Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 35
Ávíð o« dreif BANDARÍKJAFERÐ DÓMARA 1979 Síðastliðið haust, dagana 27. september til 14. október, voru 8 íslenskir dómarar í Bandaríkjunum í náms- og kynnisferð. Hugmyndin að þessari ferð varð til, er hópur bandarískra dómara kom til islands vorið 1978, en stjórn Dómarafélags Islands sá þá um móttökur. Undirbúningur hófst strax að loknu dómaraþingi 1978, og unnu að honum borgardómararnir Hrafn Bragason og Magnús Thoroddsen ásamt stjórn dómarafélagsins. Skipulagningu vestra annaðist framkvæmdastjóri American Judges Association í samlagi með stofnuninni Eisenhower Exchange Fellowship, Inc., og í samráði við stjórn Dómarafélags íslands. íslensku dómararnir, sem allir voru með eiginkonum sínum, fóru fyrst til höfuðborgarinnar Washington og voru þar í 6 daga. Síðan var farið til Boston í Massachusetts og Fíladelfíu í Pennsylvaníu og loks til New York. i öllum borgunum voru heimsóttir dómstólar á öllum stigum bæði innan dómstóla- kerfis einstakra ríkja svo og í alríkiskerfinu, ýmsar stofnanir og embætti, sem starfa í þágu dómstóla og dómsvalds, og einnig lagaskólar. Talað var við fjölda bandarískra dómara, lögmenn, starfsmenn dómstóla, lögfræði- kennara og fræðimenn í lögfræði, stjórnmálamenn svo og ýmsa aðra, sem beint eða óbeint starfa við dómstóla eða hafa áhrif á starf og starfshætti þar. Hér á eftir fer ekki eiginleg ferðasaga heldur frásögn af því helsta, sem fyrir augu og eyru bar vestra og greinarhöfundur telur, að lögfræðingum þyki áhugavert. Fyrsta daginn í Washington var heimsótt stofnun The Federal Judicial Center, en hún var sett á laggirnar með sérstökum lögum árið 1967. Eins og nafnið bendir til starfar hún á sviði og í þágu alríkisdómstólakerfis Banda- ríkjanna. Þetta er sjálfstæð og óháð stofnun, tilheyrandi þeirri grein ríkis- valdsins sem fer með dómsvaldið, þriðju greininni eins og Bandaríkjamenn orða það. Hlutverk og markmið hennar er að vinna að bættum starfsháttum hjá dómstólum í Bandaríkjunum. í 1. gr. laganna frá 1967, sem hljóðar svo í lauslegri þýðingu, segir að hlutverk stofnunarinnar sé: 1) að hafa með höndum rannsókn og athugun á stjórnun og starfsháttum dómstóla landsins og örfa og samræma slíkar rannsóknir og kannanir, sem aðrir aðilar í þjóðfélaginu hafa með höndum. 2) að semja og þróa tillögur og ábendingar um bættan rekstur og stjórnun dómstólanna og leggja fyrir dómstóla- og réttarfarsráð Bandaríkjanna (the Judicial Conference of the United States) til umfjöllunar. 97

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.