Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 25
hinn bóginn liggur fyrir skriflegur farmsamningur (ferðbundinn eða tímabundinn), er óþarft að gefa út mjög ítarlegt farmskírteini. Skrif- legir farmsamningar eru að jafnaði gerðir á prentuð samningsform, þar sem fram koma öll helstu atriði um rétt og skyldur samnings- aðila. 1 farmskírteinum gefnum út skv. þeim er því venjulega að mestu látið nægja að vísa til þess, sem stendur í farmsamningnum, en vitan- lega verður farmskírteini að fela í sér tilgreiningu um vöruna o.fl. atriði, sbr. 132. og 133. gr. siglingalaga. Þegar farmskírteini, sem gefið er út samkvæmt skriflegum farm- samningi, er í höndum farmsamningshafa, hefur það lítið sjálfstætt gildi umfram það að vera viðurkenning fyrir viðtöku farmsins. En ef það er framselt þriðja manni, veitir það honum sjálfstæðan rétt til farmsins. Eru ákvæði farmsamningsins, sem ekki voru sett í farm- skírteinið ógild gagnvart viðtakanda, nema til þeirra sé vitnað í skír- teininu. Á viðtakandi (handhafi skírteinis) þá beinan rétt á hendur farmflytjanda samkvæmt orðum farmskírteinisins sjálfs. Skipt getur máli um bótaábyrgð farmflytj anda vegna skemmda á farmi, hvort farmskírteini er gefið út eða ekki. Sé farmskírteini gefið út er yfirleitt vísað til Haagreglnanna um flutningsábyrgðina, og er ábyrgð farmflytjanda gágnvart viðtakanda farms þá strangari en eftir reglu 99. gr. siglingalaga. í lögskiptum farmflytjanda og farmsamn- ingshafa skriflegs farmsamnings undanþiggur farmflytj andi sig venju- lega ábyrgð í ríkara mæli. Er réttarstaða farmsamningshafa þá mun lakari en eftir Haagreglunum. 5.6 Farsamningar Farsamningar eru yfirleitt gerðir munnlega, en lang oftast mun far- þegi fá farseðil. 1 farseðli kunna að vera skráðir farskilmálar, t.d. áskilnaður af hálfu farsala um undanþágu frá bótaábyrgð vegna til- tekinna atvika eða aðstæðna. Frá flestum ákvæðum 149.-162. gr. sigl- ingalaga um farsamninga má víkja með samningi. Nefnd ákvæði sigl- ingalaga kveða á um helstu skyldur farsala og farþega og heimildir, sem aðilar eiga, ef vanefndir verða. Slasist farþegi meðan á ferð stendur á hann bótarétt gágnvart far- sala, ef ætla má, að tjónið stafi af yfirsjónum eða vanrækslu farsala eða manns, sem hann ber ábyrgð á, 151. gr. siglingalaga. Um tjón á farangri farþega gilda mismunandi reglur eftir því hvort farangur var falinn farsala til varðveislu eða ei. Ef farangurinn var í vörslum farsala, skal beita ákvæðum siglirigalaga um tjón á farmi, eftir því sem við á, sbr. 152. gr. siglingalaga. Annars er bótagrundvöllurinn sök, 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.