Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 35
Jón E. Ragnarsson hrl.: UM ÁKVÖRÐUN MÁLSKOSTNAÐAR, MÁLSVARNAR- OG RÉTTARGÆSLULAUNA Við ákvörðun málskostnaðar, málsvarnarlauna og réttargæslulauna ber að hafa í huga lög nr. 61/1942 um málflytjendur, svo og lágmarks- gjaldskrá Lögmannafélags Islands. I 5. gr. laganna segir, að lögmenn hafi tiltekinn einkarétt, og í 2. gr., að þeir eigi kröfu til þóknunar fyrir störf sín. Dómstólar eru ekki bundnir af lágmarksgjaldskrá L.M.F.I., en þeim ber að taka verulegt mið af henni, eins og hún er á hverjum tíma, og verður að telja, að dómvenja sé um það. Ber þá að miða við gjaldskrá við dómsuppsögu, en ekki við málshöfðun. Hér eru ákvæði í eml. og opl. til hliðsjónar, t.d. 177. 1. mgr. eml. sbr. 175. gr. Hið fjárhagslega uppgjör milli lögmanns og umbjóðanda hans er óháð ákvörðun dómara um málskostnað í einkamáli. Sama er, ef lög- maður gerir dómsátt. Sáttin er ekki samningur eða önnur ákvörðun um það, hvað umbjóðandinn á að greiða lögmanni sínum. Deilu um þetta má skjóta til stjórnar L.M.Phl. og kæra til Hæstaréttar. Þessu er á annan veg farið um málsvarnarlaun í opinberu máli. Lög- maður getur ekki krafið skjólstæðing sinn um hærri fjárhæð en nem- ur þeim málsvarnarlaunum, sem dómari ákveður og oft eru smátt skorin, nema lögmaðurinn hafi afsalað sér málsvarnarlaunum í málinu sjálfu og þá samið við skjólstæðing sinn um aðrar greiðslur. Svipað er um réttargæslulaun. Þetta á ekki við um gjafsóknar- eða gjaf- varnarmál. Um gjafsóknar- eða gjafvarnarlaun í einkamáli gegnir að nokkru svipuðu máli, en samningar koma þó ekki til. Gjafsóknar- eða gjaf- varnarhafa er skipaður talsmaður. Verður talsmaðurinn að hlíta því að taka sem fulla þóknun fyrir störf sín þau laun, sem dómari ákveður, sbr. Hrd. 1974 bls. 457, ásamt sannanlegum útlögðum kostnaði. Kröfu um málskostnað verður að gera fyrir dómi í einkamáli, en kröfu um málsvarnarlaun í opinberu máli eða réttargæslulaun þarf ekki að 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.