Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 5
t HELGI HELGASON Helgi Helgason lögfræðingur andaðist hinn 1. apríl 1982 á Landsspítalanum eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hann var fæddur 26. september 1926 á Stór- ólfshvoli í Hvolshreppi. Hann var sonur hjón- anna Helga, læknis þar og alþingismanns Rang- æinga, Jónassonar bónda að Reynifelli á Rang- árvöllum Árnasonar og konu hans Oddnýjar hjúkrunarkonu Guðmundsdóttur bónda á Bakka í Landeyjum Diðrikssonar. Helgi Helgason varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1948 og cand. juris frá Há- skóla íslands 1954. Hann var fulltrúi í félags- málaráðuneytinu frá 1. nóvember 1954 til árs- loka 1961. Tók þá við starfi sem lögfræðingur hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, síðan stundaði hann sjómennsku á togurum á meðan heilsan leyfði. Kynni okkar Helga voru á þeim árum, sem hann starfaði í félagsmálaráðu- neytinu. Helgi Helgason var stór og þreklegur maður, dagfarsprúður og hlýlegur í viðmóti. Þó hann hafi lagt stund á laganám og lokið háskólaprófi í lögfræði virtust lögfræðileg viðfangsefni varla vera honum vel að skapi, eða sérstak- lega áhugaverð. Eins og áður er sagt sneri hann sér að sjómennsku á tog- urum og lagði lögfræðina á hilluna. Þar fann hann útrás fyrir þá karlmennsku og atorku, sem í honum bjó. Átök oft og einatt við óblíð náttúruöfl hafa verið honum meir að skapi en heilabrot um lögfræðileg viðfangsefni. Hann gat sér góðan orðstír sem sjómaður og naut mikils álits og trausts yfir- manna sinna. Hann varð stýrimaður þó að hann hefði ekki lært siglinga- fræði, en til þess starfs hafði hann undanþágu stjórnvalda. Hann var sannur vinur skipsfélaga sinna og lét sér annt um velferð þeirra. Á síðari árum sjómennsku sinnar gerðist hann bindindismaður og gaf skipsfélögum sínum gott og göfugt fordæmi, sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar. Hann var ógiftur og barnlaus. Með Helga Helgasyni er genginn gegn og góður drengur. Hjálmar Vilhjálmsson. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.