Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Blaðsíða 51
Voru sumir við réttarhöld í opinberum málum eða einkamálum, aðrir heim- sóttu fógeta- og skiptaréttinn. Undirritaður fór með sýslumönnunum Jó- hannesi Árnasyni og Sigurði Helgasyni á þinglýsingaskrifstofuna, en hún er í öðru húsi skammt frá dómhúsinu. Var þar margt fróðlegt að sjá og kynna sér. Nokkru fyrir hádegi snerum við til baka og fylgdumst með þing- haldi í miklu fíkniefnamáli, en ákærðu voru sakaðir um smygl á miklu magni af hassi frá Afríku. Eftir ágætan hádegisverð í boði dómstólsins héldum við áfram að fylgjast með störfunum fram eftir degi. Vorum við nokkur m.a. við aðalflutning í hjónaskilnaðarmáli. í upphafi reifuðu lögmenn aðila málið í stórum dráttum frá hlið umbjóðenda sinna og fóru yfir framlögð skjöl. Þeir stjórnuðu yfir- heyrslum, en dómarinn skaut inn spurningum einstaka sinnum. Eigi var neitt bókað í þingbók annað en að þinghaldið hefði verið háð svo og nöfn þeirra sem komu fyrir, né voru skýrslur hljóðritaðar. Á hinn bóginn skrifaði dómarinn á laus blöð hið helsta úr skýrslunum. Gekk réttarhaldið fljótt og greiðlega fyrir sig. Síðdegis þennan dag tók yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar Egon Weide- kamp á móti hópnum í ráðhúsinu. Eftir þegnar veitingar var ráðhúsið skoðað. Um kvöldið sátu dómararnir kvöldverðarboð prófessors Ole Espersen dómsmálaráðherra á Hotel Kong Frederik. Þar voru ýmsir danskir dómarar og embættismenn dómsmálaráðuneytisins. Fór samkvæmið hið besta fram. Næsta dag heimsóttum við Eystri Landsrétt, en höfuðstöðvar hans eru í dómhúsi við Bredgade ekki langt frá Amalienborg. Forystu fyrir gestgjöfum höfðu forseti réttarins Kurt Haulrig og Hans Kardel landsdómari. í byrjun voru flutt stutt erindi um störf réttarins og skipulag, en hann starfar í nokkr- um deildum í Kaupmannahöfn og víðar. Sátum við í réttarhöldum þennan dag allan. Hlustaði undirritaður á aðalflutning í hjónaskilnaðarmáli ásamt fleirum og var boðið að vera á dómarafundi, að honum loknum. Var fróð- legt að fylgjast með, hvernig dómararnir ráða málum til lykta, en yngsti dómarinn greiðir atkvæði fyrst og rökstyður. Þá vorum við nokkur við aðal- flutning í skaðabótamáli. Málið fjallaði um galla í húsi, sem var selt. Það vakti athygli okkar, að hvorki voru skýrslur aðila eða vitna ritaðar í þing- bók né teknar upp á segulband. í málinu lá fyrir matsgerð. Hafði einn maður verið dómkvaddur, þótt beiðni fjallaði um mörg atriði i fleiri en einni iðn- grein. Að loknum málflutningi var málið dómtekið, en dómforseti kvað dóm- endur reiðubúna til að koma fram með tillögu að dómsátt í málinu eftir að þeir hefðu fundað í hálftíma eða þrjú kortér. Lýstu báðir lögmenn yfir því, að þeir væru fúsir til að hlýða á og íhuga frambornar tillögur. Var því ákveðið, að réttur yrði settur á ný eftir rúman hálftíma. Var einkar athyglis- vert að kynnast þessu réttarfarsúrræði. Dómforseti fylgdi sáttatillögu dóms- ins úr hlaði með ítarlegum rökstuðningi og lagði þunga áherslu á, að allir dómendur 5 talsins væru sammála um hana og hefðu íhugað málið mjög vel frá öllum hliðum. Lögmaður stefnda lýsti strax yfir, að hann vildi gera sátt svo sem lagt væri til, enda voru það hagstæðari úrslit fyrir hans um- bjóðanda en í bæjarþinginu. Lögmaður áfrýjanda kvað hann ekki tilbúinn til sátta. Dómforseti spurði, hvort aðilar vildu íhuga málið og varð úr, að ákveðið var að hittast að viku liðinni og reyna sættir til þrautar. Beindi 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.