Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 13
t.d. reglur um sjóferðapróf og ákvæði siglingalaga um refsingar. Sama er að segja um þjóðréttarreglur, sem varða sérstaklega skip og sigl- ingar, t.d. reglur um siglingar á stríðstímum. Aðalástæðan fyrir því, að sjóréttur er til sem sérstök grein lög- fræðinnar, þrátt fyrir það að hann falli ekki vel inn í fræðikerfi henn- ar, er vafalaust sú, að hann hefur ýmis sérstök auðkenni í samanburði við flestar aðrar lögfræðigreinar. Auðkenni þessi má rekja til ýmissa orsaka, einkum sérkenna siglinganna, sögulegrar þróunar og þess, að siglingar og sjóréttur eru í raun alþjóðleg viðfangsefni. Orsakir þessar verða að vísu ekki skýrt greindar sundur, t.d. er söguleg þróun sj óréttar og það að margar reglur hans eru í raun alþj óðlegar að veru- legu leyti afleiðing hins sérstaka eðlis siglinga. Framfarir í tækni o.fl. ástæður hafa valdið því, að mjög hefur dregið úr sérstöðu sigl- inga á síðari árum. Ýmsan atvinnurekstur má nú telja hættulegri en siglingar, skip eru ekki lengur dýrustu og flóknustu atvinnutækin, auð- veldara er fyrir útgerðarmenn að stjórna rekstrinum úr landi en áður var og svo mætti lengi telja. Má þess vegna halda því fram, að nú á tímum sé minni ástæða en áður til þess að halda sjórétti sem sérstakri grein innan lögfræðinnar. Með sérstöðu sjóréttarins mælir hins vegar m.a. það, að áfram verður nauðsynlegt að hafa samræmdar sjóréttar- reglur í sem flestum ríkjum heims. Helsta réttarheimild íslensks sjóréttar er siglingalög nr. 66/1963. Lögin leystu siglingalög nr. 56/1914 af hólmi. Þegar siglingalögin 1963 voru samin, voru þágildandi norræn siglingalög höfð til fyrirmyndar í öllum grundvallaratriðum. Eftir 1963 hafa Norðurlandaþjóðirnar gert ýmsar breytingar á siglingalögum sínum, m.a. ákvæðum um skipstjóra, sameiginlegt sjótjón, takmarkaða ábyrgð útgerðarmanns, skráningu skipa, félagsútgerð, farmsamninga og farþegaflutning. Margar af breytingum þessum voru gerðar til samræmis við nýja alþjóðasáttmála um sjórétt. Fæstar þær breytingar, sem gerðar hafa verið á siglinga- lögum nr. 66/1963 (sjá lög nr. 14/1968, 18/1969, 53/1970, 58/1972, 108/1972 og 25/1977) hafa fært íslensku lögin nær norrænu lögunum eða alþjóðasamningum. Má því segja, að íslenskur sjóréttur hafi fjar- lægst sjórétt annarra Norðurlanda á síðustu áratugum. Ýmis ákvæði siglingalaga og annarra laga um sj óréttarefni eru frá- víkjanleg, þ.e. þau ráða því aðeins lögskiptum aðila, að þeir hafi ekki um annað samið. Dæmi þessa eru flest ákvæði V. kafla siglingalaga, en hann fjallar um flutningssamninga. Allmörg mikilvæg lagaákvæði eru þó ófrávíkjanleg, t.d. margar reglur sjómannalaga nr. 67/1963. 1 reynd tíðkast það mjög, að sjóréttarsamningar víki um margt frá frávíkjan- 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.