Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 9
danska afgreiðsluform. Þetta eru dönsk lög, sem danska löggjafarvald- ið getur breytt eða fellt úr gildi að vild. Fyrstu ítökin í stjórn eyjarmála fengu Grænlendingar fyrir rúmum 100 árum. Síðan hafa Danir öðru hverju „trúað þeim fyrir“ auknum völdum. Heimastjórnin er eitt skrefið á þeirri braut. Steen Folke kall- ar hana Nýju fötin keisarans. Grænlendingar geta nú í ríkara mæli stjórnað eigin málum, en þetta er aðeins stigs- en ekki eðlisbreyting frá fyrri skipan mála, enda margt líkt með fyrrverandi landsráðslög- um og núverandi heimastjórnarfyrirkomulagi. Dönsku heimastjórnarlögin fyrir Grænland eru nr. 577/1978. Að lokinni ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu á Grænlandi í janúar 1979 var ákveðið með lögum 56/1979, að heimastjórnarlögin tækju gildi 1. maí 1979. Um 70% fastra íbúa á Grænlandi samþykktu lögin, um 26% voru á móti þeim, afgangurinn auðir seðlar og ógildir. Kosnirigaþátttaka var um 63%. Hér á eftir fer íslenzk þýðing laganna og nokkrar athugasemdir við þau. Formáli laganna hljóðar svo: Vér Margrét önnur, drottning Danmerkur af Guðs náð, gjörum kunnugt: Til viðurkenningar á þeirri sérstöðu, sem Grænland hef- ur í þjóðlégu, menningarlegu og landfræðilegu tilliti innan ríkisins, hefur þjóðþingið í samræmi við samþykkt grænlenzka landsráðs- ins samþykkt og vér með voru samþykki staðfest eftirfarandi lög um stjórnskipunarlega stöðu Grænlands í ríkinu: 1. gr. Grænland myndar sérstakt þjóðfélag (folkesamfund) innan danska ríkisins. Grænlenzka heimastjórnin annast innan ríkisheild- arinnar (inden for rigsenhedens rammer) grænlenzk málefni eftir reglunum í þessum lögum. 2. mgr. Grænlenzka heimastjórnin samanstendur af fulltrúaþingi, kjörnu á Grænlandi, sem nefnist landsþing, og stjórnvaldi undir forystu landsstjórnar. I formála og 1. gr. er amk. fjórum sinnum tekið fram, að Grænland er hluti danska ríkisins. Að heimastjórnin rjúfi ekki ríkiseignina, er útskýrt í greinargerð með lögunum og talið fela í sér, að fullveldið er einvörðungu í höndum ríkisins. Þar kemur einnig fram, að danska stjórnarskráin gildir áfram á Grænlandi; að heimastjórnin getur að- eins fengið málaflokka framselda, sem eingörigu varða Grænland og ekki ríkisheildina eða aðra ríkishluta; og að framsalið getur aðeins náð til hluta af valdsviði ríkisins, sbr. aths. með 4. og 5. gr. 1 þessu sam- 71

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.