Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 38
Hæstiréttur Bandaríkjanna var sóttur heim mánudaginn 1. október, en það var fyrsti réttardagurinn eftir sumarhlé. Fór fram hátíðleg setningarathöfn um morguninn, en eftir hádegið byrjaði málflutningur, og voru þrjú mál á dagskrá. Rétturinn er í glæsilegri marmarabyggingu í grískum stíl, sem reist var á árunum 1932—1935 og stendur gegnt þinghúsinu Capitol, en á milli er opið svæði. Á aðra hönd er þjóðarbókhlaða Bandaríkjanna, the Library of Congress, en á hina skrifstofubyggingar öldungadeildarinnar. Eftir hádegið var hlustað á málflutning í þeim þremur málum, sem til meðferðar voru. Vakti það athygli okkar, hve naumt og nákvæmt málflytj- endum var skammtaður tíminn, auk þess sem á þeim dundi spurningaskot- hríð dómaranna, og urðu þeir auðvitað að svara að bragði. Að loknum mál- flutningi kl. 3 var byggingin skoðuð í fylgd skrifstofustjóra dómforseta. Verður byggingunni vart lýst með orðum að nokkru gagni, en hún er í raun listaverk utan sem innan. Að lokinni skoðunarferð tók dómforseti, Warren E. Burger, á móti hópn- um á einkaskrifstofu sinni. Burger var skipaður dómforseti 1969 og er nú 72 ára gamall. Hann er einkar höfðinglegur maður og býður af sér góðan þokka. Hann er ættaður frá Minnesota og er af þýsku og norrænu bergi brotinn að ég hygg og kvæntur sænskættaðri konu. Kom greinilega fram í viðræðum, hve vel hann þekkti til Norðurlanda og bandaríkjamanna ætt- aðra þaðan, t. d. þekkti hann mætavel Valdimar Björnsson fyrrverandi fjár- málaráðherra Minnesota. Morguninn eftir var farið í dómhús, District of Columbia Courthouse, en þar eru til húsa allir reglulegir héraðsdómstólar höfuðborgarinnar og einnig áfrýjunardómstóllinn. Dómstólakerfið þarna líktist helst eins konar blendingi ríkja- og alríkiskerfanna og er einstakt í öllum Bandaríkjunum að þessu leyti. Stafar það af sérstöðu höfuðborgarsvæðisins, District of Columbia, sem er sérstakt lögsagnar- og sveitarstjórnarumdæmi og tilheyrir engu ríkjanna. Byggingin er ný af nálinni, tæplega tveggja ára gömul. Hún er á níu hæð- um og tvær þeirra neðanjarðar. Þar eru samtals 46 réttarsalir mismunandi stórir. Þetta er sérstakur heimur út af fyrir sig. Starfslið er mjög margt og yfirmenn með sérmenntun á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnunarfræðum, tölvutækni o. fl. Þar er sérstakt öryggis- og lögreglulið. Var fróðlegt að kynnast skrifstofuhaldi dómstólanna, en þar er tölvuvæðing og tækni áber- andi þáttur. Virtust flest störf eða öll varðandi dómsýsluna utan dómstarfa í þrengstu merkingu unnin af hinu almenna starfsliði. Dvöldumst við dag- langt þarna í dómhúsinu og fylgdumst með réttarhöldum í ýmsum málum, m. a. í sakamáli, þar sem ungur maður var ákærður fyrir að hafa talsvert magn kannabisefna undir höndum, í viðamiklu skaðabótamáli og í máli þar sem fyrrverandi hjón deildu um forræði barna sinna. i öllum þessum mál- um sat kviðdómur. Var einkar athyglisvert að hlusta á dómarann í ofannefndu sakamáli, er hann í lok réttarhaldanna beindi máli sínu til kviðdómendanna. Reifaði hann höfuðatriði málsins frá mismunandi hliðum, fjallaði um sönn- unar- og lagaatriði og kom fram með ýmsar leiðbeiningar af því tilefni. Þetta kallast „to charge the jury“. Að því búnu fóru kviðdómendur inn í sérstakt herbergi til að ráða þar ráðum sínum. Morguninn eftir var farið í dómhús alríkishéraðsdómstólsins í Washing- 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.