Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 39
En hvað má segja um ákvörðun fjárhæðar, þegar mæla þarf fyr- ir um málskostnað? Skaðleysissjónarmiðið hefur stundum verið nefnt og ákvæði laga um það efni. I þeim kann að vera skaðabótaþáttur, sem veitir ákveðinn rétt til að fá „sitt á þurru“, eins og sagt er. Sem fyrr getur er þó ekki talið, að dómari sé bundinn við þetta sjónarmið, þótt það sé til leiðbeiningar og beri að virða í ríkari mæli. Áður er getið ákvæða 178. gr. eml. um skiptingu málskostnaðar og um, að hann sé látinn niður falla. Þess eru og áreiðanlega mörg dæmi, að dómari hafi lækkað málskostnað, vegna þess að honum hefur þótt málatilbúnaður ófullnægjandi; slíkt er sanngjarnt. Kemur þá til at- hugunar, hvort málsaðili hafi haft eðlilega ástæðu til að koma fyrir dóminn með kröfur í þeim búningi, sem raun varð á. Vafi getur bæði verið um staðreyndir og um lagareglur. Er málskostnaður sjálfsagt frekar lækkaður eða látinn falla niður, ef óvissa er um staðreyndir, en vegna óvissu um lagareglur. Þá verður dómari að meta, hvort nauðsynlegt hafi verið að stofna til þess kostnaðar, sem til álita kem- ur. Einnig hefur dómari frjálsar hendur til að taka tillit til, hvort rekstur málsins hafi að öðru leyti verið fullnægjandi. Ástæða er til að víkja sérstaklega að nokkrum atriðum til viðbótar. Er það fyrst, að ýmsar dómsúrlausnir benda til, að málskostnaður sé felldur niður gagnvart aðilum, sem sækja mál á hendur þeim, sem eru meiri máttar, t.d. vátryggingarfélögum, bæjarfélögum og ríkis- sjóði. Þetta byggist væntanlega á því sjónarmiði, að þessum aðilum sé hægur vandi að gæta réttar síns og það sé þarflaust að þeir fái umbun frá þeim, sem kosið hafa að sækja mál á hendur þeim. Hafi starfsemi þeirra það eðli, að þeir eigi að halda uppi vörnum á eigin kostnað. Sama á að gilda um banka og aðra aðila, sem hafa lögfræð- inga í þjónustu sinni. Er að mínu mati hæpið að dæma slíkum aðilum venjulegan málskostnað. Fremur ómakslaun og útlagðan kostnað. Hér er einkum átt við víxilmál banka. Þá er þess að geta, að oft eru kveðnir upp réttarfarslegir úrskurðir, og er nokkur venja að segja í þeim, að málskostnaður bíði dóms í að- almálinu. Þetta er ekki góð regla. Kemur þar fyrst til, að dómurinn í aðalmálinu er í eðli sínu um annað en úrskurðurinn og óeðlilegt að blanda þessu saman, enda sýnist lítið tillit tekið til þess, sem úrskurð- inn varðar, þegar málskostnaður í aðalmálinu er ákveðinn. Þá má benda á, að þessi aðferð er lítt vænleg til að draga úr því, að aðilar hafi uppi kröfur um réttarfarsúrskurði, af litlu tilefni. Það sem hér hefur verið rakið á við um almenn héraðsdómsmál. Margt af því á einnig við um málskostnað í skipta-, fógeta- og upp- 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.