Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 47
kom það skýrt fram að ekki er síður nauðsynlegt að efla svo réttaröryggi á þessu sviði, að sjaldan þurfi að reyna á reglur um bótaskyldu. Framsögumað- urinn Wade benti t. d. á, að í breskum stjórnarfarsrétti væri lögð höfuð- áhersla á að koma í veg fyrir, að borgararnir bíði tjón af gerðum stjórnvalda, en bótareglum hefði fram að þessu verið minni gaumur gefinn. Fleiri ræðu- menn áréttuðu, að bótareglur væru ekki einhlítar, og minntu á nauðsyn ann- arra ráðstafana til réttaröryggis, svo sem skýrra reglna um málsmeðferð í stjórnsýslu og öflugs eftirlits með stjórnvöldum. Ennfremur var fjallað um mikilvægi réttarúrræða til brottnáms ólögmætu ástandi af hálfu stjórnsýslu- aðila. Athygli vöktu upplýsingar frá Bretlandi um reynslu manna þar í landi af embætti stjórnsýsluumboðsmanns þingsins (the Parliamentary Commissioner for Administration eða ,,the Ombudsman"). Embætti þetta var stofnað með lögum árið 1967, og náði valdsvið stjórnsýsluumboðsmannsins þá einungis til landsstjórnarinnar. Árið 1974 var umboðsmanninum fengið víðtækara verkefni, og fæst hann nú einnig við mál, sem varða sveitarstjórnir. Á þeim fáu árum, sem síðan eru liðin, hefur þessi embættismaður fjallað um ýmis tilvik, þar sem borgararnir hafa orðið fyrir tjóni af völdum þess, að eitthvað hefur farið úrskeiðis í opinberri sýslu. Slíkt tjón hefur oft verið bætt eftir sanngirnis- mati fyrir tilstilli umboðsmannsins, þótt bótaréttur væri strangt tekið ekki fyrir hendi. Engar upplýsingar komu fram á fræðafundinum um hlutverk samsvarandi embættismanna á Norðurlöndum, en lögfræðingar hér á landi munu þekkja betur til starfsemi þeirra, einkum umboðsmanns danska þjóð- þingsins. Verða þessar athugasemdir um stjórnsýsluumboðsmenn ekki hafð- ar lengri, þótt ástæða væri e. t. v. til að gera samanburð annars vegar á gildi skaðabótareglna sem bótaúrræðis og hins vegar gildi starfsemi slíks embættismanns til að tryggja réttlæti í stjórnsýslu. Sérstakir stjórnsýsludómstólar eru í ýmsum Evrópulöndum. Voru menn ekki á eitt sáttir um, hvort heppilegra væri að bótamál gegn hinu opinbera væru falin þeim til meðferðar eða almennum dómstólum. Einn ræðumanna gat um ákvæði 50. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, er varðar skaðabótaskyldu hins opinbera. i greinni segir, að ef Mannréttinda- dómstóll Evrópu telji úrskurð eða ráðstöfun stjórnvalds aðiIdarríkis fara I bága við skyldur ríkisins samkvæmt sáttmálanum, skuli dómstóllinn að full- nægðum nánar tilteknum skilyrðum úrskurða sanngjarnar bætur til þess, sem órétti var beittur. Með 28. gr. sáttmálans er Mannréttindanefnd Evrópu m. a. fengið það hlutverk að reyna að koma á sáttum í ágreiningsmálum, sem lögð eru fyrir hana. Getur nefndin í því skyni stuðlað að því að bætur komi fyrir tjón, sem hefur hlotist af því að starfsmenn hins opinbera hafa brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Óvíst er, hvort 9. fræðafundur Evrópuráðsins um lögfræði verður til þess að þoka rétti aðildarríkjanna saman. Hins vegar verður að ætla, að ýmsar upplýsingar, sem þar komu fram, geti stuðlað að frekara samræmi á því sviði, sem hér um ræðir. Einnig má fullyrða, að fundurinn hafi eflt verulega tengsl fræðimanna og aukið skilning þeirra á ólíkum viðhorfum lögfræðinga í Vestur-Evrópu. Má síst vanmeta þann þátt, þó að áhrif hans verði ekki mæld eða vegin eftir aðferðum raunvísindanna. Arnljótur Björnsson. 109

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.