Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 23
uði eða jafnvel árum saman. Farmsamningshafi á að meira eða minna leyti val um ferðir skipsins og hvern farm það flytur, sbr. 118. gi’. siglingalaga; (2) Farmgjald greiðist í hlutfalli við þann tíma, sem skipið er til ráðstöfunar fyrir farmsamningshafa, venjuléga er það mánaðargjald og ákveðið með hliðsjón af burðarhæfni skipsins. Við ákvörðun farmgjalds er því hvorki tekið tillit til þess hve margar ferð- ir skipið fer né hvort það flytur farm eða siglir án farms. Það er síðarnefnt atriði, sem aðallega greinir tímabundna farmsamn- inga frá ferðbundnum. Fyrir ferðbundinn farmsamning er farmgjald greitt fyrir hverja ferð eða fyrir fluttar einingar (þyrigdar eða rúm- máls), en í tímabundnum farmsamningum greiðir farmsamningshafi, eins og áður segir, ákveðna fjárhæð fyrir hvern mánuð, sem hann hefur skip til ráðstöfunar. Af þessu leiðir, að farmsamningshafi tíma- bundins farmsamnings ber áhættuna af töfum. Ef skipið tefst, t.d. vegna óveðurs, kemur það niður á farmsamningshafa. Flutningurinn verður honum dýrari, því lengur sem ferðin dregst. Hins vegar ber honum ekki að greiða farmgjald meðan töf stendur yfir vegna að- stæðna farmflytjanda, t.d. vegna bilunar skips eða þess að áhöfn vantar á skipið, sjá 125. gr. siglingalaga. Þegar farmgjaldið miðast við ferð, hefur farmflytjandi tekið á sig áhættuna af töfum, sem verða kunna á leiðinni. Meginréglan er sú, að hann fær sömu greiðslu, hvort sem ferðin tekur eðlilegan tíma eða ekki. Það veitir því ekki farmflytjanda í ferðbundnum farmsamningi rétt til aukagreiðslu, þótt skipi seinki af veðri, sjó, skipaþröng í höfn, verkfalli eða hafís. Regl- urnar um aukabiðdaga veita þó farmflytjanda skv. ferðbundnum farm- samningi rétt til þóknunar fyrir vissar tafir. Verkaskipting aðila við flutninga samkvæmt tímabundnum farm- samningi er allt önnur en þegar um ferðbundinn samning er að ræða. Farmsamningshafi tímabundins samnings hefur veg og vanda nánast af öllu öðru en því, að farmflytjanda er skylt að kosta og sjá um að skip sé svo mannað, birgt af vistum og búnaði og að öðru leyti í því ástandi, að það fullnægi skilyrðum til almennra flutningsferða. Hon- um er þó ekki skylt að leggja til vélareldsneyti, sbr. 119. gr. siglinga- laga. Auk vélareldsneytis kostar (og annast) farmsamnirigshafi ferm- ingu og affermingu og greiðir öll útgjöld við framkvæmd ferða, sem ekki hvíla á farmflytjanda samkvæmt því, sem áður var greint, sjá 120. og 121. gr. siglingalaga. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.