Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 23

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 23
Urðu Danir fyrstir til að setja ný hlutafélágalög, eftir að nefndarálitið lá fyrir. Var það árið 1973. Fylgja þau í meginatriðum samnorrænu tillögunum. Á hinum Norðurlöndunum hafa og verið samþykkt ný lög um hlutafélög. Hafa þau í mörgu byggt á norræna álitinu. Nokkurra frávika gætir þó í ýmsum greinum eftir löndum. Við samningu íslenska frumvarpsins til laga um hlutafélög voru samnorrænu tillögurnar hafðar að leiðarljósi, en einnig var tekið mið af dönskum tillögum og hlutafélagalögum. Þá segir í athugasemdum, sem fylgdu íslenska frumvarpinu, að einnig hafi „verið reynt að líta til íslensks fjárhagskerfis og þjóðfélagshátta." Lög og réttur Norðurlanda eru lík í mörgum og veigamiklum at- riðum. Stafar þetta vafalaust af því, að réttarhugmyndir íbúa þessara landa eru áþekkar. Samning stórra og flókinna lagabálka er viðamikið verk, sem oft krefst mikils tíma og mannafla. Við setningu laga hafa Islendingar því oft reynt að hagnýta sér það starf, sem innt hefur verið af hendi vegna sambærilegrar lágasetningar hinna Norðurland- anna. Oftast hafa þó fyrirmyndirnar verið sóttar í smiðju Dana, enda dregur íslensk löggjöf töluverðan dám af þeirri dönsku. Sögulegar skýringar á því eru alkunnar. 1 rétti sumra landa er gerður greinar- munur á hlutafélögum eftir stærð þeirra, og er þá einkum tekið mið af upphæð hlutafjárins og fjölda hluthafa. Ýmsar kröfur, sem gerðar eru til stærri hlutaféláganna, eiga ekki við um minni félögin eða eru a.m.k. vægari. Hér á landi er ekki slíkri greiningu til að dreifa. Um þetta atriði segir svo í athugasemdum, sem fylgdu íslenska frumvarp- inu til hlutafélagalaga: „Miðað við aðstæður hér á landi virðist ekki Sigmar Ármannsson lauk lögfræðiprófi vorið 1976. Hann stundaði síðan um skeið ýmis lög- fræðistörf, uns hann árið 1977 var ráðinn lög- fræðingur Landssambands iðnaðarmanna. Landssambandið er samtök atvinnurekenda, sem starfa á sviði hinna iöggiltu iðngreina. — i grein sinni gagnrýnir Sigmar ýmis ákvæði hinna nýju hlutafélagalaga nr. 32/1978, og er meginsjónarmið hans það, að ekki sé tekið nægilegt tillit til sérstöðu smáfyrirtækja. Þá tel- ur hann ekki æskilegt, að veittur sé almennur aðgangur að hlutafélagaskrá í jafnríkum mæli og segir í hinum nýju lögum. Sigmar telur rétt að kanna, hvort breyta eigi lögunum eða setia ný um sérstakt hlutafélagsform fyrir lítil fyrirtæki 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.