Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 17
hefur ekki öðlast gildi. Reglur um takmarkaða bótaábyrgð þekkjast almennt ekki utan sjóréttar, sjá þó 118. gr. loftferðalaga nr. 84/1964 um takmarkaða ábyrgð þess, sem flytur farþega eða varning með flug- vél og 19. gr. laga nr. 24/1982 um flutningssamninga og ábyrgð við vöruflutninga á landi. Reglur um takmarkaða ábyrgð útgerðarmanns hafa sætt talsverðri gagnrýni. Þeim er einkum fundið það til foráttu, að nú á tímum sé ástæðulaust, að útgerðarmenn njóti að þessu leyti forréttinda fram yfir aðra atvinnurekendur. Útgerðarmenn geti, eins og aðrir, keypt ábyrgðartryggingu gegn skaðabótakröfum. Ólíklegt er, að einstök ríki geri róttækar breytingar á réglum sínum um tak- markaða ábyrgð útgerðarmanns, án þess að alþjóðasamstarf verði um slíka breytingu. 4. RÉTTARSTAÐA SKIPSTJÓRA OG ANNARRA SKIPVERJA Um réttindi og skyldur skipstjóra og annarra skipverja varðandi starf þeirra gilda ýmsar sérreglur, sem rekja má að miklu leyti til þeirra sérstöku aðstæðna, er starf sjómanna er unnið við. Skipið er annað heimili sjómannsins. Það er líka sérstakur heimur, þar sem vald skipstj óra er miklu meira en yfirmanna á öðrum vinnustöðum og þann- ig mætti lengi telja. Helstu reglur settra laga um ráðningu skipverja, kjör þeirra og starfsskyldur eru í sjómannalögum nr. 67/1963. Við samningu þeirra voru höfð til fyrirmyndar sjómannalög annarra Norðurlanda. I sjó- mannalögunum gætir mjög félagslegra sjónarmiða. Kemur það fyrst og fremst fram í því að þar eru ákvæði, sem ætlað er að koma í veg fyrir, að gengið verði á rétt launþega við gerð vinnusamnings, sem lög- in nefna ýmist ráðningarsamning eða skiprúmssamning. Þá fela lögin í sér ákvæði um umönnun skipverja í veikindaforföllum, rétt þeirra til ferðakostnaðar úr ríkissjóði, þegar skiprúmssamningi er slitið erlendis af tilteknum ástæðum, ákvæði um viðurværi skipverja, aðbúð o.fl. Margar reglur sjómannalaga eru því ófrávíkjanlegar. Önnur helstu lög, sem varða réttarstöðu skipverja eru lög nr. 63/ 1961 um lögskráningu sjómanna. Ef íslenskt skip er 12 rúmlestir brúttó eða stærra skal lögskrá skipverja bæði í skiprúm og úr því. Hlutverk lögskráningar í skiprúm er m.a. að tryggja sönnun fyrir því hverjir séu á skipinu og að staðreyna, hvort þeir hafi réttindi til að hafa með höndum störf, sem þeir eru ráðnir til. Við lögskráningu skal 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.