Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 14
legum reglum siglingalaga. Sjóréttarsamningar hvíla að mjög miklu leyti á prentuðum (og í mörgum tilfellum stöðluðum) samningsform- um. T.d. eru við gerð farmsamninga notuð prentuð eyðublöð með niður- fellingum og viðaukum eftir því, sem þurfa þykir. Eru þar algengust farmskírteini, fylgibréf og skriflegir farmsamningar. Stöðluð samn- ingsform eru einnig notuð á öðrum sviðum, t.d. samningar um skipa- smíðar og skipakaup, skuldabréf með veði í skipum og sjóvátryggingar- skírteini. Könnun á settum lagaákvæðum gefur því ófullkomna mynd af því hverjar reglur gildi í reynd um lögskipti manna á sviði sjóréttar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu þáttum íslensks sjóréttar. 2. SKIP Sjaldnast leikur vafi á því hvað skip sé. Oft er hugtakið skip skil- greint í lögum eða alþjóðasamningum, sjá t.d. 1. gr. laga nr. 52/1970 um eftirlit með skipum og 1. gr. alþjóðasamnings frá 29. nóvember 1969 um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar, sbr. lög nr. 14/1979. Siglingalög nr. 66/1963 fela hins vegar ekki í sér skilgreiningu á hugtakinu. I 1. gr. laganna segir einungis, að þau gildi um öll skip, sem skráð eða skráningarskyld eru á íslandi. Um það hver skip séu skráningarskyld hér á landi gilda nú reglur í 1. gr. lága nr. 53/1970 um skráningu skipa. Þegar lög leysa ekki úr því hvernig skilgreina eigi hugtakið skip eða vafi leikur á því af öðrum ástæðum, er almennt álitið, að far- kostur þurfi a.m.k. að uppfylla eftirfarandi skilyrði til þess að verða talinn skip: (a) að hann fljóti á sjó eða vatni, (b) að hann geti hreyfst á eða í sjó og sé gerður til þess, (c) að hann nái vissri lágmarksstærð og geti borið menn eða muni. Bátkænur myndu venjulega ekki verða taldar skip, þótt þær geti flutt menn eða muni. Ljóst er, að ofangreind skilyrði geta ekki alltaf leyst úr vafaatriðum varðandi skipshugtakið. 1 vafatilvikum getur fleira ráðið úrslitum, eins og t.d. notkun far- kostsins. Hugtakið skip er að vissu leyti afstætt. Reglur sjóréttarins um árekstur og björgun gætu t.d. átt við um ákveðinn farkost, þótt reglurnar um takmarkaða ábyrgð útgerðarmanns eða sjóveð þættu ekki eiga við um hann. Skipt getur miklu máli hvað teljist fylgifé skips, t.d. þegar lög- gerningur er gerður um það eða skuldheimtumenn ganga að því. Fylgi- fé með skipi eru þeir hlutir, sem ætlaðir eru til varanlegra nota á því og eru almennt látnir fylgja þess konar skipum, þegar það gengur kaupum og sölum, t.d. akkeri, skipsbátar og önnur björgunartæki, verk- 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.