Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 58
NÝR DOKTOR í LÖGUM Hinn 12. febrúar s.l. varði Guðmundur S. Al- freðsson lögfræðingur doktorsritgerð um rétt- arstöðu Grænlands við lagadeild Harvard há- skóla í Bandaríkjunum. Ritið kallast: Grænland og rétlurinn til sjálfsákvöröunar útávið (Green- land and the Right to External Self-Determi- nation). Hinn 16. mars s.l. var Guðmundur síð- an lýstur „Doctor of Juridical Science" (S.J.D.). Um 5-10 manns Ijúka slíku prófi árlega frá Harvard. Ritgerð Guðmundar um Grænland skiptist í 4 aðalkafla. Hinn fyrsti fjallar um alþjóðlegar réttarreglur um afnám nýlendustjórnar. Inni- hald þessara reglna er skýrgrelnt og því hald- ið fram á grundvelli hefðbundinna réttarheim- ilda, þ.e. milliríkjasamninga og venjurétttar, sem hafa og hlotið staðfestingu Alþjóðadómstólsins, að nýlenduþjóðir hafi öðlast ótviræðan sjálfsákvörðunarrétt. í næstu 3 köflum færir Guðmundur að því rök, að Grænlendingar, ef þeir óska þess sjálfir, eigi þess kost að njóta þessara reglna í samskiptum sínum við Danmörku og önnur ríki. i öðrum kafla ritgerðarinnar er lýst landnámi ínúskra og norrænna manna á Græn- landi með aðaláherslu á nýlendustjórn Dana á 19.. og fyrri hluta 20. aldar. í þriðja kafla er bent á fjölmarga annmarka á þeim aðferðum, sem danska ríkið beitti við stjórnskipunarlega innlimun Grænlands árið 1953 og það ítar- lega kannað, hvort ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna haustið 1954, þar sem sameiningin var samþykkt, hafi bindandi réttaráhrif. i fjórða kafla er borið saman nútíma þjóðskipulag á Grænlandi og í Danmörku, ekki hvað síst með hina svokölluðu innlimun í huga, og stuðst við leiðbeiningar í álykt- unum Allsherjarþingsins, sem draga fram helstu nýlendueinkenni á sviðum félags-, efnahags-, stjórnarfars- og stjórnmála. í lokakafla ritsins eru niður- stöður höfundar dregnar saman í stuttu máli, taldir upp helstu framtíðar- valkostir Grænlendinga varðandi þjóðréttarstöðu þeirra og bent á kosti og galla hinna ýmsu möguleika. Guðmundur ritaði grein um dönsku heimastjórnarlögin fyrir Grænland í Tímarit lögfræðinga 1980, og er af því tilefni sagt frá námsferli hans fram að þeim tíma. Guðmundur lauk embættisprófi frá Háskóla íslands vorið 1975 og meistaraprófi í samanburðarlögfræði og þjóðarétti frá lagadeild New York University vorið 1976. Hann hefur síðan verið við framhaldsnám í þjóðarétti, fyrst í Cambridge (Massachusetts), síðan í Heidelberg og Kaupmannahöfn, en loks á ný í Cambridge. Foreldrar hans eru Guðrún Árnadóttir og Alfreð Guðmundsson forstöðumaður Kjarvalsstaða í Reykjavík. Þ. V. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.