Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 30
in voru mörkuð, og á árinu 1963, eða fyrir tæpum 20 árum, komu lög- menn frá flestum þjóðlöndum heims saman til fundar í Aþenu að frumkvæði Rhyne, þar sem samtökin „Heimsfriður tryggður með lög- um“ — Pax Orbis ex Legis — voru stofnuð. Var stofnandinn kosinn fyrsti forseti samtakanna og hefur verið það samfleytt síðan. Friðarsamtökin hafa haldið alþjóðaráðstefnur á tveggja ára fresti víðs vegar um heim og nú síðast í Sao Paulo, sem fyrr segir. Hafa íslenskir lögfræðingar sótt alla þessa fundi; við Páll S. Pálsson, fyrir- svarsmaður samtakanna hér á landi, sóttum fund í Washington 1975, þá sat ég einn fund samtakanna í Madrid 1979 og fundinn i ár í Sao Paulo sátum við Páll S. Pálsson hrl. og Sigurður Georgsson hdl. Sumir íslenskra starfsbræðra minna hafa litið þessi samtök horn- auga og vilja helst sjá hégómaskap og sýndarmennsku að baki starfi þeirra og annað ekki. En er ekki lífið gegnsýrt af hvoru tveggja, ekki hvað síst stjórnmálin? Getur það spillt góðum málstað, þótt slíkar kenndir kunni að fljóta með göfugum hugsunum? Menn getur greint á um, hvort samtökunum, heimsfriðarhreyfingu lögfræðinga, hafi orð- ið ágengt í starfi sínu. Hitt er þó víst, að von er um batnandi tíð og bjarta framtíð mannkyns, meðan ríkjandi er það hugarfar, sem mótað hefur þessi samtök. Barátta þeirra er helguð þeirri hugsjón, að friður megi haldast með lögum. Fyrir lögfræðinga um allan heim er það og mikilvægt, að á þingunum kynnast stéttarbræður frá öllum löndum heims og slík viðkynning getur verið mikilvæg í þá átt að sá frækorn- um friðar, skilnings og velvilja í öllum heimshornum. Gunnlaugur Þórðarson lauk lagaprófi við H.í. 1945 og varð doktor við Sorbonne háskólann 1951 fyrir rit sitt „Landhelgi íslands með tilliti til fiskveiða“. Hann var forsetaritari 1945-1950, fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu 1950-1975, en hefur eftir það haft málflutning að aðalstarfi. Hann var hdl. 1951 og hrl. 1962. Gunnlaugur tók á sínum tíma þátt í starfi Alþýðuflokksins og sat nokkrum sinnum á Alþingi sem vara- maður á sjötta áratugnum. Hann var formaður barnaverndarráðs 1970-72 og hefur átt sæti í ýmsum nefndum um listamálefni, þ.á.m. safn- ráði Listasafns íslands. Dr. Gunnlaugur hefur flutt fjöldamörg útvarpserindi m.a. um lögfræði- leg efni. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.