Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 5
í mál að taka sér frí frá störfum vegna veikinda sinna fyrr en nokkrum vikum fyrir andlát sitt. Með okkur Ófeigi hygg ég að hafi tekist óvenju náið samstarf, einkum á síðari árum, er starfsorka hans fór þverrandi. — Minnist ég þessa samstarfs með þakklæti og tel mig hafa hlotið mikinn lærdóm af því. Ófeigur var lífsglaður maður, hjálpfús og góður heim að sækja. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og var eindreginn fylgismaður Sjálfstæðisflokks- ins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þann flokk. Sat hann m.a. í bæjar- stjórn Siglufjarðar um skeið. Ófeigur kvæntist Ernu Sigmundsdóttur frá Siglufirði þann 10. júní 1950 og eignuðust þau hjón 4 börn. Um leið og ég færi frú Ernu og börnum þeirra hjóna samúðarkveðjur mínar, þakka ég allar ánægjustundirnar, sem ég átti með þeim hjónum á heimili þeirra. Freyr Ófeigsson. SVEINBJÖRN JÓNSSON Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður lézt í Reykjavík hinn 27. október síðastliðinn. Rúmri viku síðar, hinn 5. nóvember, hefði hann orðið 85 ára gamall. Hann var fæddur að Bíldfelli í Grafningi, sonur Jóns, er þar þjó, Sveinþjörns- sonar og konu hans Málfríðar Þorleifsdóttur frá Stóru Háeyri. Sveinbjörn lauk lögfræðiprófi 1918 og varð þá fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík um eins og hálfs árs skeið. Næsta hálfa annað árið var hann við framhaldsnám erlendis, að- allega í Danmörku, og lagði einkum stund á refsirétt. Hinn 1. júlí 1921 stofnsetti hann mál- flutningsskrifstofu, er hann rak til dauðadags. Félagi hans í rekstri skrifstofunnar var lengst Jón Ásbjörnsson. Um árabil var Gunnar Þor- steinsson einnig félagi í þessari skrifstofu. Lætur að líkum, að margur trúði þessum heiðursmönnum fyrir málum sínum, og naut fyrirtæki þeirra fljótlega mikillar virðingar. Hæstaréttarlögmaður varð Sveinbjörn 1926. Sveinbirni voru falin ýmis vandasöm aukastörf. Var hann skipaður í nefnd um fangelsismál 1943, prófdómari í lögum við Háskóla íslands var hann 1955— 1976, formaður kjaradóms 1962—1970 og síðast en ekki sízt í Barnaverndar- ráði fslands um langt árabil, varaformaður 1957 og formaður frá 1959 til 1970. i öllum þessum störfum nutu sín vel lífsreynsla og mannkostir Sveinbjarnar. Margvíslegur sómi var Sveinbirni sýndur og að verðleikum. Árið 1971 var hann gerður að heiðursfélaga í Lögmannafélagi Islands og 1979 í Skógræktar- félagi Reykjavíkur. 67

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.