Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 40
upp tekið það sem þeir nefna „unified judicial system", sem formlega lýtur yfirstjórn og forsjá Hæstaréttar Pennsylvaníuríkis. Til þess að gegna þessu yfirstjórnar- og forsjárhlutverki var stofnað embætti sem kallast Administrative Office of Pennsylvania Courts og heyrir beint undir Hæstarétt. Yfirmaður þessa embættis nefnist Court Administrator of Pennsylvania, sem ég kalla dómsmálastjóra, en mætti nefna dómsýslustjóra eða eitthvað annað. Áður en lengra er haldið, er rétt að víkja að því, að Pennsylvaníuríki er töluvert stærra en Island að flatarmáli og þar búa nær 20 milljónir að ég hygg. Dómstig eru þrjú. Reyndar eru þau fjögur í vissum skilningi, þar sem til hliðar við eða fyrir neðan hina almennu héraðsdómstóla eru margs konar sérdómstólar og hálfdómstólar, sem sumir eru skipaðir ólöglærðum dóm- urum. Þessar stofnanir afgreiða obbann af öllum minni háttar málum, svo sem öll umferðarbrot, refsimál flest, mál út af leigu fasteigna, út af lausa- fjárkaupum, þar sem um lágar upphæðir er að tefla o. s. frv. Héraðsdómsumdæmi eru 59 talsins og dómarar á því stigi tæplega 300. Þá eru tveir áfrýjunardómstólar og loks æðsti dómstóllinn, Hæstiréttur. Yfir- leitt fá mál ekki meðferð nema á tveimur dómstigum. Þá er fræðilegur mögu- leiki að áfrýja málum til Hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington. Dómsmálastjóri og embætti hans eru eins konar stjórnararmur Hæstaréttar að því er við kemur dómstólakerfinu í heild. Er á þennan embættismann og starfslið hans lögð ábyrgð á stjórnun og rekstri þess. Þetta hlutverk rækir embættið m. a. með því að safna saman, vinna úr og túlka tölfræðileg gögn frá öllum stigum kerfisins. Þessi þáttur starfseminnar er forsenda þess, að hægt sé að sjá með vissu, hvar skórinn kreppir og hvar umbóta er mest þörf. Er mikill hluti ársskýrslna embættisins nákvæmar dómsmálaskýrslur. Þá sér embættið um gerð fjárhagsáætlana fyrir dómstólana og deilir niður ríkisframlagi til dómstólanna á neðstu stigum, en þeir virðast vera að mestu leyti kostaðir af viðkomandi sveitarstjórnum. Embættið annast samband og samskipti dómstólanna og löggjafarvaldsins og samskipti við almenning. Dómsmálastjórinn hefur vald til að færa dómara til, eftir því sem hann telur rétt miðað við verkefnaþunga. Hann stendur fyrir símenntunarnámskeið- um. Hefur sú starfsemi náð til nærri allra starfsmanna kerfisins s.l. áratug, en mest áhersla var lögð á lægra setta dómara og aðstoðarmenn fyrstu árin. Þá fara sífeilt fram rannsóknir og athuganir á stjórnun og starfsháttum dóm- stólanna. Sá sem nú gegnir þessu embætti heitir Alexander Barbieri og er dómari. í starfsliði hans eru tugir manna, og eru 5 nánustu stamstarfsmen’nirnir nefnd- ir Deputy Court Adminstrators, en embættið skiptist í nokkrar deildir. Öll dómsmálaskýrslugerð og endurskoðun bókhalds dómstólanna fer fram í tölvum. Á augabragði er hægt að sjá stöðu eða feril hvers einstaks dóms- máls og hvar það er til meðferðar. Þá hefur málaskrá áfrýjunardómstólanna og stiórnun reksturs mála þar verið sett í tölvuvinnslu. Mikið og gott orð fer af starfi þessarar stofnunar, og er auðheyrt í við- tölum við dómara og lögmenn, að þeir töldu greinileg umskipti til hins betra hafa orðið með tilkomu hennar. Næsta dag hlustuðum við á málflutning í Hæstarétti Pennsylvaníu um morguninn, en sátum síðan hádegisverðarboð íslendingafélagsins í Fíladelfíu. Var það haldið í fallegri byggingu, sem sænskættaðir menn reistu endur fyrir 102
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.