Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 54
ingamálaráðuneytinu, Guðrún Helgadóttir, alþingismaður, og Hjalti Zóphónías- son, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. í fundarlok var gefin út sameiginleg fréttatiIkynning, þar sem ríkisstjórnir Norðurlandanna voru ásáttar um að herða baráttuna gegn fíkniefnanotkun á Norðurlöndum, m.a. með eftirfarandi aðgerðum: Stefnt er að því markmiði að gera Norðurlöndin að fíkniefnalausu svæði. Samvinna milli lögreglu- og tollyfirvalda verði aukin. Ríkisstjórnirnar telja að um samnorrænt vandamál sé að ræða. Ríkisstjórnirnar fagna því að starf lögreglumanna, sem sendir eru til starfa erlendis að þessum málum, skili góðum árangri. Norrænu tengslanefndinni um fíkniefnavandamálið hefur verið falið það verkefni að gera tölfræðilegan samanburð, svo að unnt sé að bera saman þróun fíkniefnaneyzlu og afbrotastarfsemi er tengist þessari neyzlu á Norður- löndum. Skipzt verður á upplýsingum um reynslu af mismunandi aðferðum við með- ferð sjúklinga. Norræni ráðherrafundurinn vekur athygli á því að afstaða almennings til fíkniefnaneyzlu virðist breytast hægt og sígandi gegn neyzlu. Ríkisstjórnirnar eru ásáttar um að beita sér í auknum mæli gegn fíkni- efnadreifingu og reynt verði að uppræta þá markaði sem eru til staðar á Norðurlöndum. Finnar og íslendingar hafa nokkra sérstöðu, því þar er útbreiðsla hættu- legri fíkniefna miklu minni en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en áfengis- vandamálið er hins vegar jafnmikið. Eftirlit með dreifingu og sölu fíkniefna verður hert, hjá lögreglu og toll- yfirvöldum t.d. — með notkun sameiginlegs tæknibúnaðar — með skiptum á starfsmönnum — með samræmdri menntun I undirbúningi er að lögregla og tollyfirvöld kanni eftir hvaða leiðum fíkni- efni berast til Norðurlanda og hvernig að dreifingu þeirra er staðið. Að auki verður stofnað til námskeiða fyrir lögreglu og tollverði til þess að efla sam- vinnuna enn frekar. Ráðherrarnir létu í Ijós áhyggjur yfir þeirri fölsku mynd sem reynt er að læða inn hjá almenningi að kannabis sé hættulaust. Þvert á móti hafa rann- sóknir sýnt að kannabis er mjög skaðlegt. Norrænu tengslanefndinni um fíkniefnavandamálið, sem ísland á ekki full- trúa í, var m.a. falið 1) að hvetja til fræðslu um neikvæð áhrif flkniefnaneyzlu 2) að kynna niðurstöður rannsókna um skaðsemi fíkniefna, m.a. kannabis. Norrænu áfengis- og lyfjarannsóknanefndinni, sem fulltrúar islands hafa átt sæti í, var falið að auka rannsóknir á umfangi misnotkunar á vímugjöfum, hvaða meðferð sjúklingum stendur til boða og hvernig samstarfi meðferðar- stofnana er háttað. Norðmenn og Svíar deildu nokkuð á Dani fyrir að herða ekki tökin varðandi Christianíu í Danmörku, en að fengnum skýringum frá Dönum, ályktaði fund- urinn ekki sérstaklega um hana. (Fréttatilkynning frá dómsmálaráðherra 12. mars 1982.) 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.