Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 37
Þátttakendur f BandaríkjaferSinni á skrifstofu King ríkisstjóra í Massachusetts. Lengst til vinstri er Salvatore Musco dómari i Boston, sem kom til íslands 1978, og frú Adiline L. Donohue, framkvæmdastjóri American Judges Association. hafa, til að fá fram nýjungar og úrbætur á vinnubrögðum, heldur en þær stofnanir sem fyrir voru gætu beitt eða látið í té, enda aðalverkefni þeirra annað. Ella væri borin von að ráðið réði við hið mikla flóð dómsmála, sem steyptist yfir alríkisdómstólana. Leiddi þetta til skipunar nefndar undir forsæti þáverandi forseta Hæstaréttar Earl Warren. Kom hún málinu fljótlega í höfn, því árið 1967 var stofnunin sett á laggirnar svo sem fyrr sagði. Starfsemi símenntunar- og starfsþjálfunardeildar ásamt deild nýjunga- og tæknibúnaðar fannst held ég flestum hið áhugaverðasta við stofnunina. Til þess að þetta starf komi að sem fyllstum notum og skili árangri, fylgjast starfsmenn þessarar deildar náið með dómsmálaskýrslum og öðrum gögn- um sem ráða má af, hvar skórinn kreppir. Þá hafa þeir eftirlit og umsjón með framkvæmd námskeiðanna, en þau eru venjulega skipulögð og undir- búin af nefndum skipuðum af stofnuninni. Með því að bera saman skýrslur og gögn fyrir og eftir hin ýmsu námskeið er reynt að sjá hve árangursrík þau eru með tilliti til afkasta og skilvirkni. Samkvæmt eðli máls er mest rækt lögð við hina eiginlegu héraðsdómstóla og sérdómstóla á fyrsta dómstigi svo sem skiptaráðendur o. fl. Námskeið fyrir dómara og starfsfólk áfrýjunardómstólanna er haldið árlega eða annað hvort ár. Sérstök námskeið, mjög vel vönduð og undirbúin, eru haldin eftir þörfum fyrir nýskipaða héraðsdómara, en þeir eru yfirleitt valdir úr hópi ríkis- dómara eða starfandi lögmanna. Var verið að vinna að undirbúningi slíks námskeiðahalds, en nýlega samþykkti Bandaríkjaþing töluverða fjölgun hér- aðsdómara. Fast starfslið stofnunarinnar hygg ég vera um 20 manns. Hefur hún unnið mikið og gott starf og er auðheyrt í viðtölum við bandaríska dómara, að hún nýtur mikils álits. 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.