Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 22
vikum til hverra hafna skip siglir hverju sinni. Farmurinn getur verið af ýmsu tagi og samningurinn getur tekið til misjafnlega mikils hluta skipsins. Venjulega er samið um flutning með öllu skipinu, t.d. heilan farm af salti, en stundum um tiltekið magn af vörum. I síðara til- vikinu getur farmflytjandi ráðstafað öðru farmrými skipsins til ann- arra aðila, sem þurfa á flutningi að halda. Þégar skip flytja farm í óreglubundnum ferðum er venjulega gerður skriflegur farmsamningur (certeparti, charterparty) um flutninginn. Greint er milli ferðbundinna og tímabundinna farmsamninga. Ferð- bundinn farmsamningur nefnist það, þegar samið er um eina eða fleiri ferðir gegn greiðslu, farmgjaldi, sem ákveðið er fyrirfram. Miðast farmgjaldið við flutningsafköst skipsins, annað hvort þannig, að greitt er fyrir hverja ferð, sem farin er, eða vörumagn. Farmflytjanda er skylt að sjá um að skipið sé á fermingarstað í tæka tíð, svo og að hafa skip búið til fermingar um ákveðinn fermingartíma (biðdaga og aukabiðdaga). Fyrir biðdaga kemur engin sérstök greiðsla. Endur- gjald fyrir þá er innifalið í farmgjaldinu. Þurfi að nýta aukabiðdaga til fermingar, ber að greiða farmflytjanda sérstaka þóknun fyrir þá. Um affermingu gilda í meginatriðum sömu reglur og um fermingu að breyttu breytanda. Reglurnar um fermingu og affermingu eru í 70.-78. og 86.-91. gr. siglingalaga, en frá þeim er oft vikið að einhverju leyti í farmsamningum. Um afhendingu farms eru reglur í 92.-98. gr. sigl- ingalaga og um réttarstöðu handhafa farmskírteinis eru m.a. ákvæði í 187.-146. gr. laganna, en að sumum þeirra var vikið í næsta kafla hér á undan. Um greiðslu farmgjalds er aðalreglan sú skv. 106. gr. siglingalaga, að einungis skal greiða farmgjald fyrir farm, sem kemur til skila við ferðalok, en víkja má frá þeirri reglu með samningi. Farmur telst vera kominn til skila, þó að á honum hafi orðið einhverjar skemmdir í flutningi. Ber því að greiða farmgjald fyrir flutning á honum. Hitt er svo annað mál, að farmflytjanda getur verið skylt að greiða eiganda hans skaðabætur végna skemmdanna eftir reglunum um flutnings- ábyrgð. Um vanefndir og afleiðingar þeirra í ferðbundnum farmsamn- ingum gilda ýmsar sérstakar siglingalagareglur, sem ekki verða raktar hér. Tímabundnir farmsamningar eru mjög algengir nú á tímum. Eru þeir oft gerðir, þégar svo stendur á, að útgerðarmaður annar ekki með eigin skipum flutningum, er honum bjóðast. Aðaleinkenni tímabund- ins farmsamnings eru þessi: (1) Farmflytjandi lætur skipið vera til ráðstöfunar fyrir farmsamningshafa um tiltekinn tíma, í nokkra mán- 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.