Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 52
hann máli sínu til áfrýjanda, sem var þarna staddur, og minnti á, að allir dómendur væru sammála eftir gaumgæfilega skoðun málsins. í viðræðum við dómara landsréttarins kom fram, að umtalsverðum fjölda mála lyki með dómsátt eftir aðalflutning, og var svo að skilja á hinum dönsku dómurum, að vandræðaástand myndi ríkja, ef þessu úrræði væri ekki til að dreifa. Þeir viðurkenndu, að stundum væri nokkuð djarflega teflt í þessu efni, en stuðningur lögmannastéttarinnar væri ótvíræður. Færi ekki á milli mála, að árangur af þessu væri almennt álitinn góður. Miðvikudaginn 7. október var Hæstiréttur Danmerkur heimsóttur, en hann er eins og margir vita til húsa í einni álmu Christiansborgarhallarinnar. For- seti hæstaréttar Mogens Hvidt og Jörgen Gersing hæstaréttardómari tóku á móti hópnum. Eftir stutta en greinargóða kynningu á sögu og starfsemi réttarins var hlustað á málflutning, en þar var um að ræða mál, sem ,,for- brugerombudsmanden“ hafði höfðað gegn hljómflutningstækjafyrirtæki nokkru vegna óréttmætra verslunarhátta. Dómur sjó- og verslunardóms Kaupmannahafnar hafði fallið umboðsmanni neytenda í vil, en fyrirtækið áfrýjaði. Ræða lögmanns þess var býsna löng og lauk ekki fyrr en laust fyrir hádegið, og var þá Ijóst, að málflutningi yrði fram haldið eftir hádegis- verðarhlé. I hádegisverðarboði, sem gestunum var haldið, bar margt á góma í viðræðum. Má þar nefna, að Sigurður Helgason sýslumaður vék tali sínu að málflutningnum um morguninn, en viðmælandi hans var H. C. Schaum- burg hæstaréttardómari, sem var dómforseti í málinu. Kvað Schaumburg nokkuð mikið mál gert út af ekki merkilegra sakarefni, en okkur Sigurði þótti það einkar athyglisvert, að hann var ómyrkur í máli og sagði berum orðum, að dómur sjó- og verslunardómsins yrði sjálfsagt staðfestur. Að loknum málsverðinum voru okkur sýnd húsakynni réttarins og skýrt nánar frá starfi hans og sögu. Var fróðlegt að kynnast nokkuð þessari gömlu stofnun, sem í tæplega þrjár aldir var Hæstiréttur Islands. Eldsnemma daginn eftir fórum við á flugbáti yfir Eyrarsund til Málmeyjar, og heimsóttum Hovrátten över Skáne och Blekinge, sem er áfrýjunardómstóll og héraðsdómstól Málmeyjar, Malmö Tingsrátt. Var fyrst farið í hovrátten, en hann er í nýju og veglegu dómhúsi við Malmöhusvágen. Eftir nokkra kynningu á starfsemi dómstólsins og skipulagi var fylgst með réttarhöldum fram undir hádegið. Jafnframt skoðuðum við okkur um í húsinu og kynntum okkur eftir föngum starfsemina almennt. Það vakti athygli okkar þarna, hve vel var búið að dómstólnum hvað húsakynni áhrærði og ýmiss konar tæknibúnaði og hve almennt starfslið var fjölmennt og skipulag allt traust og í föstum skorðum. i réttarhaldi í opinberu máli hlustuðum við á, er vitni nokkurt var yfirheyrt gegn- um síma, en þetta mun vera sænskt nýmæli og óþekkt annars staðar. Kom fram í umræðum á eftir, að þetta úrræði er mjög mikið notað í Svíþjóð, og töldu Svíarnir, að góð reynsla væri af þessu. Eftir veglegt hádegisverðarboð, sem haldið var sameiginlega af dóm- forsetum áfrýjunardómstólsins og héraðsdómstólsins, heimsóttum við tings- rátten, en hann er til húsa í gömlu ráðhúsi borgarinnar. Fylgdumst við með réttarhöldum í ýmsum málum fram eftir degi. Fannst okkur mikið til koma um aðbúnað allan og tæknivæðingu svo og skipulag. Snerum við til baka yfir sundið um kvöldmatarleytið eftir vel heppnaða Svíþjóðarheimsókn, og var nú hinni eiginlegu dagskrá lokið. 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.