Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 33
Frá Lögmaimafélagi Íslamls AÐALFUNDUR 1980 Aðalfundur Lögmannafélags íslands var haldinn 28. marz s.l. Formaður, Þorsteinn Júlíusson hrl., minntist í upphafi látinna félagsmanna, þeirra Bjarna Bjarnasonar hrl., Jóhanns Gunnars Ólafssonar hrl., Jóns N. Sigurðssonar hrl. og Sveinbjörns Jónssonar hrl. Risu fundarmenn úr sætum til að votta hinum látnu félagsmönnum virðingu sína. Stjórnarfundir eru haldnir reglulega hvern miðvikudag nema yfir hásumarið og stórhátíðir. Á starfsárinu voru haldnir 39 stjórnarfundir og 344 málsatriði bókuð. Á árinu voru haldnir fjórir almennir félagsfundir, þar af tveir hádegisverðar- fundir að Þingholti, en það er nýbreytni í starfsemi félagsins. Fyrri fundurinn var um vaxtamál og verðtryggingu lána, og hélt Bjarni Bragi Jónsson hag- fræðingur Seðlabankans erindi og svaraði fyrirspurnum. Á öðrum hádegis- verðarfundi var ekki afmarkað fundarefni, en rædd félagsmál, og skýrði for- maður m.a. frá ferð sinni og tveggja annarra stjórnarmanna á fulltrúafund norrænu lögmannafélaganna, sem haldinn var í Stokkhólmi dagana 6. og 7. september 1979. Þá var haldinn almennur félagsfundur um nýju hlutafélagalögin, þar sem Björn Friðfinnsson fjármálastjóri Reykjavíkurborgar flutti erindi og svaraði Sljórn Lögmannafélags íslands 1979—80, frá vinstri: Helgi V. Jónsson hri. (meóstjórnandi), Jónas A. Aðalsteinsson hrl. (vara-formaður), Þorsteinn Júlíusson hrl. (formaður), Stefán Pálsson hdl. (ritari) og Skarphéðinn Þórisson hdl. (gjaldkeri). (Ljósm.st. Vigfúsar Sigurgeirssonar sf.). 95

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.