Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 32
eins og nú er, valdir á sama hátt og áður. Var þeirri hugmynd veitt talsverð athygli. Mér hafði komið til hugar að vekja máls á því, að Alþjóðadómstólnum yrðu falin fleiri verkefni en nú er og þá öðru fremur að fara með hvers konar milliríkjamál, sem alþjóðlegir glæpa- flokkar standa að. Hryðjuverk eru nú orðin alþjóðlegt vandamál og er t.d. flugvéla- eða mannránum beitt gegn alsaklausu fólki, m.a. í þeim tilgangi að steypa löglegum ríkisstjórnum, eða með ógnunum reynt að fá alþjóðlega illvirkja og afbrotamenn látna lausa — menn sem hafa fjölda mannslífa á samvisku sinni. Nú þarf að finna úrræði, sem komið gætu í veg fyrir slíka glæpi, og ekki síst að tryggja að slíkir afbrotamenn fái makleg málagjöld. Þá vaknar sú spurning, hvort lausnin sé ekki einmitt sú að fá Alþjóðadómstólnum öll þess háttar mál, sem snerta fleiri en eina þjóð. Með því að fela slíkri alþjóð- legri stofnun mál hryðjuverkamanna og einnig alþjóðlegra smyglara, þá yrðu dómstólar og ríkisstjórnir einstakra ríkja leyst frá miklum vanda og á þetta ekki hvað síst við ríkisstjórnir í smærri ríkjum. Þá væri og síður hætta á að saklausir menn yrðu dómfelldir. Með því að haga þessum málum á þennan hátt, ykist von um eðlileg samskipti þj óða á milli og þá yrði síður beitt bolabrögðum eins og þeim að sendi- ráð yrðu tekin með hervaldi og alþjóðlega friðhelgir starfsmenn þeirra hnepptir í fangelsi að ósekju á villimannlegasta hátt eða þjóðum hótað olíusölubanni eða einhverjum öðrum alvarlegum þvingunum. 1 framhaldi af þessum hugleiðingum er rétt að benda á, að Alþjóða- dómstóllinn er nánast verkefna- eða aðgerðalaus. Hefur dómstólinn frá upphafi fengið mjög fá verkefni til meðferðar, að jafnaði 1-2 mál á ári. Því er lítil hætta á, að slík mál myndu ekki fást afgreidd á all eðlilegum tíma. Auk þess mætti hugsa sér, að í þessum málum yrði aðeins hluti af dómendum að starfi, t.d. 6 dómarar. Ef sú hugmynd yrði einhvern tíma að veruleika að fjölgað yrði í dóminum, eins og ég lagði til í Madrid 1979, er engin fjarstæða, að dómstóllinn gæti þríeflst í starfi að þess háttar alþjóðlegum málum, þ.e.a.s. 6 af 18 dómendum hefðu hvert mál til meðferðar. Fíkniefnamál eru einnig mál, sem að mínu mati væri rétt að fá Alþjóðadómstólnum til meðferðar, þegar þau geta talist milliþjóðamál. Þá vaknar einnig spurning um, hvort dómstóllinn ætti ekki að láta hvers konar mann- réttindamál til sín taka, sem t.d. Amnesty International hefur fjallað um. 1 beinu framhaldi af þessu er eðlilegt að benda á nauðsyn þess, að komið verði upp alþjóðlegu fangelsi undir stjórn Alþjóðadómstóls- ins á vegum S.Þ., þar sem glæpamenn þeir, sem hér um ræðir, yrðu 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.