Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ EINN umsækjenda um starf ferða- málastjóra fékk þær upplýsingar úr iðnaðarráðuneytinu að þar hefði ver- ið ákveðið að starfinu ætti að gegna frá Reykjavík en viðkomandi vildi hafa aðsetur á starfsstöð Ferðamála- stofu á Akureyri ef hann yrði ráðinn. Ráðherra segir svarið ekki frá sér komið og ekki hafa heyrt af því fyrr en eftir á. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG og fjórði þingmaður Norð- austurkjördæmis, beindi á Alþingi í gær fyrirspurn um þetta mál til iðn- aðarráðherra, sem frá áramótum fer einnig með ferða- og byggðamál. Ráðherrann, Össur Skarphéðinsson, sagðist í svari sínu við spurningu Steingríms geta verið ærlegur og lýsti því yfir að hann hefði fyrst frétt hvernig ráðuneytið svaraði þegar hann fékk erindi um málið frá Ey- þing, Sambandi sveitarfélaga í Eyja- firði og Þingeyjarsýslum. Sér þætti miður að svo hefði verið svarað en þetta tiltekna mál hefði engin áhrif haft á það hvern hann réð til starf- ans. Össur sagðist hins vegar telja að alveg hefði komið til greina að þessu starfi væri hægt að sinna frá Akur- eyri. Hann lýsti því yfir að yfirstjórn stofnana gæti vel verið úti á landi, ekki síst þeirra sem þar væru með stórar starfsstöðvar. Össur Skarphéðinsson Gæti setið á Akureyri Steingrímur J. Sigfússon REKSTUR Íslenskra verðbréfa hf. gekk mjög vel á árinu 2007, skv. upp- lýsingum frá fyrirtækinu en þetta var það besta í 20 ára sögu félagsins. Hagnaður fyrir reiknaðan tekju- skatt nam 520 milljónum króna og eftir reiknaðan tekjuskatt var hagn- aðurinn 426,6 milljónir króna. Arð- semi eigin fjár félagsins var 136,7% á árinu. Íslensk verðbréf hf. eru sérhæft fjármálafyrirtæki á sviði eignastýr- ingar. Félagið stýrir rúmlega 92 milljörðum króna fyrir viðskipta- menn sína sem eru m.a. lífeyrissjóð- ir, tryggingarfélög, fyrirtæki, sveit- arfélög og einstaklingar. „Vöxtur Íslenskra verðbréfa hf. var mikill á síðasta ári og svo hefur raunar verið á undanförnum árum. Eignir í eignastýringu jukust um- talsvert á árinu og að sama skapi fjölgaði viðskiptavinum verulega,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. Hjá Íslenskum verðbréfum starfa nú tuttugu starfsmenn sem hafa mikla og langa reynslu af því að starfa á verðbréfamarkaði. „Íslensk verðbréf hafa lagt ríka áherslu á faglega og jafnframt per- sónulega þjónustu. Samkvæmt nið- urstöðum viðhorfskönnunar á síð- asta ári voru 95% fagfjárfesta ánægð eða mjög ánægð með samskipti við starfsfólk Íslenskra verðbréfa og einnig kom fram að yfir 95% fagfjár- festa telja Íslensk verðbréf yfir með- allagi eða framúrskarandi í stýringu skuldabréfa,“ segir ennfremur í til- kynningu frá ÍV. Sævar Helgason, framkvæmda- stjóri Íslenskra verðbréfa, er mjög ánægður með afkomu félagsins á árinu 2007. „Rekstrarárangur fé- lagsins á árinu 2007 er sá besti frá stofnun, þess en síðan eru tuttugu ár. Við getum ekki annað en verið af- ar sátt við þessa niðurstöðu, ekki síst þegar horft er til erfiðra markaðs- aðstæðna undir lok ársins.“ Sævar segir að styrkur félagsins felist í þeirri sérstöðu sem það hefur skapað sér og þeirri stefnu að vera sérhæft eignastýringafyrirtæki. „Þá hefur félagið yfir afbragðs góðu starfsfólki að ráða sem kann sitt fag. Allt hefur þetta skilað þeim frábæra árangri sem við náðum í rekstri fyr- irtækisins á síðasta ári,“ segir Sævar Helgason. Besta rekstrarár Íslenskra verðbréfa Félagið stýrir rúmlega 92 milljörðum fyrir viðskiptavini sína Árvakur/Skapti Hallgrímsson Besta árið Sævar Helgason framkvæmdastjóri: Getum ekki annað en verið sáttir, ekki síst þegar horft er til erfiðra markaðsaðstæðna undir lok ársins. Í HNOTSKURN »Fyrirtækið var stofnað 1987og er eina fjármálafyrirtækið sem er með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Stærstu hluthfar eru Íslensk eignastýr- ing, Sparisjóður Norðlendinga og Lífeyrissjóður Norðurlands. BJÖRN Snæ- björnsson, for- maður verka- lýðsfélagsins Einingar-Iðju í Eyjafirði, segist langþreyttur á að bíða eftir að- gerðum sem kynntar voru til sögunnar sem mótvægi við nið- urskurð þorskkvóta. Björn segir gott að framkvæmdum við leng- ingu flugbrautarinnar á Akureyri verði flýtt en sú framkvæmd gagn- ist ekki þeim sem nú eru að missa vinnuna, sumir með áratuga reynslu í fiskvinnslu. Aðgerðirnar beinast fyrst og fremst að litlum byggðarlögum, fjærst höfuðborg- arsvæðinu. „Ég spyr, hvað með Eyjafjarðarsvæðið? Að mínu mati hefur svæðið orðið mikið til út- undan í þessu sambandi og það litla sem hefur verið gert virkar ekki sem skyldi,“ segir Björn á heima- síðu verkalýðsfélagsins. Hvað með Eyjafjörð? Björn Snæbjörnsson Í FYRIRLESTRI á Félagsvísinda- torgi í Háskólanum á Akureyri í dag fjallar dr.Vanja Kljajevic um nýjar rannsóknir á sviði taugavís- inda sem varpa betra ljósi á hlut- verk Broca-svæðis í málframsetn- ingu. Broca-svæðið hefur verið tengt við almenna málframsetn- ingu annars vegar og við mun sér- hæfðara hlutverk tengt setninga- byggingu hins vegar. Fyrirlestur- inn hefst kl. 12 og verður í stofu L 201 á Sólborg. Um hlutverk Broca-svæðis AKUREYRI Í BÍGERÐ er að byggja tvær hæðir ofan á Tollhúsið við Tryggvagötu og er stefnt að útboði framkvæmdar- innar í kringum áramót 2008-2009. Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir stækkunina munu verða viðbót við hús- næði tollstjóraembættisins. „Tollstjórinn þarf bara stærra húsnæði,“ segir Óskar. „Hann er í húsinu og annaðhvort þurfti hann að flytja úr miðbænum í stórt hús eða þá að stækka þetta. Og niðurstaðan varð að halda tollstjóranum í miðbænum,“ segir Óskar. Tvær hæðir verða byggðar ofan á húsið og við það mun húsnæði tollstjóra stækka um u.þ.b. 2.000 fer- metra. Hönnunarvinna er að fara í gang og að sögn Óskars verður útboð öðru hvorum megin við næstu ára- mót. „Við ættum að ná að bjóða þessa framkvæmd út fyrir áramót,“ segir hann, „og hún er af stærðargráð- unni um 800 milljónir, samkvæmt fyrstu áætlunum.“ Að sögn Óskars stóð til að gera Kolaportið, sem er þarna í sama húsi, að bílastæðahúsi á tveimur hæðum. Það átti að gera með millilofti og rampa upp svo hægt væri að keyra upp á bílastæðin á efri hæðum. Kolaportið verður áfram Fram kom hins vegar í Morgunblaðinu í síðustu viku að framtíð Kolaportsins í núverandi mynd hefði verið tryggð með viljayfirlýsingu Dags B. Eggertssonar og fjármálaráðuneytis. „Þá ætlar borgin að útvega ríkinu bílastæði annars staðar, gegn því að ríkið leigi áfram þetta húsnæði undir Kolaportið. Þá fengi ríkið bílastæði í þessum stóra bílastæðakjarna sem er í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið,“ segir Óskar. Að loknu útboði verður strax hægt að hefjast handa þar sem engin jarðvinna þarf að fara fram. Miðað við að allt gangi eins og best verður á kosið telur Óskar að hægt verði að flytja inn í viðbótarhúsnæðið á árinu 2010. Tvær hæðir ofan á Tollhúsið Hugmynd Tollhúsið eftir stækkun. Þeim megin sem sjá má skuggavarp (Geirsgötumegin) hefur verið bætt við tveimur hæðum ofan á húsið. Jafnframt má sjá tengingu yfir í núverandi hús Tryggvagötumegin. ÍRAFOSS, skip Eimskips, var dreg- inn að bryggju á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn sl. laugardag. Að sögn Níelsar Eyjólfssonar, skipaeft- irlitsmanns hjá Eimskip, bíður Íra- foss þess að fá nýtt stýri og verður tekinn í slipp að nýju um miðja næstu viku. Írafoss missti stýri á Norðfjarð- arflóa í byrjun janúar. Skipið fór beint í slipp eftir að það var dregið að austan, en þar sem tíma tekur að smíða nýtt stýri var ákveðið að setja það aftur á flot svo Slippurinn gæti notað sleðann á meðan. Miðbakkinn hefur ekki verið not- aður til vöruflutninga lengi en nokkuð algengt er að skip liggi þar á meðan þess er beðið að þau kom- ist í slipp auk þess sem þar er unnið að viðgerðum á skipum. Áratugir liðnir Áratugir eru liðnir síðan skip frá Eimskipafélaginu lagðist síðast að bryggju á Miðbakka, en árið 1971 var Eimskipafélagi Íslands úthlutað landi á og upp af Sundabakka. Á áttunda áratugnum byggði Eim- skipafélagið svo upp aðstöðu og hefur síðan verið með starfsemi við Sundahöfn. Árvakur/Árni Sæberg Bíður stýris við Miðbakka Miðbakki notaður til viðgerða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.