Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 18
ganga úr skugga um, að ráðningin og efni vinnusamningsins sé í sam- ræmi við vilja aðilana og sé ekki andstætt lögum. Á hinn bóginn miðar lögskráning úr skiprúmi aðallega að því að tryggja að rétt reiknings- skil séu gerð milli útgerðarmanns og skipverja. Starfsmenn ríkisins, lögskráningarstjórar, annast lögskráningu. Um þá og framkvæmd lög- skráningar eru nánari ákvæði í lögum nr. 63/1961. Samningur um ráðningu í skiprúm á skipi, sem stærra er en 12 rúmlestir brúttó, skal gerður skriflega, sjá 11. gr., sbr. 1. gr. sjómannalaga. Munnlegur samn- ingur er þó ekki ógildur. Hann bindur aðila, en erfitt getur reynst að sanna efni hans. Auk þess getur vanræksla í þessu efni varðað útgerð- armann eða skipstjóra refsingu. Sé skipverji ekki ráðinn um ákveðinn tíma, til ákveðinnar ferðar eða veiðitímabils, skal aðili, sem hyggst segja upp skiprúmssamningi, gera það með vissum uppsagnarfresti. Kveði samningur ekki á um upp- sagnarfrest fer lcngd hans eftir ákvæðum sjómannalaga, sjá 2. og 13. gr. I sjómannalögum eru ítarleg ákvæði um það hvar farið skuli úr skiprúmi. Frá sumum þeirra geta aðilar ekki vikið með samningi, t.d. þeirri almennu reglu 13. gr. laganna, að sé skipverji íslenskur og ráðinn á skipið í íslenskri höfn, þá geti aðilar aðeins sagt samningi upp, þannig að skipverji fari úr skiprúmi í íslenskri fermingar- eða affermingarhöfn eða þar sem skipið hættir siglingu hérlendis. Mörg önnur ákvæði eru í sjómannalögum um lok ráðningarsamnings. Ymis atvik veita heimild til að rifta samningi án þess að gæta þurfi fyrirmæla um uppsagnarfrest. 1 33. gr. laganna eru taldar vanefndir skipverja, er veita skipstjóra (útgerðarmanni) rétt til þess að víkja honum fyrirvaralaust úr skiprúmi. Ef heimild 33. gr. er notuð, á skip- verji ekki rétt til bóta vegna brottvikningarinnar, nema ástæðan fyrir henni hafi verið sú, að hann gat ekki stundað starf sitt sökum veik- inda eða meiðsla, sem hann á ekki sök á. Vanefndir af hálfu útgerðar- manns geta veitt skipverja rétt til riftunar, sjá t.d. 38.-39. gr. sjó- mannalaga um það, þegar skip verður óhaffært o.fl. Ýmsar fleiri ástæð- ur veita skipverja rétt til riftunar og skiptir þá ekki alltaf máli, hvort útgerðarmanni eða mönnum, er hann ber ábyrgð á, verður um þær kennt, sbr. t.d. 36. og 40. gr. sjómannalaga um það, er illkynjuð far- sótt geisar á áætlunarstað skipsins eða skipið missir rétt til að sigla undir íslenskum fána. Þá eru í sjómannalögum nokkrar reglur um kaup skipverja, þ.ám. rétt þeirra til launa í forföllum vegna slyss eða veikinda. Ennfremur hafa lögin að geyma ákvæði um starfsskyldur skipverja og ýmis sér- stök réttindi þeirra. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.