Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 6
JÓN GRÉTAR SIGURÐSSON Jón Grétar SigurSsson lögfræðingur lést í Landakotsspítala þann 21. janúar s.l. fimmtíu og tveggja ára að aldri. Jón Grétar fæddist 13. maí 1929 á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Helgadóttir frá Stóru-Reykj- um í Flóa og Sigurður Jónsson skólastjóri í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, ættaður frá Stöpum á Vatnsnesi í Húnaþingi. Jón Grétar ólst upp í foreldrahúsum, elstur fjögurra systkina. Að skyldunámi loknu hóf Jón Grétar nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúd- entsprófi vorið 1949. Hið sama haust lá leiðin í lagadeild Háskólans, og þaðan útskrifaðist hann í maí 1957. Þá hófst starfsferillinn, fyrst sem lögfræðingur hjá Innflutningsskrifstofunni til ársins 1960, er sú stofnun var lögð niður. Eftir það rak hann eigin lögfræðiskrifstofu ýmist í samstarfi við aðra eða einn til ársins 1973. Á námsárum sínum tók Jón talsverðan þátt í félagsmálum, bæði innan Háskólans og utan hans, en hann vann þau árin talsvert við erindisrekstur á vegum Framsóknarflokksins. Þjóðmál og félagsmál voru honum jafnan hugleikin, og um skeið sat hann í hreppsnefnd í heimabyggð sinni. Við komum sama haust í Háskólann og kynntist ég Jóni Grétari þá þegar allvel. Það var þó ekki fyrr en löngu síðar, að vegir okkar lágu saman a ný, eða snemma árs 1973, er hann gerðist fulltrúi hjá tollstjóraembættinu, sem hann gegndi æ síðan, seinustu árin sem skrifstofustjóri tollgæslunnar. Jón var traustrar gerðar. Hann var vandaður maður til orðs og æðis. Hann lagði aldrei illt orð til nokkurs manns. Honum var fremur lagið að bera klæði á vopnin. Það gerði hann í ríkum mæli. Þótti og stundum ekki af veita í róstusömu umhverfi. Hið sama mun hafa einkennt Jón sem málflutnings- mann. Hann lagði mikla vinnu í að reyna lausn mála án atbeina dómstóla. Hann var maður sáttfýsi og var minna gefið um að láta kné fylgja. Oft er þessi málsmeðferð þó tlmafrekari og gefur þar af leiðandi minna í aðra hönd. Um það fékkst Jón lítt. Þegar ég lít yfir samstarfsárin, minnist ég ekki misklíðar eða sundurþykkju. Honum var umhugað um að leysa hvert mál af réttsýni og sanngirni. Ekki var hann haldinn refsigleði. Beiting refsingar var þó liður í starf hans. Frem- ur vildi hann beina hugum bortlegra til réttari vegar til þess að þeir létu sér yfirsjónir að kenningu verða framvegis. Þetta gerði Jón af eðlislægri góð- semi, sem hann ekki greindi sjálfur, en var hluti af skapgerð hans. Hann tók með þessu yfir á sínar herðar hluta af byrði annarra. Jóni Grétari var annt um starf sitt og vinnustað. Oft leit hann við í Toll- húsinu um helgar og á kvöldin, sérstaklega ef mikið var að gerast. Enda sakna nú vinnufélagarnir vinar í stað. Árið 1956 kvæntist Jón Grétar eftirlifandi eiginkonu sinni Guðbjörgu Hann- esdóttur frá Hækingsdal í Kjós. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.