Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 12
um þeim, sem annars gilda um svipuð efni. Skipan efnis í fræðigrein- ina sjórétt helgast mjög af sögulegum ástæðum og því, að um efnið eru reglur í ítarlegum sérlögum, siglingalögum og sjómannalögum. Víðast hvar er efnisskipan sjóréttar mjög á sömu lund. Þó er nokk- uð á reiki hvar einstökum réttaratriðum, t.d. reglunum um sjóvátrygg- ingu, er skipað. Á Norðurlöndum er nú gerð grein fyrir reglum um sjóvátryggingu í vátryggingarétti, en meðal enskumælandi þjóða er algengt að ræða þær með sjóréttarreglum. Sjóréttur fellur ekki vel inn í fræðikerfi lögfræðinnar. Efni hans markast nefnilega ekki beinlínis af lögfræðilégum einkennum, eins og t.d. eignaréttur eða refsiréttur, heldur tekur hann til flestra réttar- reglna á ákveðnu athafnasviði, bæði reglna einkaréttar og reglna opin- bers réttar eðlis. Því hefur með réttu verið sagt, að auðvelt myndi að skipta efni sjóréttar milli annarra greina lögfræðinnar og að finna hverju einstöku atriði hans viðeigandi stað, opinbera sjóréttinum í stjórnarfarsrétti, reglunum um farmsamninga í kröfurétti, reglunum um sjóveð í eignarétti, reglunum um réttarstöðu sjómanna gagnvart útgerðarmanni í vinnurétti, reglunum um árekstur skipa og ábyrgð útgerðarmanns í skaðabótarétti o.s.frv. (Ólafur Lárusson. Sjóréttur. 2. útg. 1971, bls. 1). Enda þótt viðfangsefni sjóréttar sé fengið úr ýmsum ólíkum grein- um lögfræðinnar, er höfuðáhersla lögð á reglur sem eru einkaréttar eðlis. Einnig er nokkuð fjallað um reglur úr stjórnarfarsrétti, t.d. reglur um skráningu skipa, mælingu og öryggi, svo og lögskráningu sjómanna o.fl. Efni úr réttarfari og refsirétti er hins vegar lítið rætt, Yfirlitsgrein sú um sjórétt, sem hér er birt, var í upphafi samin fyrir safnrit um lögfræði, sem ráðgert var að gefa út. Óvíst mun, hvort það rit kemur út, en lesendum Tímarits lögfræðinga mun væntanlega þykja það fengur, að þeir eiga aðgang að stuttu yfirliti um þetta mikilvæga svið. í greininni er sagt frá því, hvað veldur sérstöðu sjóréttar, og rætt stuttlega um skips- hugtakið, ábyrgð útgerðarmanna, réttarstöðu skipstjóra og annarra skipverja, farm- og far- samninga, sameiginlegt sjótjón, árekstur skipa og björgun. Við samantekt greinarinnar var einkum stuðst við Sjórétt eftir Ólaf Lárusson og norræn yfirlitsrit. Arnljótur Björnsson prófessor hefur áður ritað margar greinar í tímaritið. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.