Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 40
boðsréttarmálum, en þar ríkir sú ólögmæta regla, að einkaréttur lög- manna eigi ekki við. I þeim málum er þó miklu algengara, að máls- kostnaður sé felldur niður, að því er virðist. Ákvörðun fjárhæðar sýnist og vera önnur. Má þar oft greina ómakslaunasj ónarmið eða refsimálskostnaðarsjónarmið, og er málskostnaður þá ákveðinn frem- ur lágur og að álitum. 1 skiptaréttarmálum sýnist haft í huga, að málskostnaður verður oft að lokum skiptakostnaður, annaðhvort að óskiptu eða búshluta. I fógeta og uppboðsréttarmálum fer lítil sem engin gagnaöflun fram, enda varla heimil fyrir dómi gegn mótmæl- um gagnaðila, og kann það að leiða til þess, að málskostnaður sé ákveðinn í lægra lagi. Er þetta í samræmi við það ákvæði í 4. tl. 5. gr. lágmarksgjaldskrár L.M.F.f., að sömu réglum skuli beitt um mál- flutning fyrir skipta- fógeta- og uppboðsrétti og fyrir hinum almenna héraðsdómi? Mál af þessu tagi eru oft erfið í undirbúningi og hags- munir miklir. Hér er að mínu mati á komin slæm dómvenja, sem þarf að hnekkja. 1 þessum dómum er einkaréttur lögmanna oft ekki virtur. Gjafsóknar- og gjafvarnarlaun Réttarheimildir um þetta atriði eru XI. kafli eml. og starfsreglur dómsmálaráðuneytisins auk dóma, sbr. m.a. fyrrnefndan hæstarétt- ardóm frá 1974, bls. 457. Gjafsóknarleyfi var kallað beneficium, og segir það nokkuð um uppruna þess og eðli. Það var algeng skoðun í Danmörku fram eftir öldinni, að lögmönnum væri skylt að sinna slíkum málum vegna einka- réttar síns, og að lækka ætti þóknun eða tiltaka lægri þóknun en í öðrum málum, þar sem vinnuframlagið væri að einhverju leyti endur- gjald fyrir einkaréttinn, — einkarétt sem ekki er jafnan í heiðri hafður á fslandi. Eftir 18. gr. laga um málflytjendur er lögmönnum skylt að flytja þau gjafsóknar- og gjafvarnarmál, sem þeim eru falin, í þeim kaupstað, sem skrifstofa þeirra er, eða þar í grennd (væntanlega þar sem einkaréttur gildir). Þessi skylda hvílir ekki á þeim, ef þeir hafa ekki opna skrifstofu. Nú eru lögmenn, sem ekki hafa opna skrifstofu, varla lögmenn í þessum skilningi, en mörgum slíkum eru þó því mið- ur falin slík störf í bága við lög, einkum lögmönnum banka og opin- berra stofnana. Slíkt er ólöglegt en látið óátalið. Um fjárhæð laun- anna hafa vafalítið ríkt svipuð sjónarmið og í Danmörku. Þau eru sennilega úrelt, en ekki gleymd. Lögmenn eru almennt vanhaldnir í þessum efnum. Ég kýs að tjá mig ekki um þetta, að mínu mati er beneficium sjónarmiðið ekki alveg úrelt. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.