Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 41
Eftir XI. kafla eml. þarf gjafsóknarhafi ekki að greiða réttargjöld eða gjöld fyrir endurrit; þetta eru afdráttarlaus lagaákvæði. í raun er þetta þó gert og er sagt að hjá því verði ekki komist vegna bókhalds- aðferða dómstólanna að lögmaðurinn leggi út kostnaðinn. Oftast lendir þessi kostnaður því á lögmanninum og að sjálfsögðu fær hann enga vexti af útlögðu fé, þegar til endurgreiðslu kemur, e.t.v. löngu síðar. 173. gr. eml. nefnir ekki gerð ágrips og fjölritun þess, og er ráðuneytið nú farið að neita að greiða slíkan kostnað, sem þá lendir oftast á lög- manni. Þetta er óeðlilegt, enda hér um að ræða stærsta liðinn í útlögð- um kostnaði í hæstaréttarmálum. Nú er ákvörðun málskostnaðar í gjafsóknarmálum oftast dómsathöfn. Spurning er, hvort svo þurfi að vera að lögum. Það væri heppilegt, og líklega löglegt, að dómarinn kallaði lögmanninn fyrir sig eftir dóms- uppsögu og gæfi honum kost á að gera grein fyrir útlögðum kostnaði og hugmyndum um talsmannslaun, en „ákvarðaði" síðan eftir 3. tl. 173. gr. eml. fjárhæðina. Ef þessi ákvörðun væri ekki hluti dóms, mætti líta á hana sem stjórnvaldsákvörðun og kæra hana til dómsmála- ráðuneytisins. Hvar er lagaheimild gegn þessum skilningi? Málsvarnarlaun Málsvarnarlaun er þóknun, sem sakadómari ákvarðar í dómi eða sem stjórnvald sem greiðslu til skipaðs verjanda. Þessa greiðslu getur verjandi fengið greidda hjá sakadómi eða ríkissjóði fljótlega eftir að dómur er uppkveðinn. Er þar um að tefla útlagt fé ríkissjóðs. Þetta dregst þó stundum mánuðum saman og er þá greitt án vaxta. Það fer síðan eftir niðurstöðu dómsins, hvort fjárhæð þessi er innheimt hjá sakborningi. Oftast er ekki um annað að ræða en skipaða verjendur, en lögmenn geta þó sinnt ýmsum tilteknum störfum fyrir sakborna menn og hand- tekna, utan við þetta, áður en til ákæru kemur eða á ákveðnu stigi rannsóknar, og þegar sökunautur sætir gæzluvarðhaldi, en ekki um málið sjálft, eftir að ákæra hefur verið birt, gegn sérstakri þóknun. Lögmenn geta að sjálfsögðu gert viðskiptamönnum sínum reikninga fyrir ýmislegt, sem þeir vinna í þeirra þágu, utan hefðbundinna starfa verjanda. Þeim er jafnframt heimilt að vinna ýmislegt annað fyrir þá gegn sérstakri þóknun eftir að þeir eru settir í gæzlu eða ákæra hefur verið gefin út; en eftir að þeir hafa verið skipaðir verjendur eða rétt- argæslumenn tel ég, að þessu sé nokkuð þröngur stakkur skorinn. Eins og áður sagði þarf ekki að gera kröfu fyrir dómi um málsvarnarlaun. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.