Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 24
5.3. Farmsamningar og skipsleigusamningar Eins og að framan greinir, veita farmsamningar um skip í óreglu- bundnum ferðum farmsamningshafa nokkurn ráðstöfunarrétt yfir skipi, einkum samningar, sem varða heilt skip og þá sérstaklega tíma- bundnir farmsamningar. Líkjast þeir að sumu leyti leigusamningum og eru í daglegu máli oft talað um „skipsleigu" og „leiguskip“, þegar um þá er rætt. Sú málvenj a er villandi, því að með farmsamningi tekur farmflytjandi að sér verk. Skylda farmflytjanda er ekki einungis í því fólgin að láta skipið vera til ráðstöfunar fyrir gagnaðilann, heldur einnig að inna af hendi flutning fyrir hann. Til þess að efna þá skuld- bindingu verður farmflytjandi að leggja til menn, sem hann sjálfur greiðir laun. Hreinræktaður skipsleigusamningur er á hinn bóginn þannig, að eigandi (leigusali) veitir leigutaka gegn gjaldi afnot af ómönnuðu skipi og verður leigutaki sjálfur að ráða menn og greiða þeim laun og greiða allan annan rekstrarkostnað skipsins. Er eigandi skipsins þá ekki útgerðarmaður þess heldur leigutakinn, eins og vikið var að í 3. hér að framan. 1 framkvæmd er oftast auðvelt að greina á milli farmsamnings og leigusamnings um skip. 5.4. Aðalfarmsamningar og bakfarmsamningar Algengt er, að farmsamningshafi hagnýti sér rétt sinn samkvæmt samningnum með því að taka sjálfur að sér flutning fyrir aðra. Gerir hann þá nýjan farmsamning (bakfarmsamning) við viðskiptamann sinn (þriðja mann) í skjóli hins upphaflega farmsamnings (aðalfarm- samnings). Viðskiptamaðurinn verður þá farmsamningshafi samkvæmt bakfarmsamningnum (bakfarmsamningshafi), en hinn upphaflegi farmsamningshafi verður (bak)farmflytjandi. Dæmi um þetta er, að skipafélag, sem hefur með höndum reglubundnar áætlunarferðir, noti skip, er það hefur fengið með (tímabundnum eða ferðbundnum) farm- samningum, til þess að flytja varning á áætlunarleiðum sínum. Við- skiptamenn skipafélagsins (bakfarmsamningshafar) eiga þá engin bein viðskipti við útgerðarmann skipsins, sem farm þeirra flytur (aðal- farmflytjanda), og vita jafnvel ekki við samningsgerð, að farmurinn verður fluttur með skipi í eigu þriðja aðila (aðalfarmflytjanda). 5.5 Farmskírteini og skriflegur farmsamningur Svo sem áður hefur komið fram, getur farmsamningur ýmist stofn- ast munnlega eða skrifléga. Þegar samningur er gerður munnlega, er farmskírteini oftast eina skjalið, sem staðfestir helstu efnisatriði samn- ingsins. Er því nauðsynlegt að farmskírteinið sé all ítarlegt. Þegar á 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.