Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 42
Hinsvegar getur verjandinn í opinberu máli fallið frá málsvarnarlaun- um. Geri hann það, hefur hann frjálsan rétt til þess að semja við skjólstæðing sinn um greiðslu. Falli hann ekki frá málsvarnarlaunum, hefur hann ekki heimild til þess að gera kröfur um aðrar greiðslur og meiri en þær, sem sakadómari ákveður fyrir hið tiltekna mál. Varð- andi greiðslur fyrir það, sem hann hefur gert fyrir þann tíma, verður að telja, að reglan sé sú, að hann verði þá þegar að gera sakborningi og jafnframt dómara grein fyrir því, að ákveðinn reikningur sé ógreiddur áður en málið gengur lengra t.d. með dómtöku. I 3. mgr. 86. gr. opl. segir, að skipuðum verjanda beri þóknun fyrir starfa sinn eftir ákvörðun dómara. Ekki segir, hvaða sjónarmið skuli hafa til leiðbeiningar, þegar fjárhæð þóknunar er ákveðin. Ætla má, að umfang málsins og hagsmunir komi til skoðunar. Það er almenn skoðun lögmanna, að launin séu oft ákveðin alltof lág, t.d. vegna þess að dómarar halda oft að um nettólaun sé að ræða. Ljóst er að vísu, að dómari hefur heimild til að taka tillit til frammistöðu lögmanns, en hann er þó ekki eins settur og dómari í einkamáli. Hann getur ekki fellt málsvarnarlaunin niður og sennilega ekki lækkað launin úr skyn- samlegu lágmarki. Úrræði hans er að leysa verjandann frá störfum. Til að fella laun niður er ekki heimild í opl., enda er lögmaðurinn skip- aður verjandi og honum skylt að taka skipun. Verður því jafnan að dæma honum nokkur laun. Ætla má, að það sé ekki til þess fallið, að vörn sé vönduð, ef launin eru lág yfirleitt. Ljóst er af mörgum dómum, að hagsmunamatið er mjög ríkjandi, fremur en vinnuframlag, og á- kæruatriðin eru mjög ráðandi, þ.e. alvarleiki meints brots. Um málsvarnarlaun má að lokum segja almennt, að þar ákveður sakadómari lögmanni laun fyrir vinnu, sem dómarinn þekkir. Þetta eru brúttólaun, ef um starfandi lögmann er að ræða, en aðra ber yfir- leitt ekki að skipa verjendur, þar sem einkaréttur lögmanna gildir. Mættu dómarar þá hafa til viðmiðunar, að lögmaðurinn sé svipað launaður og dómarinn sjálfur, en til þess þarf a.m.k. tvöföld tímalaun dómara, þar sem nettólaun eru 50-55% fjárhæðar til starfandi lög- manna. Að mínu mati er óframbærilegt að skipa verjendur aðra en starfandi lögmenn, þar sem einkarétturinn gildir; — • líklega varla löglegt, þó er þetta gert. Itéttargæslulaun I opl. eru nokkur ákvæði um réttargæslumenn, sbr. 61., 80., 86.og 87. gr., og eru sum þessara ákvæða nýleg, t.d. ákvæði 61. gr. um rétt 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.