Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 48

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 48
ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL Aðalfundur íslandsdeildar Amnesti International, var haldinn að Hótel Esju 22. apríl s.l. Fundurinn var sæmilega sóttur og þar urðu áhugaverðar umræður um félagsstarfið. Margrét Bjarnason, fráfarandi formaður, flutti skýrslu stjórnar. Skýrði hún frá aðalfundi alþjóðasamtakanna í Leuven I Belgíu, sem hún og Ingi Karl Jóhannesson sóttu. Kom fram að nú verða framkvæmdastjóraskipti hjá sam- tökunum. Martin Ennals, sem um árabil hefur gegnt því starfi með sóma, hverfur úr þjónustu samtakanna, en við tekur Svíinn Tomas Hammerberg. Jose Zalaquett, útlagi frá Chile, er aftur formaður aðalsamtakanna. Hann er væntanlegur hingað í haust. Margrét skýrði ennfremur frá kynningarfundum, sem haldnir voru á vegum samtakanna s.l. vetur, þar sem flutt voru fræðslu- erindi um samtökin og kynntar starfsaðferðir þeirra. Vonir standa til, að þetta verði fastur liður í vetrarstarfi samtakanna. Síðan fluttu formenn starfshópa skýrslur sínar og gjaldkeri, Friðrik Páll Jónsson, kynnti reikninga og skýrði frá fjárhagsstöðu félagsins. Fram kom, að nokkur tekjuafgangur var á árinu. Þó er Ijóst, að bágur hagur félagsins sníður því þröngan framkvæmdastakk. Gjaldkeri gerði tillögu um hækkun árgjalda, sem var samþykkt. Hækkun þessari er þó mjög í hóf stillt. íslands- deildin vonar þó, að hækkunin haldi a.m.k. í við verðlagshækkanir hér innan lands. Fundurinn samþykkti sérstakar þakkir til Einars Pálssonar, skólastjóra Mála- skólans Mímis, en hann hefur léð samtökunum endurgjaldslaust afnot hús- næðis að Hafnarstræti 15, Reykjavík. Að lokum fór fram stjórnarkosning. Margrét Bjarnason gaf ekki kost á sér til frekari formennsku, og voru henni þökkuð ágæt störf. Hrafn Bragason borgardómari var kjörinn formaður og aðrir í stjórn séra Bernharður Guð- mundsson, Anna Atladóttir læknaritari, Guðríður Anna Daníelsdóttir háskóla- nemi og Friðrik Páll Jónsson fréttamaður, í varastjórn voru kosin Sigurður Magnússon blaðafulltrúi og Margrét Bjarnason fréttamaður. Varastjórnar- menn sitja alla stjórnarfundi með fullum réttindum. Verkefni islandsdeildar Amnesti í nánustu framtíð eru að mestu venju- bundin. Er þar fyrst og fremst átt við starfsemi fangahópanna tveggja, sem eins og kunnugt er vinna í þágu þeirra samviskufanga, sem aðalskrifstofan í London hefur úthlutað þeim. Nú veita þær Linda Jóhannesson ritari og Berg- Ijót Guðmundsdóttir læknaritari þessum hópum forstöðu. Þá verður að sjálf- sögðu haldið áfram þátttöku í svonefndum skyndiaðgerðum samtakanna. Forstöðu fyrir þeirri starfsemi hefur Líney Skúladóttir arkitekt, Bergstaðastræti 28 A, sími 10481. Alltaf er þörf á fleira fólki til þess að sinna bréfaskriftum vegna þessarar starfsemi, og væri vel þegið, ef einhverjir gætu séð af tíma til þess. Þá ber þess að geta, að alþjóðasamtökin veita nokkrum föngum sérstaka athygli á mánuði hverjum og nefna þá fanga mánaðarins. Sérstakur hópur innan íslandsdeildarinnar hefur nú tekið að sér að sinna þessu verk- efni og veitir Helgi Kristinsson, Skeiðarvogi 143, sími 37841 því forstöðu. Hann gæti eins og Líney vel þegið nokkra aðstoð. Þá veitir Þórir Ibsen há- skólanemi, Skipholti 44, simi 19000, forstöðu starfshópi, sem sinnir ákveðnum aðgerðum, sem samtökin efna til. islandsdeildin er ekki þess megnug að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.