Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 38
þó dómur hans um þetta atriði stundum engu þýðingarminni en dóm- urinn um efnisatriði málsins. Af birtum dómum verður varla séð, hvaða atriði ráða hér mestu, og er næsta erfitt að festa hendur á ákveðinni reglu. I þessu efni hafa dómarar bersýnilega mjög mismun- andi skoðanir. 1 177. gr. eml. segir, að aðili skuli dæmdur til að greiða gagnaðila málskostnað, ef hann tapar máli „í öllu verulegu". 1 178. gr. segir, að dómari geti skipt málskostnaði eða látið hann falla niður. Þýðir það í raun, að hvor aðili ber sinn kostnað af málinu. Væri betra að komast svo að orði, því að það orðalag, að málskostnaður skuli falla niður, er mjög oft misskilið af aðilum, sem telja, að dómari hafi ákveðið, að lögmönnum beri engin málflutningsþóknun. I 184. gr. eml. sbr. 5. gr. lágmarksgjaldskrár segir, að aðili geti lagt fram sundurliðaðan reikning yfir kostnað sinn ,,og skal þá að jafn- aði dæma honum þann kostnað, sem hann hefir haft af málinu“. Það mun hafa færst í vöxt undanfarið, að slíkir reikningar séu lagðir fram í héraði, en síður í Hæstarétti; er það ekki talið við hæfi. Yfirleitt mun lögmaður á reikningi sínum tiltaka lögmannsþóknun eftir gjald- skrá L.M.F.I. sem fyrr er að vikið, og metur dómari, hvort efni séu til að taka reikninginn til greina að fullu þrátt fyrir orðalag 184. gr. eml., en gæta verða dómarar þess, að málskostnaði sé ekki haldið of mikið niðri. Er hér oft misbrestur. Sams konar ákvæði er nú í lág- marksgj aldskrá. Spurning er, hvort dómara beri ekki að leggja slík- an reikning alfarið til grundvallar, sé honum ekki mótmælt af gagn- aðila eins og um almenna kröfugerð. Menn eiga rétt á að höfða mál til að fá skorið úr réttarágreiningi og fá hæfilegan málskostnað tildæmd- an, ef þeir vinna málið. Málsókn er ekki einhvers konar ásókn á dóm- stóla. Það er mannréttindaatriði að málskostnaður fáist dæmdur, því að það gerir mönnum kleift að höfða mál út af rétti sínum, en ella oft ekki. Sama gildir um gagnsóknir í dómsmáli. Það kemur vafalaust fyrir, að aðstæður leiða til þess, að dómarar hyggja ekki nægilega að málskostnaði. Svo sýnist til dæmis vera, þegar um er að ræða erfið mál, sem dómari hefur komist að niður- stöðu í. Þá sýnist hann stundum telja verki sínu lokið, þótt málskostn- aðarákvörðun sé eftir. Má ætla, að sú ákvörðun sé á stundum hvat- skeytleg. Hið sama má ætla að komi fyrir, þegar dómari hefur dæmt stefnanda í hag, en hefur þó samúð með stefnda. Dómarinn er þreyttur. Um lækkun eða niðurfellingu málskostnaðar eru taldar gilda fjórar reglur: áhættusjónarmiðið, nauðsynjarsjónarmiðið, refsisjónarmiðið og vafasjónarmiðið. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.