Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 32
garði gerð, að þau fæli menn frá því rekstrarformi, sem hlutafélagið býður, og láti þess í stað reka á reiðanum, oft í formi lauslegs sam- eignarfélags. 1 riti sínu „Um sameignarfélög“, útg. í Reykjavík í októ- ber 1979, segir Páll Skúlason (bls. 5) : „Alþingi hefur samþykkt ný hlutafélagalög, sem koma til framkvæmda 1. jan. 1980. Gera þau um margt strangari kröfur til starfrækslu þess háttar félaga en áður voru gerðar og er því líklegt, að hin smærri félög verði frekar starf- rækt sem sameignarfélög en áður var, og skal hér látið liggja milli hluta hvort það er heppilegt.“ Þetta mætti e.t.v. túlka sem hógvær varnaðarorð. Aukið vægi hinna smærri fyrirtækja í atvinnulífinu. Alkunna er, að iðnríki heims hafa undanfarin ár orðið að grípa til ýmissa aðgerða til verndar atvinnulífi sínu vegna margs konar að- steðjandi vanda, t.d. vegna samkeppni þróunarlandanna, hækkandi verðs hráefnis og orku, breyttra framleiðsluhátta og verndunar um- hverfisins. Stjórnvöld flestra Norðurlandaríkjanna hafa m.a. brugð- ist við þessum nýju aðstæðum á þann hátt að leggja stóraukna áherslu á að bæta rekstrarskilyrði og efla stöðu lítilla og meðalstórra fyrir- tækja. Er ástæðan sú, að mörgum hefur skilist betur þýðingarmikið hlutverk smáfyrirtækjanna, og að þau eru á margan hátt hæfari að mæta og aðlagast skyndilégum og ófyrirséðum breytingum. Þessara sjónarmiða er og farið að gæta hér á landi, og hafa menn rætt um „smáfyrirtækjastefnu" í þessu sambandi. Eitt þeirra atriða, sem stefna þessi byggir á, er að félagsform fyrirtækjanna sé ekki stjórnunarlega og rekstrarlega þungt í vöfum. Svo virðist sem form svipað hinu danska „anpartsselskab“ ætti að uppfylla þessi skilyrði allvel. 94

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.