Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HVERS vegna ætti þjóð sem vill vera kristin og halda kristin gildum í heiðri að vilja hafa í námskrá grunn- skóla að starfshættir skólastarfsins skuli mótast af kristilegu siðgæði? Hver er ástæðan fyrir því að við ætt- um að taka upp önnur viðmið? Ekki veit ég hver höfundur al- menns siðgæðis er eða hvernig það lítur út og enn síður er ég fær um að skilgreina það. Vafalaust er það þó ágætt og vel meint. En hvaða viðmið hefur það og hver á að taka að sér að setja þau? Kristilegt siðgæði, sprottið af kærleika Guðs Kristilegt siðgæði hlýtur að byggjast á, miðast við og mótast af elsku Guðs til okkar mannfólksins, fórnardauða sonar hans Jesú Krists. Hans sem deyddur var og dó í okkar stað svo við gætum örugg lifað af því að hann reis frá dauðum, sigraði hann í eitt skipti fyri öll og tileinkaði okkur sig- urinn. Því er okkur öll- um óhætt að deyja í friði þegar að okkar tíma kemur. Elska Guðs, hinn kristni kærleikur er eitthvað meira og víð- ara, stærra og dýpra en á okkar valdi er að finna upp eða semja um. Hann er ekki eitthvert apparat sem fer í gang að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hann er Guðs gjöf. Sístarfandi náð sem við megum meðtaka, þiggja án skilyrða, hvíla í og njóta. Það er þess vegna sem hinn fórn- andi kærleikur Guðs hefur áhrif á okkur til góðs þegar Jesús segir: Eins og ég hef elskað ykkur skuluð þið einnig elska hvert annað. Hinn kristilegi kærleikur hvetur okkur til að sýna þolinmæði. Hann er langlyndur og góðviljaður. Hann öfundar ekki, hann er ekki raup- samur, hreykir sér ekki upp og hegðar sér ekki ósæmilega. Kærleikur kristninnar stendur vörð um frelsi einstaklingsins og lýs- ir yfir fullum mannréttindum hverj- um og einum til handa sökum þess sem Jesús gerði fyrir okkur. Hann leitar ekki síns eigin. Spyr ekki fyrst og fremst um eigin hag heldur þarfir náungans. Hann reiðist ekki og er ekki langrækinn. Hann er ekki óréttvís en samgleðst sannleik- anum. Hann breiðir yf- ir allt og umber allt, eins og Páll postuli lýs- ir svo snilldarlega í 13. kafla fyrra bréfs síns til Korintumanna, sem lesa má í Nýja testa- mentinu. Það siðgæði, sá kærleikur er öllum mönnum ætlaður. Hann fellur aldrei úr gildi og er því eilífur. Hinn kristni kær- leikur vill að allir menn fái lifað með reisn og í sátt og samlyndi við sam- ferðamenn og umhverfi. Hann dæm- ir ekki, en fordæmir þó hverskonar ofríki, mismunun, nauðung og kúg- un. Hann horfir inn á við en leitar út á við. Hann á ekki samleið með drambsemi, hroka eða yfirlæti. Hann laðar fram hófsemi og kallar eftir persónulegum skyldum og aga. Hann gerir ekki kröfur á náungann, heimtar ekki og lýsir ekki yfir nægjusemi öðrum til handa. Hann er jákvæður, uppörvandi og uppbyggjandi og lætur fólk finna hvers virði það raunverulega er. Ekki í augum heimsins, heldur í aug- um þess Guðs sem Jesús Kristur birtir okkur. Hann tjáir okkur að við séum óendanlega dýrmæt og því allrar elsku verð. Með þeim augum vill hann og hvetur okkur til að líta á og umgangast hvert annað. Hinn kristni kærleikur ætti því að endurspeglast í þakklæti okkar til hins algóða Guðs vegna þess sem Jesús Kristur hefur fyrir okkur gert, að leggja líf sitt í sölurnar fyrir okk- ur. Það nefnilega hlýtur að fylla okk- ur auðmýkt sem leiðir til þakklætis svo við tökum að sjá samferðamenn okkar í öðru ljósi, sem er mildara og kærleiksríkara. Kærleikurinn er vel til þess fallinn að hvetja til fegurra mannlífs og veita von um bjarta framtíð. Ef hvatning Jesú til okkar um að elska náungann og koma fram við okkar minnstu systkini eins og um hann sjálfan væri að ræða, væru bara fallega mælt og vel meint orð einhvers ágæts spekingsins í mann- kynssögunni, þá hefðu þau ekki sama vægi og þá miklu dýpt og áhrif sem þau hafa, nema af því að hann er sá sem hann er. Sonur Guðs sem sigraði sjálfan dauðan og tileinkaði okkur sigurinn. Ekki ferkantað regluverk Þess vegna er það að mínu fátæk- lega viti svo nauðsynlegt að við minnum okkur á það sem samfélag með því að hafa orðalagið, kristilegt sigæði, í námskrá grunnskólans og sem allra víðast. Því það hefur dýpra innihald og merkingu en eitthvert al- mennt siðgæði sem við mennirnir kunnum að semja eða skilgreina. Er ekki hætt við að svo ferkantað sið- gæði taki að leita síns eigin og túlk- ast út frá þröngsýnum þörfum sér- hagsmuna hverju sinni þegar á hólminn er komið. Hjá hinu kristilega siðgæði getur hins vegar aldrei neinn átt neitt inni. Því það getur aðeins leitt til auð- mýktar og þess að við leitumst við að líta í eigin barm og spyrja okkur sjálf og skoða hvað það sé sem við getum gert til þess að bæta okkur og þar með samfélagið svo að sam- ferðafólki okkar líði sem best. Kær- leikurinn getur aldrei orðið að fer- köntuðu regluverki sem við getum tekið okkur eða haft fingur á. Það er því hjáróma hvatning mín að við látum eftir okkur að leyfa kærleikanum sem Jesús Kristur vill gefa okkur að leika um okkur og móta hugarfar okkar og samveru til friðar og framfara svo okkur farnist vel í samskiptum. Hvers vegna kristilegt siðgæði? Sigurbjörn Þorkelsson skrifar um hinn kristna kærleik og siðgæði »Kristilegt siðgæðihefur dýpra vægi og meiri áhrif vegna þess sem Jesús hefur fyrir okkur gert og þess að í hans augum erum við óendanlega dýrmæt. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. SÚ staða er nú uppi á borðinu í umræðu um „olíuleit í íslenskri land- helgi“, að stjórnvöld forðast að ræða það sem miklu máli skiptir og stend- ur hugsanlega næst íslenskum hags- munum í dag. Nefnilega það að hér við land, nánar tiltekið á land- grunninu við Ísland – ekki á svoköll- uðu Drekasvæði við Jan Mayen – hafa fundist nokkurra kílómetra þykk setlög sem eru algjör forsenda fyrir því, að um olíu- eða gaslindir geti verið að ræða. Ályktað á Alþingi Um þessa uppgötvun setlaga á Skjálfandaflóa, í Öxarfirði og annars staðar, t.d. á svonefndu Tjörnes- belti, var mikið skrifað fyrir nokkr- um árum. Birtust greinar sérfræð- inga Orkustofnunar um málið, svo og alþingismanna, sem höfðu álykt- að á Alþingi um að fela ríkisstjórn- inni að stuðla að því að hafnar yrðu markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas fyndist á þessu land- svæði við Ísland, og að leitað yrði samstarfs við erlenda aðila um rann- sóknirnar. Margir urðu furðu lostnir á þeim tíma, ekki síst þingmenn sjálfir, þegar þetta mál var í raun tekið af dagskrá Alþingis. Fyrirsláttur Það sem þó veldur mestri furðu margra nú er áhugaleysi íslenskra fjölmiðla á að rannsaka frekar þetta mál allt. Ekki síst núna þegar stjórnvöld með núverandi iðn- aðarráðherra í fararbroddi segja forgangsmál að rannsaka í samráði við Norðmenn svonefnt Drekasvæði við Jan Mayen með tilliti til olíu- vinnslu í fjarlægri framtíð! Svo langt gengur þessi sýnd- aráhugi á Drekasvæðinu við Jan Mayen, að átta þingmenn Norðaust- urkjördæmis virðast hafa verið fengnir til að leggja til að rík- isstjórninni verði falið að aðstoða Langanesbyggð og Vopnafjarð- arhrepp við að undirbúa „þjónustu- miðstöð“ sem gæti annast alla helstu þjónustu hérlendis við skip sem leita olíu á Drekasvæðinu! Þó höfðu nokkrir þingmenn sama kjördæmis tjáð sig í stuttum tíma- ritspistlum í ágúst sl. um að það væri þeirra einlæg ósk að láta kanna til fullnustu hvort um vinnanleg setlög væri að ræða á land- grunninu við Norð- austurland. Enga skýringu hafa þeir sjálfir gefið á skyndi- legum áhuga þeirra á Drekasvæðinu. Öllu ruglað saman Yfirlýsing Össurar Skarphéðinssonar iðn- aðarráðherra um að unnið sé að tillögu um útboð á rannsókn- arborunum eftir olíu á Drekasvæðinu stingur verulega í stúf við fyrri ályktanir á Al- þingi um olíuleit við Ísland. – Ekki á Drekasvæðinu. Málið var rætt á Al- þingi síðast árið 1991. – Á þeim tíma var ol- íuverð „of lágt til að slík vinnsla væri talin borga sig og tækni heldur ekki til staðar, þar sem bora þarf nið- ur fyrir 1.000 metra sjávardýpi,“ kom fram hjá iðnaðarráðherra í við- tali við hann í september sl. Allt virðist þetta mál nú í þeim farvegi að verið sé að blekkja ís- lenskan almenning. Margir spyrja því, hvers vegna ekki séu fram- kvæmdar rannsóknarboranir hér við Ísland, í stað þess að elta ólar við svo fjarlægan og óhentugan stað sem Drekasvæðið. Eins og áður segir hafa vís- indamenn Orkustofnunar skrifað um möguleika á gas- og olíuvinnslu í Flatey á Skjálfandaflóa, einnig á Tjörnesbeltinu, og ber þeim saman um að málið sé afar áhugavert og raunveruleg þörf á að gera frekari könnun og rannsóknir á svæðunum. Með núverandi framsetningu um að Drekasvæðið sé það ákjósanleg- asta til rannsókna á hugsanlegum setlögum er öllu ruglað saman og gengið í berhögg við upplýsingar vísindamanna sem staðhæfa, að all- ar aðstæður á því svæði séu bæði varasamar og óhentugar til rann- sókna. Hvað þá vinnsla á olíu; miklir vindar, straumar og óhemju- dýpi sé ekki til þess fallið að gefa mikinn ár- angur. Þú átt leik, Össur Áður en ákveðið verður – með einstöku spilverki – að aðstoða Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp við að koma upp sérstakri „miðstöð“ vegna þjón- ustu við skip sem leita olíu á Drekasvæðinu ætti iðnaðarráðherra að kíkja betur á sín spil, breyta í tígul og gera tillögu að útboði á rann- sóknarborunum á sjálfu heimasvæði þessara sveitarfélaga sem sann- arlega hafa átt undir högg að sækja í at- vinnulegu tilliti. Mestu skiptir þó að iðnaðarráðherra láti af þeim blekkingarleik sem felst í sýndaráhuga á olíuleit á Drekasvæðinu við Jan Mayen. Vonandi er ekki bara verið að þæfa málið allt meðan leitað er eftir nægilega „heppilegum“ aðila sem er þess verðugur að mæla með til að veita sérleyfi til olíu- og gas- leitar við sjálft Ísland? Ég lýk þessum pistli á sama hátt og opnu bréfi til iðnaðarráðherra í Mbl. 7. okt. sl. – Olíuvæn setlög við Norðausturlandið. Nú er mál að spyrja þig, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra: Hvað finnst þér um þetta mál allt? Er ekki nærtæk- ara að láta fullkanna hvað nærri 5 km þykk setlög á Skjálfanda og Öx- arfirði hafa að geyma, frekar en Drekasvæðið við Jan Mayen? – Þú átt næsta leik, Össur. Olíuvæn setlög við Ísland – þú átt leik, Össur Geir R. Andersen spyr iðnaðarráðherra um olíuvæn setlög við Norðausturlandið »Mestu skipt-ir þó að iðn- aðarráðherra láti af þeim blekkingarleik sem felst í sýnd- aráhuga á olíu- leit á Dreka- svæðinu við Jan Mayen. Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. LÝÐRÆÐI er sam- talsform, sem sam- félög á Vesturlöndum hafa þróað með sér. Þessi þróun hefur oft- ar en ekki verið þyrn- um stráð og einmitt þess vegna er lýðræði og leikreglur þess dýr- mætar. Lýðræðið er ávöxtur hugarfars- menningar, sem á sér rætur í menningar- heimum Grikkja, gyð- inga og kristinna manna. Orðið pólitík vísar til grísku borg- ríkjanna, aðallega þó til Aþenu, þar sem hver maður var til þess kallaður að hugsa um og ræða málefni borg- arinnar. Það fer svo eftir innræti hvers og eins, hversu samvisku- samlega menn gera þetta; sumir kunna einungis þá stjórnlist að „plotta“. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi, sem stóð frá 1918 til 1933, var mjög vanburða, þar sem allur almenningur var illa að sér um leikreglur lýðræð- isins. Það var lýðræði án lýðræð- issinna. Menn rugluðu saman pólitík og „plottitík“. Fjöldi smáflokka gerði stöðuna erfiða. Það er í frásögur fært, að í bæjarfélagi einu í Norður- Þýskalandi gengu menn tuttugu og fimm sinnum til kosninga á einu ári, því alltaf var verið að steypa bæj- arstjórninni. Menn leituðu uppi snögga bletti á leikreglunum og héldu það vera pólitík. Menn söguðu grein- ina, sem þeir sátu á. Svo komust nas- istar til valda og bundu enda á allra kosningar. Valdataka þeirra hringdi inn mesta harmleik Evrópusögunnar. Í þeirri sögu kúgaði minnihluti meiri- hlutann. Síðan þá hefur þýskur al- menningur verið hallur undir þá skoðun að pólitík sé óheiðarleg og pólitíkusum sé ekki treystandi. Landsmenn hafa nú í janúar orðið vitni að kynlegum atburðum í borgarmálum Reykja- víkur. Maður í minni- hluta telur sig ekki koma málum sínum fram. Tapsár flokkur, sem gert hafði stór mis- tök, gerir minnihluta- manninum gylliboð um borgarstjórastólinn gangi hann til liðs við hann. Ráð voru ráðin á laun fyrir luktum dyrum í einkahúsi. Hin nýja borgarstjórn þeirra Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar og Ólafs F. Magnússonar hefur mis- boðið heilbrigðri skyn- semi borgarbúa. Hún hefur einni misboðið til- finningagreind manna. Borgarbúum þykir vænt um borgina sína og vilja geta treyst borg- arstjórnarmönnum sín- um. Traust er tilfinn- ingalegs eðlis og tilfinningar eru nú einu sinni bindiefnið, sem bindur saman ein- staklinga og samfélög. Það var átak- anlegt að heyra Ólaf F. Magnússon skírskota til fundarskapa, sem eru leikreglur funda, þegar honum fund- ust áheyrendur á pöllum ráðhússins ekki virða þær – sem var og raunin. Hann athugaði ekki, að hann hafði sjálfur brotið leikreglur, sem voru ennþá mikilvægari en fundarreglur; hann hafði brotið reglur um lýðræð- isleg vinnubrögð og brugðist trausti. Þess vegna var mönnum svo heitt í hamsi. Undir svona kringumstæðum er rétt að efna til nýrra kosninga. Ef menn taka klækjastjórnmál fram yfir alvörustjórnmál er sið- blindum mönnum gefið merki um að þeirra tími sé kominn, en sómakært fólk lætur undan síga og yfirgefur hinn pólitíska vettvang. Traustið, þetta merkilega bindiefni stjórnmála, hverfur. Þetta skulum við ekki láta henda okkur. Pólitík í staðinn fyrir „plottitík“ Vilborg Auður Ísleifsdóttir skrifar um lýðræði og leikreglur í pólitík Vilborg Auður Ísleifsdóttir »Lýðræði erforn menn- ingararfur, sem ber að hafa í heiðri. Í Weim- ar-lýðveldinu misnotuðu menn leikreglur og uppskáru harm- leik. Þetta er hættuleg braut. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.