Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 35
Jón E. Ragnarsson hrl.: UM ÁKVÖRÐUN MÁLSKOSTNAÐAR, MÁLSVARNAR- OG RÉTTARGÆSLULAUNA Við ákvörðun málskostnaðar, málsvarnarlauna og réttargæslulauna ber að hafa í huga lög nr. 61/1942 um málflytjendur, svo og lágmarks- gjaldskrá Lögmannafélags Islands. I 5. gr. laganna segir, að lögmenn hafi tiltekinn einkarétt, og í 2. gr., að þeir eigi kröfu til þóknunar fyrir störf sín. Dómstólar eru ekki bundnir af lágmarksgjaldskrá L.M.F.I., en þeim ber að taka verulegt mið af henni, eins og hún er á hverjum tíma, og verður að telja, að dómvenja sé um það. Ber þá að miða við gjaldskrá við dómsuppsögu, en ekki við málshöfðun. Hér eru ákvæði í eml. og opl. til hliðsjónar, t.d. 177. 1. mgr. eml. sbr. 175. gr. Hið fjárhagslega uppgjör milli lögmanns og umbjóðanda hans er óháð ákvörðun dómara um málskostnað í einkamáli. Sama er, ef lög- maður gerir dómsátt. Sáttin er ekki samningur eða önnur ákvörðun um það, hvað umbjóðandinn á að greiða lögmanni sínum. Deilu um þetta má skjóta til stjórnar L.M.Phl. og kæra til Hæstaréttar. Þessu er á annan veg farið um málsvarnarlaun í opinberu máli. Lög- maður getur ekki krafið skjólstæðing sinn um hærri fjárhæð en nem- ur þeim málsvarnarlaunum, sem dómari ákveður og oft eru smátt skorin, nema lögmaðurinn hafi afsalað sér málsvarnarlaunum í málinu sjálfu og þá samið við skjólstæðing sinn um aðrar greiðslur. Svipað er um réttargæslulaun. Þetta á ekki við um gjafsóknar- eða gjaf- varnarmál. Um gjafsóknar- eða gjafvarnarlaun í einkamáli gegnir að nokkru svipuðu máli, en samningar koma þó ekki til. Gjafsóknar- eða gjaf- varnarhafa er skipaður talsmaður. Verður talsmaðurinn að hlíta því að taka sem fulla þóknun fyrir störf sín þau laun, sem dómari ákveður, sbr. Hrd. 1974 bls. 457, ásamt sannanlegum útlögðum kostnaði. Kröfu um málskostnað verður að gera fyrir dómi í einkamáli, en kröfu um málsvarnarlaun í opinberu máli eða réttargæslulaun þarf ekki að 77

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.