Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 53
mæta verslunarhætti og afborgunarkaup auk kaupalaganna sjálfra. Minna má á fréttagrein dr. Páls Sigurðssonar í TL 1975 bls. 123 og á frumvarp um afborgunarkaup, sem fram var lagt á Alþingi 1978—9. Ýmis önnur atriði, sem varða þetta svið réttarins, eru nefnd í skýrslu ráð- herranefndar Norðurlanda, þótt hér verði aðeins nefnt, að þar segir frá fundum um reglur um samninga um þjónustustarfsemi, einkum viðgerðir, við- hald og nýsmíði lausafjármuna og fasteigna. 3. Flutningsréttur. Af íslands hálfu mun lítt eða ekki vera um að ræða þátttöku í norrænu samstarfi á þessu sviði, en viðfangsefnin eru m.a. mengun, áþyrgð útgerðar- manna og vöruflutningar á þjóðvegum. 4. Höfundaréttur. Vörumerkja-, einkaleyfa- og firmaréttur. Á árinu 1975 var ákveðið að stofna vinnuhóp til að fjalla um norrænt sam- starf á sviði höfundaréttar. Skyldu formenn nefnda í aðildarríkjunum mynda vinnuhópinn. Af islands hálfu hefur verið tilnefndur áheyrnarfulltrúi til að fylgjast með starfinu í vinnuhópnum. Meðal efna, sem verið hafa þar á dag- skrá, er Ijósritun og önnur fjölföldun í þágu kennslu og upptaka útvarpsefnis á segulbönd og myndsegulbönd í sama skyni. Unnið er að athugun á vörumerkjalögum, einkum til að kanna hugsanlega fullgildingu á alþjóðasamningi frá 1973 (Trademark Registration Treaty). 5. Skaðabótaréttur. Norræn samvinna á þessu sviði á sér langa sögu. Nú er einkum að því unnið að koma af stað sameiginlegum athugunum á ýmsum atriðum, svo sem endurskoðun á 25. gr. vátryggingarsamningalaganna um endurkröfurétt vá- tryggingarfélaga, reglum um ábyrgð á tjóni vegna galla á vörum og ábyrgð á tjóni vegna mengunar. 6. Félagaréttur. Bókhaldsreglur. Undirbúningur ýmissa réttarbóta á þessu sviði fer nú fram. 7. Persónuvernd. Tölvunotkun. Norræn samvinna á þessu sviði er til umræðu. 8. Refsipólitík. Á öllum Norðurlöndum er nú til athugunar, hvort og hvernig æskilegt sé að breyta reglum um refsiviðurlög. Hafa komið fram tillögur um verulegar breytingar. Norrænu dómsmálaráðherrarnir beindu því 1978 til norrænu refsi- laganefndarinnar, að hún tæki til athugunar framtíðarskipan viðurlagakerfis- ins og hvað gæti komið í stað frelsissviptingar. Hefur nefndin síðan fjallað um þetta efni, á nokkrum fundum, og mun að því stefnt, að frá henni komi ýmsar skýrslur eða greinargerðir, hin fyrsta á þessu ári. 9. Réttarfar. í skýrslu ráðherranefndar Norðurlanda er m.a. vikið að Evrópusamningi um varnir gegn hryðjuverkum, en þingsályktun um fullgildingu hans var sam- þykkt á síðasta Alþingi og hegningarlögunum breytt af því tilefni. Þ. V. 115

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.