Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 18

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 18
hafa meiri háttar þýðingu fyrir stöðu Danmerkur í milliríkjasam- starfi. Næsta lagagrein er tekin óbreytt upp úr landsráðslögunum og nær til málaflokka, sem heyra áfram undir ríkisvaldið. 12. gr. Lagafrumvörp með ákvörðunum, sem einvörðungu varða Grænland, skulu fengin heimastjórninni til umsagnar, áður en þau eru lögð fram í þjóðþinginu. 2. mgr. Tillögur að stjórnvaldsreglum með ákvörðunum, sem ein- vörðungu varða Grænland, skulu fengnar heimastjórninni til um- sagnar, áður en þær eru gefnar út. 3. mgr. Lög og stjórnvaldsreglur, sem að öðru leyti hafa sérstaka þýðingu fyrir Grænland, skulu fengin heimastjórninni til um- sagnar, áður en þau taka gildi á Grænlandi. 13. gr. Milliríkjasamningar, sem samþykki þjóðþingsins þarf til og sem sérstaklega snerta grænlenzka hágsmuni, skulu fengnir heimastjórninni til umsagnar, áður en Danmörk gerist aðili að þeim. Skv. greinargerð hefur þessi regla í reynd gilt gagnvart landsráð- inu. Ef milliríkjasamningur fjallar um málaflokk, sem hefur verið falinn heimastjórninni, er gert ráð fyrir því, að heimastjórnin skuli annast framkvæmd hans á Grænlandi, enda hafi hún haft hann til umsagnar. Ríkisvaldið getur því með gerð milliríkjasamninga sagt heimastjórninni fyrir verkum í málaflokkum, sem annars myndu falla undir lögsögu hennar. 14. gr. Nema ríkisvaldið ákveði annað í einstökum tilfellum, skal umsögn heimastjórnarinnar liggja fyrir ekki síðar en 6 mánuð- um eftir að heimastjórnin hefur fengið málið um umsagnar skv. 12. og 13. gr. 2. mgr. Ef ekki hefur verið hægt að leggja málið fyrir heimastjórn- ina af óviðráðanlegum orsökum, skulu lögin, stjórnvaldsreglan eða milliríkjasamningurinn fengin heimastjórninni til umsagnar eins fljótt og auðið er. 15. gr. Innan marka 11. gr. ákveður ríkisstjórnin að höfðu sam- ráði við landsstjórnina meginreglur til gæzlu grænlenzkra sér- hagsmuna í Efnahagsbandalaginu. 2. mgr. Heimastjórnin fær upplýsingar um tillögur lagðar fram í ráði Efnahagsbandalagsins, sem sérstaklega snerta grænlenzka hagsmuni. 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.