Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 34
átt að örfa lögfræðinga á Norðurlöndum til fararinnar. Svo sem kunn- ugt er hafa mannréttindi verið talin meira fótum troðin í þessum löndum en annars staðar, eins og einkum hefur komið fram í fjöl- miðlum á Vesturlöndum, og hefur jafnvel mátt lesa um slíkt í blöðum hér á landi. Þegar minnst var á réttleysi manna og virðingarleysi fyrir mannréttindum við menn frá Suður-Ameríku, voru svör hin sömu, — að þetta væru franskir sósíalistabrandarar. Þetta hefði öðru fremur átt að vekja áhuga allra lögfræðinga á að sækja ráðstefnu í Brasilíu til þess m.a. að reyna að kynnast ástandinu af eigin raun og láta það til sín taka, eftir því sem tilefni yrði til og aðstæður leyfðu. Af fyrrgreindum ástæðum beindi ég þeim tilmælum til forsvars- manna sænsku deildar Norræna lögfræðingasambandsins, bréflega og einnig með nokkrum símtölum, strax í janúar 1981, að komið yrði í veg fyrir, að fundir þessir rækjust á, t.d. með því að flýta fundinum í Stokkhólmi um viku. En þar sem sænskir lögfræðingar áttu hlut að máli, var lítil von til þess, að slík ábending og það frá Islandi yrði tekin til greina, — enda þótt ætla mætti, að henni hefði vafalaust verið sinnt á öðrum stöðum á Norðurlöndum. Veldur því m.a., hve sænskir lögfræðingar eru formfastir og án efa einhverjir formföst- ustu menn og hátíðlegustu í hópi allra lögfræðinga. Svo fór að forsvars- menn þeirra neituðu strax að breyta neinu. Var synjun þessi gerð án samráðs við hinar deildir lögfræðingasambandsins, en Svíarnir höfðu þetta á valdi sínu. Vonandi kemur ekki til þess oftar, að fundir þessir rekist á, og er þess að vænta, að lögfræðingar á Norðurlöndum láti starf þessara merku samtaka meira til sín taka í framtíðinni, þótt Bandaríkjamenn séu í forsvari fyrir þeim. Það er ekki ætlun mín að gera hér frekari grein fyrir ráðstefnu þessari eða ályktunum þeim, sem samþykktar voru, sem eru margar hinar athýglisverðustu og vekjandi á sinn hátt. 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.