Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 46
sameiginlegur fundur, og fóru þá fram almennar umræður. Framsögumað- ur var Schockweiler, lögfræðingur í dómsmálaráðuneyti Luxemburg. Gaf hann yfirlit yfir allt fundarefnið og dró saman það helsta, sem fram hafði komið. Þátttakendum voru með góðum fyrirvara sendar ritgerðir eftir framsögu- menn, sem tekið höfðu saman yfirlit yfir helstu réttarreglur sins lands um bótaábyrgð hins opinbera. Lágu því fyrir yfirlit um þýskan, spænskan, svissn- eskan og enskan rétt á þessu sviði. Ennfremur lá fyrir stutt þýsk greinargerð um bótaskyldu vegna tjóns, sem hlýst af notkun talva og annarra rafeinda- tækja í opinberri sýslu. Rit þessi veita veigamiklar upplýsingar. Eins og að líkum lætur eru reglur Evrópuráðsríkjanna um bótaskyldu hins opinbera ólíkar, og yrði alltof langt mál að gera grein fyrir þeim og bera þær saman í þessari frásögn. í öllum ríkjum, sem upplýsingar komu fram um á fræðafundinum, ber hið opinbera í einhverjum mæli bótaábyrgð á tjóni, sem borgararnir verða fyrir vegna mistaka í stjórnsýslu. Þróunin virðist víðast hafa verið sú að auka ábyrgð hins opinbera. Ríkin eiga við lík meginvandamál að etja á þessu sviði stjórnsýslu, og er athyglisvert, að oft leiða lagareglur og framkvæmd dómstóla til sömu eða svipaðrar niður- stöðu, þótt farið sé eftir mismunandi leiðum í hinum ýmsu ríkjum. Réttar- hefð aðildarríkja Evrópuráðs er þó svo sundurleit, að naumast er að vænta æskilegrar samræmingar reglna um ábyrgð hins opinbera í náinni framtíð. í ýmsum aðildarríkjum Evrópuráðs eru almennar reglur í settum rétti um bótaskyldu hins opinbera. i sumum ríkjum er almenn löggjöf um þetta efni væntanleg innan skamms, svo sem í Þýska sambandslýðveldinu. Annars staðar nýtur ekki við almennra laga um bótaskyldu, t. d. í Bretlandi og Dan- mörku. Þrátt fyrir sett lagaákvæði í sumum löndum virðist ríkja talsverð óvissa um ýmis mikilvæg atriði varðandi ábyrgð hins opinbera. Þróun stjórn- sýslunnar í Evrópuríkjum hefur yfirleitt verið mjög ör á síðustu árum, og viðfangsefni hennar hafa aukist gríðarlega. Hafa komið upp ýmis álitaefni, sem eigi hefur verið séð fyrir með bótareglum. Af þeim samanburði, sem kom fram á fundinum kemur ekki fram, að ríki, sem búa við óskráðar réttar- reglur, séu almennt lakar sett en þau, sem hafa lögfestar bótareglur. Verður því eigi séð, að verulegur ávinningur sé að setningu almennrar lög- gjafar um bótaskyldu ríkis og sveitarfélaga, nema reynslan af mótun bóta- reglna með dómvenju hafi gefist illa. Skal í því sambandi minnt á, að þau ríki norræn, sem hafa sett almennar reglur um þetta efni (Noregur, Finn- land og Svíþjóð), hafa takmarkað þær við ábyrgð vegna saknæmrar og ólögmætrar hegðunar, en ætla dómstólum að móta reglur um strangari ábyrgð. Hitt er annað mál, að aukin samskipti Evrópuríkja krefjast samræmingar lagareglna á þessu sviði og ýmsum öðrum og slík samræming gerist ekki nema með lagasetningu. Þótt aðeins sum rikjanna, þ. e. riki í Efnahags- bandalagi Evrópu, hafi þörf fyrir sömu reglur um bótaskyldu hins opinbera, verður að telja æskilegt að önnur ríki, sem mikil samskipti hafa, búi við líkar reglur um þetta efni, en eins og áður er að vikið eru ekki horfur á að slíkt takist á næstunni. Þó að ræðumenn á fræðafundinum hafi yfirleitt verið sammála um, að mikilvægt sé að skaðabótareglur á sviði stjórnsýslu séu sem fullkomnastar, 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.