bxe3 36. Hxe3 Hxb6 37. Rd4 Hc8 38. Ka2 Rxf2 39. Ha5 Staðan kom upp á atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Odessa í Úkraínu. Rússneski stórmeistarinn Alexander Grischuk (2711) hafði svart gegn Ana- toly Karpov (2655). 39. … Hxb2+! 40. Kxb2 Rd1+ 41. Kb3 Rxe3 42. g4 Hc4 svartur hefur nú þrem peðum yfir og innbyrti hann vinninginn í 69. leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Ferðin nýtt. Norður ♠865 ♥43 ♦KG108 ♣9754 Vestur Austur ♠10942 ♠G3 ♥109 ♥DG7 ♦974 ♦Á653 ♣KDG6 ♣Á1082 Suður ♠ÁKD7 ♥ÁK8652 ♦D2 ♣3 Suður spilar 4♥. Bókin blasir við í vörninni – slagur á lauf, annar á ♦Á og allavega einn á tromp. Sagnhafi verður augljóslega að slá því föstu að trompið brotni 3–2, en hvað með spaðann? Þarf hann að koma 3–3 eða er von eins og legan er? Vestur spilar út ♣K og aftur laufi. Tígullinn dugir aðeins í einn slag, því austur mun að sjálfsögðu dúkka einu sinni. Hins vegar gefur liturinn innkomu í borð, sem hægt er að nýta skynsamlega. Sagnhafi trompar síð- ara laufið og tekur tvo slagi á ♠ÁK. Spilar tígli á tíuna og austur gefur réttilega. Ferðin inn í borð er notuð til að spila nú spaða að D7. Sú spila- mennska setur austur í vanda. Hann græðir ekkert á því að trompa og hendir líklega tígli. Suður tekur á drottninguna og stingur spaðasjöuna með hundi í borði. Það er endurtekið efni í austur – hann getur yfirtromp- að en hagnast ekkert á því. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Sjónvarpsstjarnan bandaríska, Hayden Panettiere,gekk á fund sendiherra Íslands í Washington til að ræða við hann um hvalveiðar. Hver er sendiherrann? 2 Hvað heitir rafræna sjúkraskrárkerfið sem efasemdirhafa vaknað um hvort nothæft sé? 3 Hvað heitir nýja húsið í Reykjanesbæ sem á að hýsam.a. tónlistarskóla og Poppminjasafnið? 4 Hvaðan var myntin forna sem fannst í Faktorshúsinuí Djúpavogi? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Ólafur Elíasson myndlistarmaður vinnur að verki fyrir listaskóla í New York. Hvað kallast verkið? Svar: Raunveruleikaþingið. 2. Þrettánda bensínstöð Atlantsolíu hefur verið tekin í notkun. Hvar? Svar: Í Borgarnesi. 3. Nikola Karabatic var kjörinn besti leikmað- urinn í EM í handknattleik. Hvaðan er hann? Svar. Frakklandi. 4. Örn Arnarson á nú öll Norðurlandametin í ákveðinni sundaðferð? Hverri? Svar: Baksundi. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Theódór dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR Í ANNAÐ sinn í 70 ára starfi ITC- samtakanna (upprunalega Toastmi- stress International eða Málfreyjur, á Íslandi) hafa samtökin nú skipt um merki og heiti og heita nú POWERtalk International. Í fréttatilkynningu segir að sam- tökin séu nútíma alþjóðlegur fé- lagsskapur sem býður upp á nám- skeið og markvissa þjálfun í mál- flutningi, félagsmálum, fundar- sköpum og mannlegum samskipt- um með nýju og skemmtilegu námsefni þar sem allir geta lært listina að láta sér líða vel í ræðu- stólnum og meira að segja haft gaman af. Í Landssamtökum ITC - POWER- talk International á Íslandi, www.simnet.is/itc, starfa 10 deild- ir. Sérstakir kynningarfundir deilda eru í janúar en gestir eru ávallt velkomnir á fundi án allra kvaða. Tölvupóstfang powertalk- @simnet.is. Alþjóðleg samtök skipta um nafnNÆSTA mán- uðinn munu fulltrúar frá Félagi ís- lenskra hjúkr- unarfræðinga ferðast um landið þvert og endilangt og halda fundi með fé- lagsmönnum sínum til að fara yfir og ræða málefni komandi kjarasamninga. Þar gefst hjúkr- unarfræðingum frá öllum lands- hlutum tækifæri til að ræða sín málefni við FÍH og skiptast á skoðunum. Hjúkrunarfræðingar starfa víðs vegar og berjast á mörgum víg- stöðvum fyrir bættri heilsu lands- manna. Það verður því spennandi að fylgjast með þessum fundum og ræða mismunandi áherslur og málefni sem brenna á hjúkrunar- fræðingum. Nánari upplýsingar um ferða- lagið er að finna á vefsíðunni www.hjukrun.is. FÍH allan hringinn FYRIRLESTUR Péturs Gunnars- sonar rithöfundar verður haldinn í Kennaraháskóla Íslands í dag, mið- vikudag, í salnum Skriðu (gengið inn frá Háteigsvegi) kl. 16. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: „Þú ert að verða of seinn í skól- ann!“ Aðgangur er ókeypis og öll- um opinn. Fyrirlestrinum verður einnig sjónvarpað á slóðinni www.sjonvarp.khi.is og verður hann aðgengilegur á sömu slóð eft- ir útsendingu. Fyrirlestur í KHÍ ÁLAGNINGARSEÐILL fasteigna- gjalda í Reykjavík hefur nú verið birtur í Rafrænni Reykjavík á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Þar geta fast- eignaeigendur nú nálgast seðilinn á rafrænu formi. Þar er einnig hægt að óska eftir boðgreiðslum við innheimtu fasteignagjalda. Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað 24. janúar sl. að lækka hlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði úr 0,225% í 0,214% vegna ársins 2008. Reykjavíkur- borg sendir um 60 þúsund álagningarseðla til fasteignaeig- enda ár hvert og nú eru þeir í fyrsta sinn aðgengilegir á raf- rænu formi. Mikil áhersla er lögð á að borgin bjóði upp á umhverf- isvæna þjónustu og má geta þess að álagningarseðlar verða í ár prentaðir á vottaðan umhverfis- vænan pappír, segir í tilkynningu. Rafræn Reykjavík er einka- svæði íbúa á vef Reykjavíkur- borgar og ein þriggja gagnvirkra þjónustugátta Reykjavíkurborg- ar. Borgarbúar geta sótt um ýmsa þjónustu, ráðstafað frí- stundastyrk og bókað sumarnám- skeið ÍTR fyrir börn svo eitthvað sé nefnt í gegnum Rafræna Reykjavík. Einnig geta íbúar fylgst með afgreiðslu tiltekinna mála og samskiptum við starfs- menn borgarinnar á „sínum síð- um“. Álagningar- seðlar aðgengi- legir á netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.